Er ég skarpari en skólakrakki?

 

Það hefur varla farið framhjá þér lesandi góður að nú er í sýningu þáttur á Skjá einum sem heitir  Ertu skarpari en skólakrakki. Í þættinum eru yfirleitt tveir sem komast að til að svara spurningum með aðstoð 5 skólakrakka sem hafa sérþekkingu í ákveðnum greinum, ein er góð í stærðfræði, annar í norrænni goðafræði og svo framvegis.

Ég verð nú að segja að margar af þessum spurningum eru erfiðar, en það virðist vera frekar auðveltað labba út með 200 þúsund krónur, þó svo að maður hafi notað öll svindlin - svindlin eru: að fá aðkíkja, herma eða bjarga. Mér finnst það best þegar fólk kemur inn og heldur að þetta sé ekkert málog koxar svo á fyrstu spurningunni og kemur með einhverjar afsakanir.

Þessi þáttur er hin ágætasta afþreying og ég er nokkuð viss um að ef ég færi í þennan þátt að ég þyrfti að játa fyrir alþjóð að ég sé ekki skarpari en skólakrakki Whistling

apple%20w%20worm%2001

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú meira rausið í þér geyið mitt, þetta er bráðskemmtilegur þáttur fyrir alla fjölskylduna, ég teipa hann ef ég er ekki heima við.

Brúsi (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband