Færsluflokkur: Ljóð

183


Eldri borgari handtekinn fyrir
að selja hákarl á skólalóð
en missir ekki móð
heldur áfram að selja
til að eiga í sig og á
 
í herbergi á Flókagötu
kúldrast í kulda
miðstöðin biluð.
 
Kjötsúpan á vistheimilinu
bragðast eins og
súrt vatn
óæt.
 
Engin skyldmenni vitja
 
 

Áflog


Stjórnlaus geitungur
flýgur upp í munn
á hrossi.
villist og tryllist.
 
stingur villt og galið
hrossið sárkvalið
hneggjar og skvettir sér
veit ekki hvað er að gerast.
 
Sá vængjaði þreytist og bíður,
þess að komast út. en það er um
seinann....verður undir jaxli. 
 
 

pollurinn


Ljósbrúnn ælupollur
skilinn eftir af ógæfusömum eiganda
á víðavangi.
 
drekkur í sig rigningu
og þynnist út
starrinn besrst um bestu
bitana
 
flugur sveima yfir
hræddar um að fá
ekki neitt.
 
Svo kemur frost
og enginn fær neitt.
 

Dáleidda dúfan


Dáleidda dúfan..
silast áfram á hálum ís.
hirðir hvorki um ketti né mýs.
Safnar forða og minglar.
við endurnar. 
 
Hugar að heimflugi
í Hegningarhúsið
þar á hún afdrep
á gluggasyllu
áskotnast einstaka sinnum
brauðmola
frá óreglufólki.
 
Léttfiðruð og tætt
hlúir að bæli sínu
getur ekki hætt
og byrjar því að nýju. 
 
 
 
 

//


Forseti vor
sást í grimmum
sleik
við frostpinna
í gær.
 
Sprungin ljósapera
endaði í ruslinu
ofan á
brauðsneið með
mysingi.
 
Harðsoðið egg
á súlustað.
linsoðið egg
heima.
 
Þyrstur róni
teigandi kardó
hjá kaupmanninum
á horninu
og klórar sér
í klofinu.
 
Hvað er klukkan?
spurði stóri vísirinn
þann litla. 
 

Þ"ú#


Nakinn og sólbrunninn tómatur
pissaði á móti vindinum
og reykti pípu.
 
Boginn banani hugsaði
um staur.
öfund
 
Hálf étið bakkelsið
úldnaði í sólinni
maurarnir kjamsandi
á kleinu.
hunsa flugurnar.
 
Sturlað gamalmenni
hrækjandi á einiberjarunna
dansar ekki.
 
Hárlaus götusópur
sleikir gangstéttina
og étur óvart tyggjó.
 

ZQ3

 

Sköllóttur trúður með klamedíu
hljóp niður Hverfisgötuna
Með loðinn hamstur í farteskinu.
-ætli hann sé svangur?

 Hrukkan sem myndaðist á enninu
Fór í fílu við augabrúnina.
 Fiðraða hárið á ungabarninu
Var útatað í tyggjói
Mamman upptekin á kaffihúsi
Masandi í síma.

 Sjóveikur sjómaður
hjó höfuðið
Af kjaftfora þorskinum
,,hafðu þetta aumingin þinn,,
!
 Andfúlt sólblóm
hnerraði

Á býfluguna.


PX1

Húsfluga á heróíni flaug upp í nefið á mér barðist fyrir lífi sínu ég dauða hana nú tel. Gamla konan gekk yfir götuna með bananahíði í vinstri hönd dinglaði því frjálslega framan í mig sveiattann. Táningurinn í strætóinum sönglaði lag, búmmsjaggalagga búmm sló taktfast í sætið á móti rykið fór á flug. Löðrungaði sel í dag hann át hunangið mitt með hrökkbrauði. hann gerir það ekki aftur. í 700.skiptið! þú færð ekki nýra úr mér pabbi Náravolgur bjórinn rann ljúflega niður í lafmóða húsmóður. Páfinn prumpaði í messunni.

,,Það vantar meira sjérrí hérna!!,,


Allt iðandi af lífi
græðgin auðsjáanleg á fólki
veit varla hvað það á að kaupa
grípur það sem hendi er næst
pólverji með pólskan bjór
belgi með belgískan bjór
 
léttvín fljúga úr hillum
húsmæður í sósuvínum
-liggja
þrá það fína en tíma ekki
-kreppa?
 
koníaks fleygar í hillunum sitja
safna ryki og eldast - vel
aldurinn fer þeim vel
einstaka ryk á sumum
verða sennilega ekki keyptir
 
raðir hlykkjast um gólfið
greiðslukort fá að finna fyrir því
er þeim er rennt harkalega í lesarann
afgreiðslumaðurinn þreyttur á törninni
en bugast ekki
athugar skilríki hjá bólugröfnum unglingi
 
barist um síðustu dropana
sem væta munu kverkar
og lyfta mönnum á kreik
 
bílastæðið kjaftfullt af bílum
erfitt að fá stæði
bið...
 
 

Smúðíþambandi gamla konan

 

Sem vafrar um strætin

í leit að næsta

skammti

Glasið er hálf tómt

perlar af því

svitinn

 

Hnaus þykkt skyrið

hlussast í glasið

slef í munnviki

snilld

 

smoothie_Full

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband