Að hlaupa undir bagga - uppruni

 

Hásumarið 1823 á Saurbæ í Sauðshreppi var eitt sinn rösk vinnukona að nafni Eggrún. Var hún vel þekkt um sveitina sem dugnaðarforkur. Það var á mánudegi í miðjum heyskap að bóndinn Játvarður var að streða við að hlaða hestinn Blesa af nýslegnu heyi. Eggrún sá í hvað stefndi og stökk af stað og kallaði hátt og snjallt ,,ég skal hlaupa undir!,, og með það sama stökk hún og rétt náði að taka undir heysátuna. Þakkaði Játvarður Eggrúnu fyrir og sagði hátt og snjallt ,,Að hlaupa undir bagga!,, vel af sér vikið Eggrún mín og hlýtur þú að launum skreið og mjólk.

PinchWinkToungeAngryPoutyW00tKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já heyskapurinn gat verið streð í denntíð.

ingo (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 13:01

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Eggrún er sko kraftakona í meiralagi..!!

Guðríður Pétursdóttir, 2.11.2007 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband