Færsluflokkur: Kvikmyndir

The Happening

Fór í gær í bíó með samstarfsfélögum að sjá myndina The happening. Ég vissi ekki alveg við hverju ég átti að búast,var búinn að heyra að hún væri ekkert spes þannig að ég fór með mjög opinn huga inn í salinn. Að sjálfsögðu var Regnboginn fyrir valinu þar sem bíómiðinn kostar litlar 650 kr.

Við komum á fínum tíma og þurftum ekki bíða lengi þangað til myndin byrjaði. Mark Wahlberg fer með eitt af aðal hlutverkunum í myndinni. Hann er kennir vísindafræði í barnaskóla. Hann er látinn vera þessi ,,fullkomni,, kennari. Í byrjun myndarinnar sitja tvær ungar konur á bekk og eru að spjalla. Skyndilega fer fólkið í kringum þau og önnur konan að láta furðulega.  Ég ætla ekki að segja frá því hvað gerist en ég verið nú að segja að ég átti ekki von á þessi mynd yrði svona grafísk og brútal. Ég bjóst við þessari týpísku náttúruhamfaramynd með eldgosi, jarðskjálfta eða flóði.........nei......ekkert af þessu kom, heldur annað sem er miklu verra!

Fyrir hlé er myndin mjög spennandi og dularfull en eftir hlé fór nú að halla undan fæti. Hún var eins korní og amerísk eins og hægt er..... En alla vega...ef þú vilt fara á ágætis bregðu/spennu/gorí mynd þá endilega skelltu þér á þessa...... - í Regnboganum

the-happening-300x440


Big


já.........Big. Horfði á ansi skemmtilega mynd í kvöld með Guffa og Röggu sem heitir Big. Hún fjallar um strák sem óskar þess heitast að verða fullorðinn. Eitt kvöld fer hann í tívolí með foreldrum sínum. Þar er margt um maninninn og sér hann svo stelpu sem hann er hrifinn af. Strákurinn segist vilja fara einn í tæki og segist ætla að hitta foreldra sínum á ákveðnum stað.
Strákurinn fer svo í röðina og endar við hliðina á stelpunni. Loks kemur svo að þeim en þar sem hann er ekki hár í loftinu kemst hann ekki í tækið- og er mjög svektur. Hann ráfar um svæðið og sér svo spilakassa sem svolítð út úr. Þetta var tæki þar sem maður gat óskað sér hvers sem er ,,I wish i was big,, segir hann og fær svo miða úr tækinu sem segir að óskin muni uppfyllast. Daginn eftir vaknar hann sem fullorðinn maður. Þá fer af stað atburðarrás sem er ansi hreint skemmtileg, þar sem hann er 13 ára strákur í huganum en 30 karlmaður í útliti.

Ég mundi segja að boðskapurinn í þessari mynd er sá að maður þarf ekki alltaf að vera alvarlegur með allar heimsins áhyggjur á herðum sér, það er allt í lagi að hleypa barninu út í sjálfum sér og oft er það sá tími sem að maður skemmtir sér best.

Þetta er mynd sem ég mæli hiklaust með fyrir alla fjölskylduna.


Ehm...


Fékk hérna í láni frá vini mínum eina simpson seríu og gamla og góða mynd sem heitir Desperado með honum Antóníó Banderas. Nú þegar hef ég horft á 2 diska af simpsons og hef skemmt mér konunglega. Nú......á sunnudaginn síðasta ákvað ég, í semí þynnku, að skella í DVD spilarann Desperado. Búinn að kaupa snakk og kók, kominn undir sæng og ýtti á play. Ég kannaðist ekki við byrjunina en ákvað að horfa áfram. Myndin byrjaði ekki vel en ég ákvað að gefa henni sjénz. Þess má geta að ég var mjög syfjaður og þegar rúmur klukkutími var búinn af myndinn var ég farinn að dotta yfir henni. Ég sofnaði.....ég fattaði svo í dag að ég var að horfa á kol vitlausa mynd! Þannig ef mál með vexti, á þessum DVD diski eru tvær hliðar, sum sé, tvær myndir! Myndin sem ég sá hét sko ekki Desperado.........neinei........hún hét El Mariachi! og fjallar um einhvern tónlistarmann sem lendir í miklum misskilningi sem ég nenni ekki að tíunda hér og nú. Fannst það líka svolítið skrýtið afhverju ég hefði ekki séð Antóníó í þann klukkutíma sem búinn var af myndinni.........

en hey! Ætla að skella þeirri einu sönnu í spilarann og rifja upp þessa snilldar mynd!

Góða nótt


Stranger than fiction

strangerfiction~Stranger-Than-Fiction-Posters

Er mynd sem ég sá ekki fyrir svo löngu. Hún fjallar um Harold Crick (Will Ferrell)  sem er maður sem vinnur hjá skattinum. Líf hans í er mjög föstum skorðum. Á hverjum degi vaknar hann á sama tíma,tannburstar sig alltaf eins og telur strokurnar ofl. Harold á engin börn og er ekki í sambandi. Eini vinur hans er einn af vinnufélögum hans.

Einn daginn vaknar hann og byrjar á sinni daglegu rútínu. Skyndilega heyrir hann kvenmannsrödd sem lýsir því sem hann gerir. Þessa rödd heyrir hann svo út alla myndina. Skiljanlega fer þetta í taugarnar á honum og fær hann hjálp frá manni sem þekkir mikið til bókmennta. Karen Eiffel (Emma Thompson) er rithöfundur sem hefur haft ritstíflu í 10 ár en fær loksins andann yfir sig og byrjar að skrifa. Eitt leiðir af öðru og verð ég að segja að þessi mynd er alger snilld! Þetta er engin spennumynd en hún heldur manni alveg við efnið.

Myndin er vel tekin, það eru mörg óvenjuleg sjónarhorn í henni, t.d þegar hann er að bursta tennurnar er myndavélin í munninum á honum. Einnig er fullt af grafík í myndinni sem ég kann ekki að skýra nógu vel frá

Auðvita er smá rómans í þessari mynd því hann kynnist ungri konu og get ég fullyrt að þau fyrstu kynnin hefðu geta verið betri. Hann er sendur í bakarí til að líta á bókhaldið þar á bæ. Bakarafrúin er ekki par ánægð með þessa heimsókn og gefur mjög góða ástæðu fyrir því af hverju hún borgaði ekki fullan skatt. Hann hittar hana svo í strætó og eitt leiðir af öðru. Þegar myndin er langt komin að endanum sér maður nýja hlið á Will Farrel, hann er ekki síðri í ,,alvöru,, myndum.

Ég mæli hiklaust með þessari mynd, sérstaklega í kvöld þar sem veðrið er ekki upp á marga fiska. Ef að þú nennir ekki út á leigu og ert með Sjónvarp Síamanns getur þú leigt hana á Voddinu.

 Góða skemmtun. 


Adrift

 

Leigði mér þessa mynd á voddinu um daginn. Langaði alltaf að sjá hana en gleymdi henni. Fann hana svo fyrir tilviljun og leigði mér hana. Fyrir þá sem ekki vita er þessi mynd byggð á sannsögulegum atburði. Nokkrir vinir hittast eftir 5 ára aðskilnað og fara í siglingu á stórri skútu. Meðferðis er ungabarn.

Fólkið fer af stað og skemmtir sér konunglega. Móðir barnsins er hrifin af vatni sökum slys í æsku. Ferðafélagar hennar ákveða að henda sér í sjóinn til að kæla sig niður. Hún, barnið og fyrrverandi kærasti hennar eru eftir. Fyrrverandi grípur hana og heldur á henni og stekkur með hana í sjóinn.

Konan fór í lost og hreyfði sig ekki neitt. Æskuminningar komu fram en á endanum rankaði hún við sér og gerði sér grein fyrir því að barnið væri sofandi í skútunni. Fólkið buslaði í sjónum í dágóða stund og þegar það ætlaði að fara upp aftur komust þau að því að stiginn var uppi og enginn möguleiki á að ná í tak til að hífa sig upp aftur í skútuna.

Ég var ekki viss hvernig hægt væri að halda söguþræðinum við þessar aðstæður í langan tíma en það er ótrúlegt hvað gerist í þessari mynd. Ég mæli með að þú kíkir á þessa, kannski í kvöld eða eitthvað...

adrift-nw-poster
                                

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband