Færsluflokkur: Dægurmál
16.10.2007 | 20:02
Sagan af Gerði, seinni hluti
Sagan af Gerði Seinni hluti
Nei, ert þetta þú Vignir? Spurði Gerður og ég sá sultardropa á nefbroddi hennar. Hún lyktaði af skreið og lýsi. Gerður fór að spurja hvað væri að frétta af mér. Nú ég byrjaði að segja henni það en sá að Gerður hafði takmarkaðan áhuga á því sem ég var að segja.
Loks sagði hún, var búinn að segja þér djöfuls söguna af því þegar andskotaðist í helvítis grenið hanns frænda þíns? Hvumsa svaraði ég neitandi og beið eftir þessari sögu. Gerður þagði í smá stund og sagði loks að hún þyrfti að haska sér vegna þess að helvístis skíthoppararnir gætu ekki hugsað um sig sjálfur og vinnumannsræfillinn væri vita vonlaus karl rola sem helst ætti að skera undan. Að því sögðu fór hún sína leið. En áfram með frásögnina.
Líf hennar var tíðindalaust næstu 5 árin eða þangað til hún var 26 vetra. Það var eitt kvöld er hún var á leið í bæinn frá fjósinu er hún sá sauðdrukkinn mann liggjandi á bæjarhlaðinu. Hún rigsaði til hans stórum skrefum og þreyf í hnakkadrambið á honum. Þeim drukkna varð svo kvekt við að hann löðrungaði Gerði. Hann hefði betur sleppt því vegna þess að það æsti frúna sem launaði með bilmingshöggi í gagnaugað. Maðurinn stóð ekki upp aftur og hvar á fund feðra sinna. Gerður vissi ekki hvað hún ætti að gera og bölvaði sér í sand og ösku yfir gjörðum sínum.
Fyrir vikið hlaut hún þungan dóm. Henni ver gert að taka upp kartöflur með höndunum af 4 hektara karöflugarði. Lauk hún því verki er hún var að nálgast 28 vetur. Við þessa iðju fór heilsunni að hraka og smám saman fór hún að verða ómannblendin og hélt sig að mestu innan dyra.
30 vetra var hún búin að ná sér eftir dóminn og fór í Viking. Á þessum tíma þótti það frásinna fyrir unga konu að fara í slíka svaðilför. En hún lét allar mótbárur lönd og leið og fór kokhraust um borð í Sigurð ÁR. Það myndarlegur bátur með mastri og stóru segli. Varð hún skipuð kokkur um borð. Sjálf kunni hún varla að sjóða vatn en náði að skella einhverju saman sem sjómennirnir þvinguðu ofan í sig.
Stefnan var tekin til Noregs. Við fyrstu höfn var Gerður látin flakka og vinsamlegast beðin um að láta ekki sjá sig um borð í þessu skipi. Fékk hún að launum fyrir eldamennskuna hálfa flösku af rommi, sem hún slátraði fljótt og vel enda iðin við drykkju. Fljótlega áttaði hún sig á því að fólkið í Noregi talaði ekki íslensku. Fannst það með eindæmum skrítið og lennti oftar en ekki í stimpingum við norsaranna, sem endaði með nóttu í steininum.
Það leið ekki langur tími uns hún fékk nýtt viðurnefni Frenjan frá Íslandi eða hexen fra Island. Sjálf skyldi hún það aldrei og gafst á endanum upp á vistinni í Noregi. Gerður fékk að fljóta með íslendini sem var staddur í Noregi og var að fara til Íslands. Hafði sá maður heyrt af Gerði og var því tregur að hleypa henni með. Ferð gekk brösulega og lenntu þau margsinni í vondum sjó.
33 vetra var Gerður stödd í samkomuhúsinu Árnesi. Þar var haldið heljarinn mikill dansleikur og var fólkið í sveitinni prúðbúið og með það hugarfar að skemmta sér. Gerður hafði drukkið mikið þetta kvöld og kom rallfull á dansleikinn með dólgslátum miklum. Konurnar í sveitinni stungu saman nefjum og litu á hana til skiptis. Gerðu sá hvað um var að vera og sagði hátt og snjallt svo glumdi í salnum
Andskotans ekkisens snakk er þetta á ykkur kartnaglakuntur! Má maður ekki skrattast hérna í friði?!?
Það sló þögn yfir salinn og konurnar urðu stjarfar þegar Gerður kom að borðinu þeirra með brjálæðisglampa í augunum. Ein við borðið brast í grát og við það hló Gerður hrossahlátri. Hún safnaði vænum hráka í munni sínum og lét hann vaða beint á borðið. Varla þarf að taka það fram en henni far í kjölfarið hennt út úr samkomuhúsinu og bannað að koma þangað aftur. Þá fannst Gerði sér hafa brunnið allar brýr að baki sér en ákvað að láta þetta ekki á sig fá og dröslaði sér heim.
Til að gera langa sögu stutta eyddi hún næstu árum í einsemd á bænum Efri Hraunsósi þar sem hún var með nokkrar skjátur og eina kú, sem lítil nyt var í og var þung á fóðri.
Nú líkur frásögninni um hana Gerði.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.10.2007 | 09:49
Browny
Það var góður dagur, veðrið var gott og fuglarnir sungu. Fékk löngun í eitthvað gott og lá leið mín þá í Nóatún. Var ekkert mjög svangur og fékk mér eina kókómjólk og eina browny. Ég fann þetta til í búðinni og gekk svo með varninginn að kassanum. Þar sat ungur strákur. Það voru tveir á undan mér og nokkrir á eftir mér.
Strákurinn renndi kókómjólkinni í gegn og tók svo litlu kökuna næst. Á umbúðunum voru a.m.k 10 strikamerki. Drengurinn skannaði hver eitt og einasta strikamerki inn og sum þrisvar sinnum. Glaður sagði hann mér upphæðina og mér brá ,,1282,, Ég leit á hann og hélt að þetta væri eitthvað grín, passaði mig að halda kúlinu, þetta gæti jú hafa verið falin myndavél...En eftir smá stund áttaði ég mig á því að þetta var ekki falin myndavél og að drengfávitinn væri ekki að grínast.
Í fyrsta skipti á ævi minni varð ég pirraður út í kassastarfsmann og bað hann um að segja mér upphæðina aftur ,,1282,, Ertu að segja mér að þessi litla kaka kosti helvítis 12000 kall?!? Starfsmaðurinn horfði á mig eins og ég væri eins og einhver fáviti. ,,þú hlýtur að sjá það sjálfur að þessi kaka getur ekki kostað svona mikið?!? Starfsmaðurinn leit aftur á kassann sinn og sagði ,,jú, sjáðu. Ég sagist ekki þurfa að sjá neitt, baðst afsökunar á því hve pirraður ég var, því augljóslega var þessi strákur ekki eins og fólk er flest. Ég skyldi eftir kókómjólkina og fór út pirraður.
Svo vaknaði ég..........
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.10.2007 | 18:52
Sagan af Gerði
Ég þekkti hana vel úr fjarlægð. Göngulagið. Þessa konu er ég búinn að þekkja lengi. Ef mér förlast ekki er hún enn hölt eftir ansi slæmt mýbit sem hún hlaut við heyskap sumarið 1978. Blót var henni í blóð borið og brúkaði hún munn við minnsta tækifæri svo verstu sjóurum blöskraði. Slíkur var orðaforðinn.
Henni var meinað að koma í guðhús sökum lítils atviks þar sem orð eins og nei, þau verða ekki höfð eftir í þessari frásögn, svo svæsin vöru þau. Séra Hjörtur rak hana á dyr og bað guð að hjálpa henni um leið og hann kastað biblíunni á eftir henni. Sér Hjörtur gat ekki fyrirgefið sjálfum sér að hafa kastað guðsorði og hljóp eftir því og bað guð að fyrirgefa þessa gjörð.
Gerður heitir frúin sem um ræðir. Skörungur mikill og aldrei við karlmann kennd. Var til skamms tíma sjókona og var ey síðri verkamaður en vöðvabúnkt bæjarinns. Á verðbúðinni var hún jafnan með mesta drykkjuþolið og var iðin við kolann þegar kom að drykkjunni.
Er hún var 14 vetra herjaði á Sörlastaði (bæ foreldra hennar) kýlapest. Gerður slapp ekki við þann hvimleyða sjúkdóm og steyptist öll út í kýlum. Á undraverðan hátt náði hún bata og fyrra útliti, sem var ekki upp á marga fiska fyrir. Hún var oft kölluð nöfnum og má þá helst nefna skúfsnef, grýla, gylta og það sem henni þótti verst og fór mest í skapið á henni arfasáta.
17 vetra fékk hún nóg af vistinni heima fyrir og gerðist kaupakona hjá færeyskum kúmen sala. Þar tórði hún ekki lengui, enda með ofnæmi fyrir téðu kryddi sem lýsti sér með svæsnum hnerrum og enn ljótari orðbragði. Brá hún þá á það ráð að yfirgefna þann færeyska og hélt af stað út í óvissuna.
Í 2 ár vann hún fyrir sér ýmist sem mjaltarkona, þó henni þætti það fyrir neðan sína virðingu, eða við heyskap á sumrin. Vel var látið af henni enda dugnaðarforkur þó ofrýnileg væri. Hún fékk að minnsta frið frá vinnumönnum, sem annars eltu hvern pilsfaldinn sem sást dinglandi.
20 vetra rak hún hægri stóru tánna svo harkalega í stein að hún fell um koll og rúllaði í marga hringi uns hún staðnæmdist á baggastæðu. Þar bylti hún sér og skrækti og er sagt að hún hafi hljómað eins og tófa. Táin gréri illa og komst síking í hana. Gerður hélt þá að dagar sínir væru taldir og vonaði að hún mundi ná góðum samningi við mannin með lykklana. Hún héllt alltaf upp á hann en kunni ekki vel við Guð.
21 vetra var táin groin og kynntist Gerður þá hlut sem hún kunni svo sannarlega að meta. Kaninn kallaði þetta radíó. Gerður ákvað hins vegar að kalla það glymskratta og er orðið komið frá henni. Stundum bölvaði hún bölvaða apparatinu þegar kaninn fór að muldra eitthvað sem hún skildi ekki. Skemmst er frá því að segja að tækið var ekki langlíft.
Nú verður gert hlé á frásögn
Góðar stundir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.10.2007 | 10:44
,,Ef ég verð enn á lífi,,
Mannskepnan fæðist og deyr. Það vitum við öll. Það sem við vitum hins vegar ekki er það hvenær við deyjum og hvernig. Flest okkar náum að lifa vel og lengi góðu lífi. Þegar ellin bankar á dyrnar finnst mér fólk oft missa viljann til að lifa, alla vega fer að segja ,,jah, ef ég verð ekki dauð/dauður þá,,
Margt gamalt fólk er með svokallað frelsi, númer þar sem notkunin er greidd fyrirfram. Það þarf að fylla að minnsta kosti á 6 mánaða fresti til að númerið haldist virkt. Gamla fólkið kemur og biður um áfyllingu og stundum spyr það hvort að inneignin dugi ekki á meðan það lifir, því það eigi svo stutt eftir......Hverju á maður að svara? Stundum finnst mér eins og sumt af þessu fólki sé hreinlega búið að ákveða það að þetta sé hin hinsta áfylling á frelsið.
Ég vona það fyrir hönd þessa fólks að það sé bara að grínast með aldur sinn og sé ekki heima hjá sér hreinlega að bíða eftir dauðanum....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.10.2007 | 16:20
Árnað Heilla
Er eitt að því mörgu sem ég les í mogganum. Þar, eins og allir vita, eru afmælisbörnin. Yfirleitt auglýsa þau einhvers konar fagnað í tilefni tímanótanna og bjóða ættingjum og vinum að þiggja léttar veitingar. Áberandi er, ef afmælisbarnið er yfir 70, að það afþakki allar gjafir. Einstaka sinnum biðja þau frekar að peningurinn sem hefði annars verið eitt í gjöf sé notaður í gott málefni.
Nú, enn aðrir er einfaldlega að heiman á þessu merku tímamótum. Vil ég meina að það sé yfirleitt þannig. Sumir taka sér gott frí og bregða sér í sólina og er þá Kanarí vinsæll áningarstaður, sérstaklega fyrir eldra fólkið.
Annars mundi ég ekki kæra mig um að sjá mynd af mér og afmælistilkinningu í mogganum...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2007 | 17:05
,,Dashboard,, eater
Þetta víst það nýjasta hjá bolluþjóðinni í BNA. Fólk sem er mikið á ferðinni þarf stundum/oft að borða í bílnum. Eina borðið sem hægt er að leggja frá sér matvæli er mælaborð bílsins. Þetta þykir ekkert tiltökumál hjá þeim en mér finnst þetta nú svolítið sérstakt. Fólkið er kannski að keyra á hraðbraut og er að éta sveittan hamborgara frá sér á mælaborðið.
Ég hef staðið sjálfan mig margoft að þessari iðju, oftast er bíllinn þá á plani, kyrrstæðu. Hins vegar fór ég alla leið og át undir stýri á meðan ég var að keyra, sökum þess hve seinn ég var í vinnuna - Heimskulegt, ég veit.
Spurning hvort þetta sé algengt hjá Íslendingum, að gúffa í sig mat undir stýri á með akstri stendur?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.9.2007 | 14:18
,,Hvert sem er,,
Keyrði framhjá manni sem var, mjög líklega, útlendingur því hann hélt á bylgjupappa sem á stóð ,,Hvert sem er,,
Mér datt ekki hug að stoppa fyrir þessum manni. Gat ekki annað en hlegið af þessu spjaldi hanns og er hann eflaust enn að bíða eftir fari.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.9.2007 | 15:13
Hass selt á Serranó
já fólk, ég hef verslað við hassbúllu. Fékk mér í sakleysi mínu einn tælenskan búrrító og á meðan ég var að bíða rak ég augun í skilti á borðinu og sá þá þennan sora fyrir framan mig. Varð að taka mynd af þessu og læt hana fylgja með máli mínu til sönnunar. Tek það fram að maturinn sem ég fékk þarna var mjög góður og ekkert út á þjónustuna setja.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.9.2007 | 20:41
dýr er sopinn......
Ég var rændur um hábjartan dag - í dag.......Ég þurfti að taka bensín á leiðinni í vinnuna í dag. Bensínið tók á sofunni sem kennd er við lítið kaffi. Af illri nauðsyn dældi ég á bílinn minn fyrir 1500. Man nú ekki alveg hvað það voru margir lítrar - nenni ekki að reykna það en fyrir skitinn líter þurfti ég að punga út 133 krónum! Þetta þykir mér vera rán!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.9.2007 | 09:21
Týndir í tungumálinu
Eins og allir vita er fjöldi útlendinga á Íslandi. Flestir koma þeir frá Póllandi, Litháen, Tælandi og úkraínu. Margt af þessu fólki kemur til að vinna og börnin koma með og fara í skóla. Í lang flestum fjölskyldum eru það börnin sem eru fljótust að læra tungumálið og verða þá um leið settir í hlutverk túlksins. Það hefur komið fyrir oftar en einu sinni að þegar fjölskylda kemur til mín til að panta sér þjónustu er það oftast barnið sem sér um samskiptin. Þessi börn eru allt niður í leyfi ég mér að segja 6 ára og upp úr.
Hef stundum verið að velta því fyrir mér hvort þessu litlu börn nái að koma því sem ég er að segja þeim rétt til foreldra sinna....En það er ekki mitt mál að hafa áhyggjur af....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)