Helvítis okur......!


Um daginn, áður en ég fór heim frá Guffa og Röggu, ákvað ég að stoppa í Olís. Ekkert merkilegt með það....Mig langaði svo í einn snakkpoka. Ég lagði bílnum og stökk inn. Var ekki lengi að ramba á snakkrekkann og greip pokann, sem mig var búinn að langa í allan daginn. Þreytulegur unglingsdrengur tók við snakkpokanum og skannaði hann inn...bíp.....Svo sagði hann upphæðina....Í fyrstu hélt ég að hann hefði lesið vitlaust þannig að ég sagði ,,ha?,, hann endurtók upphæðina ,,859 kr.,,
 
Hefði ég verið með eitthvað munnvatn í kjaftinum hefði mér líklegast svelgst illilega á því....ég kippti kortinu mínu að mér og tróð því í veskið og sagðist ætla að sleppa þessu, heyrði svo að afgreiðslumaðurinn furðaði sig líka á þessu verði við kollega sinn þegar ég var á leiðinni út úr stöðinni......Snakklaus fór ég í bílinn, bölvandi þessu himinháa verði og mundi svo fyrir einhverja rælni að Hagkaup í skeifunni er opið tventíforseven. Ég þangað og fékk sama snakkpokann á 454 kr. splæsti í leiðinni á mig hálfum líter af spræti. 
 
Hversu mikið er hægt að okra á almenningi?!? 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Þorvaldsson

VÁ! þvílíkt verð! ótrúlegt að segja þetta, en það eru víst til dýrari sjoppur en þessi hérna á stokkseyrinni!

Snorri Þorvaldsson, 24.12.2008 kl. 22:59

2 identicon

Svona er þetta líka hérna heima í sjoppunni! Fáránlegt að geta keypt snakkpoka eða hvaða vöru sem er á miklu minna verði í Kjarval en t.d í sjoppunni! Auðvita velur maður Kjarval þó svo að það sé kannski ekkert ódýrt miða við aðrar verslanir!

annalinda (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband