Kvöldsæla

 

Velkomin að viðtækjunum dúllurnar mínar. Ég heiti Aðalbjört Bekk og ætla að vera með ykkur næstu 2 tíma. Í kvöld fæ ég til mín 2 góða gesti. Þeir eiga það sameiginlegt hafa brennandi áhuga á loðdýrarækt. Nú, ég mun einnig spila seiðandi tóna í bland við þokkafulla sígaunatónlist. En við byrjum á þessu lagi en þetta er sígaunasmellur með Deniz Seki. Gjörið svo vel og tjúttið svolítið með þessu.

 

 

 Þetta lag minnir mig alltaf á þann tíma þegar ég var með honum Roberto....en það er nú saga sem ekki verður sögð hér og nú. En ég vona að þið hafið haft gaman af þessu lagi. En fyrsti gesturinn minn er mættur í stúdíóið til mín. Þegar hann var tvítugur varð hann fyrir fólskulegri árás frá smáhundi og hefur hann enn ekki náð sér að fullu andlega séð. Hann heitir Olgeir og Hrafnsson.

Vertu velkominn Olgeir, hvernig líður þér í kvöld? Ég verð nú að viðurkenna að mér líður ekki vel þessa stundina. - Nú? vegna hvers? Ég sé að þú ert með ljósmynd af smáhundi hérna á borðinu, hún truflar mig, væri til að leggja hana til hliðar svo ég sjái hana ekki?   Gvöð! Fyrirgefðu, ég læta hana bara niður í töskuna mína, afsakaðu mig.

Snúum okkur að loðdýraræktinni, hvað ertu búinn að vera í þeim branza lengi?  Það eru alveg um 20 ár, ég byrjaði með þetta í kjallaranum heima hjá mér en þurfti fljótlega að finna mér annað húsnæði, foreldrum mínum þótti bölvuð ólykt af þessum dýrum. -Þar sem ég var ungur og átti lítið fjármagn vann ég fyrir mér við að flá dýr fyrir aðra í faginu. Eftir að ég komst í stærra húsnæði fóru hjólin að snúast og sel ég nú skinn um allan heim og lifi góðu lífi, jájá. Svo hef ég verið að semja svolítið. - Núh, lát heyra, ég er viss um að þjóðin vilji fá að heyra frá þér.  Þá það......ég samdi þetta fyrir 10 árum og er einhvern veginn á þessa leið.

Spenntur,hræddur,grimmur

verst með kjafti og klóm

slægur drepur

Blóði væta vill góm

Þú ert skáld! Það er bara ekki flóknara en það, eigum við að fá hlustendur til að hringja inn og segja álit sitt? Gerum það........og allar línur er rauðglóandi.
- Þú ert í beinni útsendingu í þættinum kvöldsæla, hvað finnst þér um ljóðið hans Olgeirs?
- Ha? ljóð? Ég heyrði ekkert ljóð,ég vild bara biðja um óskalag, Riddari götunnar........
- ehm.......já, við erum ekki að taka við óskalögum núna, vertu bless. Fáum næsta.
- Nei sæl og bless Aðalbjört, mikið er ég oft búinn að reyna að komast að í þættinum þínum! Ég er nýkominn úr gymminu og flýtti mér heim til að hlusta á þig, var frekar seinn og hefði þurft að fara á klósettið en ég ákvað að halda í mér út þáttinn, gott væri ef að næsta lag yrði frekar langt svo ég geti skotis í pissupásu. Hvað varðar ljóðið fanst mér það ekkert spes...og takk fyrir bless

Nú, ég vil þakka þeim sem hringdu inn og vil um leið þakka Olgeir fyrir komuna til mín í kvöld. Nú fáum vð að heyra eitt rólegt,



Næsti gestur minn er þjóðþektur íslendingur og þarf varla að kynna en ég geri það nú samt og bíð til mín velkomna Petreu Páls fagurkera. Komdu sæl, þú átt  það nú sameiginlegt með honum Olgeir að þú er hrifinn af feldi og skinnum.
- Jú mikið rétt, ég elska þetta altsaman og klæðist bara pels og engu öðru. Ertu að segja mér að þú sért alltaf nakin undir pelsinum? - já, það er ég, og skammast mín ekkert fyrir það, maður er frjáls eins og fuglinn.

(skyndilega var ústendingu hætt og fréttum hleypt að, og ekkert heyrðist meira af þættinum)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

hva... snubbótt endalok...

sjálf klæðist ég aldrei pels eða feld.. bara venjulegum  fötum, en ég er samt eins og Petrea Páls, alveg allsnakin undir fötunum

Guðríður Pétursdóttir, 22.11.2007 kl. 00:46

2 identicon

Skemmtilegur þáttur þetta meira sona.

Brúsi. (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 07:52

3 Smámynd: Vignir

já Guðríður, við erum öll eins og Petrea Páls þ.e.a.s. fyrir utan pelsinn ;-)

Vignir, 22.11.2007 kl. 07:58

4 Smámynd: Guðfinnur Þorvaldsson

Áhugavert, en leiðinlegt hve snaggaralega var slökkt á henni grey Petreu :(

Guðfinnur Þorvaldsson, 22.11.2007 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband