Lögregludagbók

Lögreglan í Reykjavík

22.06.2010

 

Tveir ungir menn sástu í annarlegu ástandi fyrir utan Árbæjarsafn rétt eftir miðnætti. Vegfarandi sagði þá vera að dansa undarlegan dans upp við hlið safnsins með miklum tilþrifum. Bíll nr. 2 var sendur á vettvang en tvímenningarnir voru á bak og burt. Engin skemmdarverk voru unninn á safninu og telst málinu lokið.

Kl. 02:30 barst lögreglu tilkynning um bifreið sem keyrt hefði upp á blómaker á Laugaveginum.  Ökumaðurinn, sem var stelpa á tvítugsaldri bar því við að geitungur hefði flogið inn í bílinn og hefði ekki viljað fara út, sama hversu fallega hún hefði beðið hann. Bifreiðin var talsvert skemmd og var fjarlægð með kranabíl. Það fylgdi sögunni að geitungurinn hefði stungið ökumanninn í hásinina á hægri fæti sem hefði orsakað aukna inngjöf með fyrr greindum afleiðingum. Stúlkan má búast við fjársekt.

Hálftíma síðar hringdi síminn á stöðinni. Á hinum enda linunar var íbúi við Njálsgötu að kvarta undan sértrúarsöfnuði sem hafði aðsetur í íbúðinni fyrir ofan. Taldi íbúinn að verið væri að fórna dýri. Bíll var sendur á vettvang og kom í ljós að leikhópurinn ,,Í nafni ástarinnar,, var við æfingar á nýjum leikþætti sem þau ætla að sýna í Iðnó með haustinu. Lögreglumaður bað þau vinsamlegast um að lækka róminn og halda svo æfingum áfram.

Átök brutust út í N1 ártúnsbrekku þegar tvær konur á besta aldri ætluðu sér báðar að kaupa síðustu maltdósina sem til var í búðinni. Afgreiðslumaðurinn réð ekki við aðstæður og tilkynnti atvikið. Bíll var sendur á vettvang og leikurinn skakkaður. Hvorug kvennanna lagði fram kæru. Þess má geta að vakthafandi lögreglumaður keypti sjálfur síðustu dósina svo ekki yrði gert upp á milli.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HAHAHAHA! alger snilld! 5 stjörnu lögregludagbók!

Guðrún Helga (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband