Færsluflokkur: Dægurmál

Dagbók útigangsmanns

Elskulega dagbók...

Að vakna í morgun var eins og að fá blauta tusku í andlitið....Rögnvaldur í næsta pappakassa vaknaði með svo miklum látum að vatnið sem hafði safnast saman um nóttina skvettist allir yfir á mig, þar sem ég lá í mesta sakleysi. Eftir að hafa hreytt í hann nokkrum vel völdum fúkyrðum fór ég að huga að verkefni dagsins - að redda spíra fyrir helgina.

Ég hafði frétt af landasala sem hélt sig til í húsasundi ekki langt frá hegningarhúsinu (ég veit, skrítin staður til að stunda slíka iðju...) Hann er víst að lenda lítrinn á 1000 kr. og skrítla verður einn að fylgja, því hann hefur svo gaman af því. Það gengur yfirleitt vel hjá mér að aula út úr mér einhverjum ósóma, fæ altjént minn spíra, og ekki kvarta ég yfir því.

Það koma tíma sem ég hugsa um að bæta mig, hætta þessu bulli, fá mér vinnu - ég er tilbúinn í allt! Allt segi ég....en það eru fáir sem vilja ráða drykkjumann sem hefur verið blautur frá unglingsárum. Tennurnar brunnar og fingur gulir af miklum reykingum. Væri helst til í að komast eitthvert út á land, á góða vertíð. Ég held það bara...svei mér þá. Fá að svitna við vinnu, ekki hlaup undan lagana vörðum. Skil ekki afhvejru maður má ekki skvetta úr skinnsokkinum utandyra þegar kallið kemur. Fólk í dag eru hinar mestu teprur upp til hópa.

Nóttin sem á víst að vera svakalega menningarleg var nú um helgina...fuss og svei....gef nú ekki mikið fyrir það. Fólk um allan bæ eins og sardínur í dós, drekkandi frá sér allt vit - og hafa ekki einu sinni rænu á að bjóða mér sopa! Fólk gaukar að manni einstöku athugasemd um hvort það sé ekki kominn tími til að bæta ráð sitt og taka aðeins til.....Langar mest til að segja því fólki að fara til Satans.

Ég er loksins laus við lúsina úr helvítis hausnum. Það er nú meiri vargurinn, þessi fjandans lús. Þetta er árelgur viðburður hjá okkur öllum, skrattakollurinn hann Svenn kemur með þetta með sér frá útlandinu. Botna ekkert í því hvernig hann hefur efni á að fara erlendis á hverju ári..held hann eigi velstæðan son..

Þegar ég rita þessi orð sit ég á bekk í Kringlunni. Þeir leyfa mér enn að hafast við hérna þegar veðrið er ekki upp´á marga fiska. Ég er heppinn....öryggisvörðunum er ekki vel við okkur útigangs fólkið. Sjá þessa ofdekruðu krakka út um allt. Ég á engin börn. Sakna þess ekki.Allt of mikil fyrirhöfn.

Jæja, nú á að fara að loka Kringlunni og ég verð víst að fara. Hendi bréfinu í póst og sendi til Hróðmars frænda. Hann er svo góður að halda úti fyrir mig að pikka þessa vitleysu mína í tölvuna sína sem hann síðan varpar á bloggsíðuna mína.

Bless í bili. 

 


Verkefni

Verkefni dagsins

 

·         Semja besta lag í heimi

·         Undirbúa framboð til forseta Íslands

·         Finna lækningu við alnæmi

·         Hanna nýjan GSM síma

·         Semja við Universal um útgáfu á nýju plötunni minni

·         Ráða konu til að þrífa heima hjá mér

·         Búa til nýtt tungumál

 

Svo held að ég fái mér bara pylsu og kók eftir þetta......


Myndataka nr. 2

 

Jæja, þá er ég búinn að fá aðra mynd úr tökunni, set hana inn Wink

 

Vignirsimamynd

smella á myndina ef þú vilt sjá hana stærri


Hvar ertu hlíf?


Hnuss.....ég segi nú ekki farir mínar sléttar frá gærdeginum..onei...Þar sem bíllinn minn var skítugri en samviska Haarde ákvað ég að tríta hann með því að þvo hann. Eftir vinnu þá fór ég með hann í kópavoginn þar sem Löður er með sjálfvirka þvottastöð. Stöðin er ekki með kústum heldur eru bara háþrýstidælur sem sá um þrifin. Glaður straujaði ég kortið fyrir 2100 kr, settist svo inn í bílinn og ók inn í stöðina. (já, maður á að vera í bílnum þegar hann er þveginn)
 
Þegar ég keyrði inn í stöðina og stöðvaði bílinn þegar þar til gera ljósið logaði fann ég strax sterka lykt sem kom inn í bílinn. Smá tími leið og loks hófst þvotturinn. Allt fór vel af stað og ég sáttur - hlustandi á útvarpið í góðum gír. Þvotturinn kláraðist og þurrkarinn sá um að þurrka bílinn eftir baðið. Semísáttur með þviottinn keyrði ég út. Fyrir einhverja rælni ákvað ég að stoppa í bílastæði og labba einn hring - og þá sá ég það...........
 
Haldiði ekki að helv"#$"#% vélin hafði hreinlega smúlað burt hlífinn sem er yfir bensínlokinu!  .....já hlífin fór af! Ég trúði þessu varla og leit í kringum mig, því kannski væri hún nálægt bílnum. Sá ekki neitt. Ákvað þá að fara inn í stöðina til að leita. Þar var komin kona sem var að greiða fyrir þvott. Ég sagði henni raunasöguna mína og fór inn í þvottastöðina. Fann ekki neitt...jú, helv$$%" vélin hafði rifið af rúðuþurrku! Ég bjóst við því að hún væri af mínum bíl og bölvaði stöðinni, í hljóði auðvita. Konan var mjög almennileg og hjálpaði mér að leita......en allt kom fyrir ekki.  Hlífin mín er týnd....Svekktur fór ég aftur í bílnn með rúðuþurrkuna í hendinni og sá þá að hún var ekki af mínum bíl. Fór glaður með hana inn aftur og setti á bekk.
 
Þar sem ég var ekki nógu ánægður með þvottinn ákvað ég að stoppa í Hveragerði til að þrífa hann betur. Fyrst þá pumpaði ég í eitt dekk og sá að kústarnir voru tengdir. Ég lagði bílnum og sápaði hann. Hrifsaði svo kústinn af ,,snaganum,, sínum og skrúfaði frá. Tek það fram að það var 4 gráðu hiti. Ekkert vatn kom......pirraður þá gekk ég að bensínstöðinni....EN NEI, það var búið að loka!  Með bílinn allan í sápu ákvað ég að fara á hina stöðina og þar var sama sagan....ekkert vatn..En sem betur fer var mjög fínn maður sem vann á stöðinni sem leyfi mér að koma með bílinn fyrir framan stöðina, þar hafði hann slöngu og kúst....sápan fór af og ég keyrði heim....
 
Skemmtilegur dagur..... 

Helvítis okur......!


Um daginn, áður en ég fór heim frá Guffa og Röggu, ákvað ég að stoppa í Olís. Ekkert merkilegt með það....Mig langaði svo í einn snakkpoka. Ég lagði bílnum og stökk inn. Var ekki lengi að ramba á snakkrekkann og greip pokann, sem mig var búinn að langa í allan daginn. Þreytulegur unglingsdrengur tók við snakkpokanum og skannaði hann inn...bíp.....Svo sagði hann upphæðina....Í fyrstu hélt ég að hann hefði lesið vitlaust þannig að ég sagði ,,ha?,, hann endurtók upphæðina ,,859 kr.,,
 
Hefði ég verið með eitthvað munnvatn í kjaftinum hefði mér líklegast svelgst illilega á því....ég kippti kortinu mínu að mér og tróð því í veskið og sagðist ætla að sleppa þessu, heyrði svo að afgreiðslumaðurinn furðaði sig líka á þessu verði við kollega sinn þegar ég var á leiðinni út úr stöðinni......Snakklaus fór ég í bílinn, bölvandi þessu himinháa verði og mundi svo fyrir einhverja rælni að Hagkaup í skeifunni er opið tventíforseven. Ég þangað og fékk sama snakkpokann á 454 kr. splæsti í leiðinni á mig hálfum líter af spræti. 
 
Hversu mikið er hægt að okra á almenningi?!? 
 
 
 

,,Sú sem gat,,

 

Finnst það frábært þegar fólk sem komið er á áttræðisaldur tekur til og heimsækir fjarskiptafyrirtækið sem það er í viðskiptum hjá og sækir um ADSL tengingu. Að koma ein og vita hvað hún vill og er að tala um finnst mér vera alger snilld. Sú gamla var orðin þreytt á hinum hægvirka innhringiaðgangi - skiljanlega.

Ég sé ekki ömmu mína gera þetta, að slá inn pin númerið og slysast til að hringja rétt er hennar limmitt - gott samt að hún bjargi sér með ,,litla símann,, eins og  hún kallar hann.

grandma

,,ein gömul cyberchick,,


áðan, þá lagði ég mér til munns....

Grænt kittkatt! og ef trúir mér ekki að þá er ég með mynd af því hér Pinch

 

 

IMG00145
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Eyrún sendi mér ýmislegt góðgæti frá Tokyo Wink
 

Myndir af mér þegar ég var lítill :o)


Valli gróf þessar myndir upp hjá pabba sínum og sendi mér Wink 
 
Mynd020
 
Mynd022Mynd021

Hvar ertu?

 

Á leiði minni í vinnu í morgun þá fór ég að hugsa - já ég geri það nú stundum.....Pinch Ég man ekki hvenar ég mætti lögreglu eða hreinlega sá löreglu við löggæslustörf í langan tíma...Hvar er lögreglan? Er svona mikill niðurskurður hjá þeim? Er ég sá eini sem hefur tekið eftir þessu?

logregla


,,ég elska magadans,,

 

Já allt er nú til ..... á leið minni í vinnuna í dag sá ég límmiða sem límdur var í afturrúðu á frekar sjoppulegum bíl.

 

Ég hjarta Magadans

 

Þessi tilgangslaus færsla var í boði forsetaframbjóðenda Bandaríkjanna.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband