Færsluflokkur: Dægurmál

Kvöldsæla

 

Velkomin að viðtækjunum dúllurnar mínar. Ég heiti Aðalbjört Bekk og ætla að vera með ykkur næstu 2 tíma. Í kvöld fæ ég til mín 2 góða gesti. Þeir eiga það sameiginlegt hafa brennandi áhuga á loðdýrarækt. Nú, ég mun einnig spila seiðandi tóna í bland við þokkafulla sígaunatónlist. En við byrjum á þessu lagi en þetta er sígaunasmellur með Deniz Seki. Gjörið svo vel og tjúttið svolítið með þessu.

 

 

 Þetta lag minnir mig alltaf á þann tíma þegar ég var með honum Roberto....en það er nú saga sem ekki verður sögð hér og nú. En ég vona að þið hafið haft gaman af þessu lagi. En fyrsti gesturinn minn er mættur í stúdíóið til mín. Þegar hann var tvítugur varð hann fyrir fólskulegri árás frá smáhundi og hefur hann enn ekki náð sér að fullu andlega séð. Hann heitir Olgeir og Hrafnsson.

Vertu velkominn Olgeir, hvernig líður þér í kvöld? Ég verð nú að viðurkenna að mér líður ekki vel þessa stundina. - Nú? vegna hvers? Ég sé að þú ert með ljósmynd af smáhundi hérna á borðinu, hún truflar mig, væri til að leggja hana til hliðar svo ég sjái hana ekki?   Gvöð! Fyrirgefðu, ég læta hana bara niður í töskuna mína, afsakaðu mig.

Snúum okkur að loðdýraræktinni, hvað ertu búinn að vera í þeim branza lengi?  Það eru alveg um 20 ár, ég byrjaði með þetta í kjallaranum heima hjá mér en þurfti fljótlega að finna mér annað húsnæði, foreldrum mínum þótti bölvuð ólykt af þessum dýrum. -Þar sem ég var ungur og átti lítið fjármagn vann ég fyrir mér við að flá dýr fyrir aðra í faginu. Eftir að ég komst í stærra húsnæði fóru hjólin að snúast og sel ég nú skinn um allan heim og lifi góðu lífi, jájá. Svo hef ég verið að semja svolítið. - Núh, lát heyra, ég er viss um að þjóðin vilji fá að heyra frá þér.  Þá það......ég samdi þetta fyrir 10 árum og er einhvern veginn á þessa leið.

Spenntur,hræddur,grimmur

verst með kjafti og klóm

slægur drepur

Blóði væta vill góm

Þú ert skáld! Það er bara ekki flóknara en það, eigum við að fá hlustendur til að hringja inn og segja álit sitt? Gerum það........og allar línur er rauðglóandi.
- Þú ert í beinni útsendingu í þættinum kvöldsæla, hvað finnst þér um ljóðið hans Olgeirs?
- Ha? ljóð? Ég heyrði ekkert ljóð,ég vild bara biðja um óskalag, Riddari götunnar........
- ehm.......já, við erum ekki að taka við óskalögum núna, vertu bless. Fáum næsta.
- Nei sæl og bless Aðalbjört, mikið er ég oft búinn að reyna að komast að í þættinum þínum! Ég er nýkominn úr gymminu og flýtti mér heim til að hlusta á þig, var frekar seinn og hefði þurft að fara á klósettið en ég ákvað að halda í mér út þáttinn, gott væri ef að næsta lag yrði frekar langt svo ég geti skotis í pissupásu. Hvað varðar ljóðið fanst mér það ekkert spes...og takk fyrir bless

Nú, ég vil þakka þeim sem hringdu inn og vil um leið þakka Olgeir fyrir komuna til mín í kvöld. Nú fáum vð að heyra eitt rólegt,



Næsti gestur minn er þjóðþektur íslendingur og þarf varla að kynna en ég geri það nú samt og bíð til mín velkomna Petreu Páls fagurkera. Komdu sæl, þú átt  það nú sameiginlegt með honum Olgeir að þú er hrifinn af feldi og skinnum.
- Jú mikið rétt, ég elska þetta altsaman og klæðist bara pels og engu öðru. Ertu að segja mér að þú sért alltaf nakin undir pelsinum? - já, það er ég, og skammast mín ekkert fyrir það, maður er frjáls eins og fuglinn.

(skyndilega var ústendingu hætt og fréttum hleypt að, og ekkert heyrðist meira af þættinum)

 


0 gráður - hiti/kuldi ?


Var búinn að skrifa miklar pælingar um 0 gráðu ,,hita,, en ákvað á síðustu stundu að birta ekki þessar pælingar. Vona að þetta raski ekki það sem eftir lifi kvöldsins.

Góðar stundir.


Er ég skarpari en skólakrakki?

 

Það hefur varla farið framhjá þér lesandi góður að nú er í sýningu þáttur á Skjá einum sem heitir  Ertu skarpari en skólakrakki. Í þættinum eru yfirleitt tveir sem komast að til að svara spurningum með aðstoð 5 skólakrakka sem hafa sérþekkingu í ákveðnum greinum, ein er góð í stærðfræði, annar í norrænni goðafræði og svo framvegis.

Ég verð nú að segja að margar af þessum spurningum eru erfiðar, en það virðist vera frekar auðveltað labba út með 200 þúsund krónur, þó svo að maður hafi notað öll svindlin - svindlin eru: að fá aðkíkja, herma eða bjarga. Mér finnst það best þegar fólk kemur inn og heldur að þetta sé ekkert málog koxar svo á fyrstu spurningunni og kemur með einhverjar afsakanir.

Þessi þáttur er hin ágætasta afþreying og ég er nokkuð viss um að ef ég færi í þennan þátt að ég þyrfti að játa fyrir alþjóð að ég sé ekki skarpari en skólakrakki Whistling

apple%20w%20worm%2001

 

 


Af þurrkuðum hausum

 


Fór um daginn í stærstu dótabúð landsins. Ég bjóst ekki við miklu....en djöfull er mikið af dóti þarna! Össs! Endalausir gangara af dóti. Ef að ég ætti barn yrði þetta síðasti staðurinn sem ég mundi fara á með það! Það er hrein mannvonska að fara með börn þangað inn verð ég að segja. Freistingarnar eru allt of miklar. En ég rak augun í ansi áhugaverða vöru og læt myndina tala sínu máli.

 

DSC00019#1
 
Hér má sjá svokallaðan þurrkaðan haus - og þess má geta að hann kostar litlar 1199 kr. 

 

 


Húðflúr

Áður en ég byrja langar mig að segja að ég hef ekkert á móti húðflúri….

Ég á erfitt með að skilja hvað fær fólk til þess að  setja á mynd á húðina sína. Mynd sem á eftir að lifa með manni það sem eftir er. Ég á enn erfiðara með að skilja hvað fær fólk til að setja nöfn maka/sambýlings á sig.

Ég skil heldur ekki hvernig fólk getur valið sér mynd ,sem er það flott að það er tilbúið að setja  hana á sig.  Af hverju lætur það bara ekki stækka hana og hengir hana upp á vegg heima hjá sér þar sem það getur notið hennar í stað þess að setja hana kannski á stað sem það sér hana aldrei nema með hundakúnstum í speglinum. Þið verið bara að fyrirgefa en ég skil þetta bara ekki…….

Vissulega er hægt að fjarlægja þessar myndir/tákn af sér með, leyfi ég mér að fullyrða, sársaukafullri Leyser aðgerð – sem kostar örugglega formúu + það skilur eftir sig ör

 Það hefur tíðkast fyrir sumar atvinnugreinar að fá sér húðflúr eins og t.d sjómenn. Flestir sem stunda sjó eru með húðflúr sem oftast tengist sjónum, skútur, akkeri ofl.

Margir fengu sér á sínum tíma svokölluð tribal húðflúr og kínversk tákn sem ég held að margir sjái eftir að hafa fengið sér. En hversu svekkjandi er það, að sjá eftir mynd sem að maður setti á sig? Það er örugglega fullt af fólki sem er með myndir sem það óskaði sér að hafa aldrei sett á sig….óheppið það……..
 

tribal3



Brandari....

Hún Ólöf sendi mér þennan brandara. Fattaði hann ekki þegar ég las hann, en svo útskýrði Guðrún hann fyrir mér - Ég hló dátt

Þessi gerðist í afskekktri sveit á Austfjörðum ekki alls fyrir
löngu.

Sighvatur, sem kominn var yfir miðjan aldur og Sóley, ung blómarós
næstum helmingi yngri en hann höfðu verið gift í nokkra mánuði og
Sóley kvartaði yfir því að fá aldrei fullnægingu með manni sínum. Í
sveitinni var ekki læknir en á næsta bæ bjó Sigurður dýralæknir og
þau ákváðu að leita til hans með vandræði sín. Sigurður dýralæknir
sagðist engin svör kunna við þessu en hann myndi þó eftir því að
þegar hann var lítill drengur í þessari sömu sveit, þá hefði belja á
bænum átt í erfiðleikum með að fæða kálf og foreldrar hans tekið til
þess ráðs að veifa stóru handklæði framan í kúna til þess að kæla
hana niður og hjálpa henni að slaka á. Þetta hefði virkað ágætlega.

Dýralæknirinn sagði þeim því að fá hann Pál á Brekku, ungan og
hraustan strák úr sveitinni til þess að koma og sveifla handklæði
yfir þeim af krafti á meðan þau hefðu samfarir. Það gæti hjálpað
Sóleyju til þess að kæla sig niður og slaka á.

Þau fara að ráðum dýralæknisins og fá því Pál á Brekku til þess að
koma og sveifa stóru handklæði yfir sér í hjónasænginni en eftir
nokkrar tilraunir þá koma þau aftur til Sigurðar og segja að þetta
sé ekkert að virka.
Sigurður dýralæknir sest niður hugsi í smá stund og segir þeim þá að
prófa að skipta, láta Sighvat sveifla handklæðinu en stráksa fara í
rúmið með Sóleyju.

Hjónin fóru heim og prófuðu þetta. Strákurinn fer í rúmið með
Sóleyju og Sighvatur veifar handklæðinu af miklum krafti á meðan. Þá
er eins og við manninn mælt að Sóley fær hverja fullnæginguna á
eftir annarri með tilheyrandi öskrum og stunum og eftir rúma tvo
tíma þá veltir strákurinn sér ofan af Sóleyju kófsveittur og
úrvinda.

Sighvatur er ekki síður sveittur eftir hamaganginn við að sveifla
handklæðinu og horfir á strákinn hróðugur á svipinn og segir með
áherslu:

"Svooona á að sveifla handklæðinu Páll!".


Að hlaupa undir bagga - uppruni

 

Hásumarið 1823 á Saurbæ í Sauðshreppi var eitt sinn rösk vinnukona að nafni Eggrún. Var hún vel þekkt um sveitina sem dugnaðarforkur. Það var á mánudegi í miðjum heyskap að bóndinn Játvarður var að streða við að hlaða hestinn Blesa af nýslegnu heyi. Eggrún sá í hvað stefndi og stökk af stað og kallaði hátt og snjallt ,,ég skal hlaupa undir!,, og með það sama stökk hún og rétt náði að taka undir heysátuna. Þakkaði Játvarður Eggrúnu fyrir og sagði hátt og snjallt ,,Að hlaupa undir bagga!,, vel af sér vikið Eggrún mín og hlýtur þú að launum skreið og mjólk.

PinchWinkToungeAngryPoutyW00tKissing


Dægradvöl

 

Þátturinn Dægradvöl

Nú, það er 1.nóvember. Lífið er yndislegt og fallegt. Þið eruð að hlusta á þáttinn dægradvöl. Í þættinum í kvöld munum við fara um víðan völl meðal annar ætlar Torfi frá Tröllastöðum að kíkja í heimsókn og segja okkur frá nýju ljóðabókinni sinni - Ort í taðið.

Einnig mun hlustendum gefast kostur á að hringja inn og létta á hjarta sínu. En fyrst munum við heyra lagið Naughty girl eða óþekka stúlkan á tungu feðranna í flutningi Beyonce. Gjöriði svo vel.

  Ansi hressandi lag þetta jájá, en í hljóðver er kominn vaskur maður úr múlasýslunni og ætlar að segja okkur frá nýjustu afurð sinni Ort í taðið - Vertu velkominn Torfi. Nú ert þú allur á kafi í hrossum og ert vel þekktur í þeim geira, hvernig datt þér í hug að setjast niður og semja ljóð?

  Jú sjáðu nú til....eitt skiptið er ég var að stinga út úr húsinu datt mér eitt ljóð í hug, var ekki neitt að hugsa um það en þá kom þetta ljóð upp í huga mér og er á þessa leið:

Bisa við taðið sveittur

Af mér drýpur svitinn

Dauninn leikur um kofann

Kæfir allt í fýlu

Hryssan hölt á bás 2

Dæsir og dæsir, býður eftir fola

Hvergi sjáanlegur í stóðinu.

Heyið myglað og súrt

Ekki hrossi bjóðandi

Ætli hann haldist þurr í dag

Ferguson bilaður í hlaðinu.

Hriplekur eins og svampur

Tekur ekki að tjónka við

 

Kynngimagnað ljóð hjá þér Torfi. Greinilegt að skáldagyðjan blundar í þér. En hvernig hafa viðtökunnar verið? Engar, ekki einasta bók hefur hreyfst úr hillunum. Held að þetta helvíti eigi eftir að gera mig gjaldþrota. Fólk er, að ég tel, ekki tilbúinn fyrir sveitavarginn í ljóðaheiminum. Þess má geta að ég var með upplestur á kaffihúsinu Nunnupiss síðastliðinn þriðjudag og slysuðust inn 2 Færeyingar, skyldu mig sjálfsagt ekkert en brostu breitt. Eigandi kaffihússins bað mig vinsamlegast að lestri loknum að láta mig hverfa og koma aldrei aftur.

Þú segir það já...en viltu ekki koma með annað ljóð fyrir okkur, fólk þarf kannski bara að venjast þessu. Láttu vaða annað ljóð, ég skora á þig og fáum svo að  heyra álit hlustenda. Vertu ekki feiminn. - Jæja,, eitt enn, ég kýs að kalla það ,,í djúpum skít,, og er á þessa leið hrrrm....

Stumra og staulast þunnur

Af skít hef fengið nóg

Rjúpan korrar og kærir sig kollótta um pólitíkina

Ætli hún sé kommi?

Upp að nára veð ég skítahaug

Eigi gæfulega.

Konan með bakkelsið bíður, orðin leið og súr.

Rekur mig sjálfsagt í bað.

Vindillinn blautur eins og hundur -

Glóðin dauð.

 

Þetta var magnað...og nú skulum við fá að heyra hvað hlustendum finnst um ljóðið, línurnar eru rauðglóandi,

Dægradvöl, hvað vilt þú segja um ljóðið?

 Er ég í loftinu? Já sælir félagar, Dídí heiti ég og hringi úr mosó...ó þið eruð svo yndislegir, gaman að hlusta á ykkur.....Þessi maður á heima á hillu með ekki ómerkari mönnum Jónasi frá Hriflu og Davíð Oddsyni! Ég dýrka og dái þessi ljóð, hvar get ég nálgast þau?

      Ljóðabókina má nálgast í öllum helstu krummaskuðum á landinu, við gætum nú kannski sent þér eintak áritað af höfundi, hvernig líst þér á það?   ( Torfi hristir hausinn ákaft til hægri og vinstri,ekki sáttur við þetta)

       Jidúddamía, það mundi ég sko vilja....(Torfi slítur sambandinu) Æ misstum við hana af línunni. En jæja Torfi, takk fyrir komuna, það var reglulega gaman að fá þig í hljóðverið og nú fáum við örstutt skilaboð.

Velkomin aftur. Núna ætla ég að opna fyrir símann, Dægradvöl -  hvað liggur þér á hjarta?

Jú sjáðu nú til meistari, þannig er mál með vexti að ég var að ferðast með 12'unni og var nýbúinn að kaupa mér inniskó, rándýra alveg. Nema hvað, ég gleymdi þeim í vagninum. Ef að einhver veit deil á téðum skóm má hin sami skila þeim inn á stöðina þar sem ég mun vitja þeirra. Með þökk - Snjólfur Bekk.

Næsti hlustandi,....hvað vilt þau segja okkur?

Hördís Olga hérna. Mig langar að segja frá búðarferð minni í dag. Þannig er mál með vexti að ég var í sakleysi mínu að versla inni í ónefndri verslun þegar starfsmaður í mjólkurtorginu grípur þéttingsfast í afturenda minn. Mér bregður svo hrikalega að ég rek upp skaðræðis öskur og löðrunga helvítis kvikyndið með handtösku minni, strunsa út og gleymi að borga fyrir nokkrar vöru. Er svo handtekin fyrir þjófnað og þurfti að greiða 15.000 krónur tryggingagjald til að losna úr prísundinni. Þetta finnst mér ekki réttlátt og sætti mig ekki við, fleira var það ekki og bless.

Ansi skrítin saga þetta.......en heyrum í einum til viðbótar.

Ha? Ég núna? Já........Hjálmur heiti ég og bý í  Bessastaðahreppi, langað bara að segja landanum að ég er búinn að týna tönnunum mínum og bráð vantar hræ billegar tennur upp í trantinn á mér, ég er tilbúinn að greiða fyrir þær með kindakjöti, símanúmerið mitt er 1234567. Guð blessi ykkur.

Þá fer þættinum að ljúka, næst tekur við  Daníel með þáttinn Tónstiginn.


Gæludýr í verslunum

 

Á seint eða aldrei eftir að skilja hvað fær fólk til að koma með gæludýr sín inn í verslanir, fyrir utan gæludýrabúðir. Margir fara með smáhunda og jafnvel páfagauka með sér í búðir, meira að segja matvörubúðir! Fyrr má nú alls ekki slitna slefan á milli eiganda og dýrsins að hann geti ekki skilið það eftir heima eða inni í bíl, rétt á meðan skotist er inni í verslun.

Dog_Purse

Dýraeigendur eru ekki að taka tillit til þeirra sem eru með ofnæmi + í matvörubúðum má oft finna salatbar sem er opinn, girnilegt að finna hundahár eða eitthvað í matnum. Mín skoðun er sú að fólk á ekki að fara með gæludýrin sín í verslanir. 


Sagan af einfaranum

 

Hann bjó í lítilli kjallaraíbúð á Grettisgötu. Íbúðin var ekki stór en nægði honum þokkalega. Á síðkvöldum tók hann gjarnan í spil og lagði kapal. Stundum bjó hann þá til. Krossgátur voru hans líf og yndi og var hann duglegur að semja slíkar og senda inn í morgunnblaðið. Fyrir það fékk hann smá aur sem hann lagði til hliðar - Hafði hugsað sér að fara í ferðalag, eitthvert út á land. Öldruð systir hans bjó Önundarfirði og var við hesta heilsu, var með nokkrar rolluskjátur sem voru með misjafnt holdafar.

Maðurinn sem um ræðir heitir Styrkár Pálsson, sjálfmenntaður smiður ókvæntur og barnlaus. Fáir komu í heimsókn en það snerti hann ekki, sætti sig við það og bar sig heldur ekki eftir félagsskap. Eignir hans voru sára litlar og datt honum ekki annað í hug en að gera erfðarskrá. Þegar hann mundi falla frá fengi Kleppur allt hans hafurtask, hvort sem þeim líkaði betur eða verr.

Á sínum yngri árum lenti hann gjarnan í slagsmálum á hinum ýmsu samkomum og var hann þekktur undir nafninu Grettir (vísun í Gretti sterka.)  Kvenfólkið lét hann alveg vera og var ekkert að bera sig honum.  Það gerðist svo haustið '54 að hann ákvað að kveðja átthaga sína og reyna fyrir sér í höfuðborginni, sem smiður. Hann fékk strax mikla vinnu og var eftirsóttur, var stundvís og vandaði vel til verks.

Það var einn örlagaríkan mánudag sem Styrkár var við vinnu í húsgrunni. Hann var að saga til planka með hjólsög. Skyndilega flaug fyrir hann dúfa og lenti á andliti hans. Varð honum svo kvekkt við að höndin fór í blaðið og skarst af við miðjan handlegginn. Í skyndi var hann fluttur á næsta sjúkrahús en ekki náðist að græða höndina aftur á. Hann lá á sjúkrahúsinu í 2 mánuði eða þangað til hann dó, völdum mikillar sýkingar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband