Færsluflokkur: Sápan

27. Þáttur

 

Í fréttum er þetta helst:

Karlmaður á fertugsaldri fanst nú skömmu fyrir frétti látinn

í Rauðavatni. Maðurinn fannst ekki langt frá bökkum vatnsins en

vegna mikilla þurka hefur yfirborð vatnsins lækkað verulega.

Lögreglan rannsakar nú málið.

 

Ragnheiður sat við morgunnverðarborðið þegar hún heyrði þessa frétt og brá svo mikið að hún frussaði kornfleks special k-inu yfir allt, stökk inn í svefnherbergi og vakti Stefán. Hvað gengur á kerling! ,,Stefán! Ég held að nágranni okkar í höllinni sé dauður!,,

Hvað ertu að bulla kona. Sagði Stefán um leið og hann tók stírunar úr augunum. Við skulum nú ekki áætla neitt strax og vera ekki mikið áberandi næstu daga. Ragnheiður var óróleg og treysti ekki Lafði Pearl 100% en sagði Stefáni það ekki. Dagurinn leið og hjónin voru að drepast úr leiðindum. Þau voru búin að horfa á Ferðalaga Keisaramörgæsanna, báðar Stellu myndirnar og enduðu á Notting Hill sem var í sérstöku uppáhaldi hjá þeim.

,,Mér leiðist Stefán,, sagði Ragnheiður með vælutón. Nú get ég ekki meir kona! gargaði Stefán og reif hana upp úr sófanum og inni í bíl. Í reykjarmekki hvarf bílinn og Ragnheiður vissi ekki hvað sinn heittelskaði ætlaði. Hún spurði og Stefán sagði að nú væru þau á leiðinni með fyrstu vél til Rússlands þar sem hann ætlaði að enda þetta bull fyrir fullt og allt.

 


26. Þáttur

 

Það var farið að skyggja úti og Ragnheiður var óróleg. Þau héldu af stað í átt að höfninni með opinn hug. Stefán var með hugann við Sægreifan því þar fékk hann einu sinni súpu sem hann kolféll fyrir og langaði nú í annan skammt. Ragnheiður hélt nú ekki og héldu þau áfram för sinni.

Mávarnir kepptustu við að garga sem hæst í baráttunni um æti og vildi ekki betur til en að Stefán fékk væna slummu af driti beint á höfuðið honum til mikillar bræði. Hann þurrkaði ósóman af höfði sér og fór að leita að konunni dularfullu.

Sú leit stóð yfir í stuttan tíma því eðal bifreið renndi upp að hjónunum. Bílstjórinn steig út og opnaði fyrir farþeganum. Mikil og þung ilmvatnslykt gaus upp með konunni. Ragnheiður hélt að það væri lykt frá Naomi Campell en var ekki viss. Farþeginn rétt fram hönd og heilsaði hjónunum.

,,Ég vil að þið komið með mér í smá bíltúr,, sagði hún og fór aftur inn í bílinn. Stefán leit á Ragnheiði sem kinkaði kolli og hurfu þau inn í bílinn sem keyrði af stað. Ég heiti Ivanka en kallið mig Lafði Pearl sagði konan og kom sér strax að efninu. ,,Málið er það krakkar mínir að þið eru flækt inn í stóran svikavef hjá Rússnesku mafíunni,, Ragnheiður fór að skæla og hélt að nú yrði hún numin á brott og þyrfti að borða brómber og drekka Vodka sem eftir væri ævi sinnar. 

 ,,Hvernig stendur á því?,, Spurði Stefán með undrunarsvip. Eina svarið sem hann fékk var að hann þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur, þessu yrði reddað fyrir hann.

 

Er mafían í Rússlandi á hælum þeirra? Er Lafði Peral eins góð og læst vera? 

 


25.þáttur


,,Æ, viltu ekki setja þennan slímuga banana í poka Stefán?,, Sagði Ragnheiður með ljótasta svipi sem hún átti til í safninu. Banananum var skellt í poka. Þau tóku eftir því þegar þau nálguðust hús grannana að annar af smáhundunum var úti og hurðin var opin. Ekki sála sást inni í húsinu og fóru Ragnheiður og Stefán að leita að grönnunum en fundu þá ekki. Bílinn þeirra var í bílskúrnum en þau heyrðu eitthvað bank þar inni.

Stefán spurði Rangheiði hvort þau ættu að opna skottið á bílnum, sem þau og gerðu. Þeim til mikillar undrunar var sú fíngerða þar ofan í öll útgrátin og verri ásýndar en þegar þau sáu hana fyrst. Maskarinn allur farinn til fjandans og varalitur á kinn og nefbroddi.

,,Hvar hafið þið verið fávitarnir ykkar?!?,, gargaði sú fíngerða um leið og hún stökk úr skottinu með þeim afleiðingum að hún skall á bílskúrsgólfinu og rotaðist. Hjónin báru hana inn í stofuna þar sem Ragnheiður helti úr stærðar vatnsglasi yfir hana alla. Sú aðgerð heppnaðist fullkomlega og sú fíngerða fór að átta sig á hlutunum.

,,Þeir tóku manninn minn,, sagði hún og fór að skæla eins og smástelpa og tók í rándýru skyrtuna hans Stefáns og snýtti sér í ermina Stefáni ekki til mikillar gleði. Ragnheiður ætlaði að fara sýna henni bananann en kunni ekki alveg við það á meðan sú fíngerða var í uppnámi. í fyrsta skipti frá því þetta vesen byrjaði ákvað Ragnheiður að hringja í lögregluna og fá hana til að koma á staðinn. Lögreglan kom fljótt og notuðu hjónin tækifærið til að yfirgefa litlu taugahrúguna.

Bananinn var mjög sveittur í pokanum kraminn. Bitfarið var ekki lengur eins greinilegt. Skyndilega hljómaði þemalagið úr Friends og Ragnheiður svaraði. Hún kannaðist við þessa djúpu viskírödd. Hún tók við fyrirmælum og skellti á. Stefán var forvitinn og spurði hver þetta hefði verið. ,,Þetta var dularfulla konan sem við hittum um daginn, hún er með upplýsingar um Herra Fleyg og vill fá að hitta okkur sem fyrst á Sægreifanum, hún endaði samt símtalið með því að segja okkur að koma vel klædd.

Er húsbóndinn nær dauða en lífi? Hvað verður um þá fíngerðu? Mun Stefán freistast til að fá sér humarsúpu á Sægreifanum?


24.Þáttur

 

Þykkan vindlareyk lagði yfir stofuna sem hafði svæfandi áhrif á Ragnheiði. Hún þurfti reglulega að fara útfyrir og fá sér ferskt loft.

Húsbóndinn hóstaði og matarleifar komu í kjölfarið. Hann stakk svo upp á því að næst þegar sá dularfulli, Herra Fleygur mundi láta að sér kveða mundu þau hittast og bera saman sínar bækur.

Þau þurftu ekki að bíða lengi því Ragnheiður fékk símhringinu og á símanum stóð að það væri leyninúmer. Sú fíngerða stökk upp úr sófanum og hrifsaði af henni símann og svaraði æst og móð.  ,,Nú hættir þú þessu ógeðs viðbjóðurinn þinn,, ,,pervert,,!

Smá bið var og loks sagði lítil rödd, er þetta síminn hjá Rangheiði? Þetta var ekki Herra Fleygur heldur var þetta húshjálpin hjá Ragnheiði og Stefáni. Ragnheiður afsakaði framkomu þeirra fíngerðu. Þvottavélin hafði lekið og allt var á floti. Hjónin flýttu sér heim.

Inni í þvottahúsi var allt á floti og niðurfallið hafði ekki undan vatnsflauminum. Hjónin voru rennblaut í fæturna og fóru að ausa vatni út. Þegar pollurinn var orðin lítill sá Ragnheiður rétt við niðurfallið hálf étinn banana. Hún tók hann upp og virti hann fyrir sér í smástund og sá  einkennilegt bitfar sem hún kannaðist ekki við. Stefán fékk að sjá bananann og lagði til að þau færu með hann til grannans, sem þau og gerðu.

 

Geta grannarnir borið kennsl á bitfarið furðulega? Er Stefán með ofnæmi fyrir bönunum?  


23. Þáttur

 

,,Oj bara Stefán!,, Það rotin rófa í pakkanum! Fleygðu henni!

Það sem það var mjög heitt úti þennan dag magnaðist lyktin upp. Stefán grýtti rófunni út á götu en fékk í leiðinni tæjur af henni sem lentu í munni hans, sem orsakaði bæði upp og niðurgang. Þegar Stefán hafði jafnað sig á þessu dæmi ákváðu hjónin að fara yfir til grannana í númer 16.

,,Sjáðu Stefán, þau eru með marmara - ég vil fá svoleiðis!,, sagði Ragnheiður með frekjutón. Stefán anzaði ekki sinni heittelskuðu og bankaði, þéttingsfast. Dágóð stund leið þangað til fíngerð kona í hlébarðaslopp kom sjúskuð og bauð þeim góðan dag með rámri viskírödd.

Hjónin komu sér beint að efninu og spurðu hvort þau hefðu fengið einhverjar hótanir eða furðuleg bréf síðustu daga en fátt var um svör á þeirri fíngerðu. Vandræðaleg þögn varð þangað til að maður hennar kom til dyranna, vægast sagt sjöbbí og spurði hvern andskotan þau vildu inn á sína einkalóð.

 Með kökkinn í hálsinum spurði Stefán hvort þau hjónin mættu koma inn til að ræða málin. Eftir smá tiltal voru þau komin inn. Húsið var íburðarmikið og allt það flottasta og besta valið. Mikið drasl var í húsinu og þurftu Stefán og Ragnheiður að sparka frá sér drasli til að komast leiða sinna inn í stofuna. Tveir smáhundar sváfu vært í einum stólnum en vöknuðu þegar gestirnir komu inn og byrjuðu að gelta án afláts. ,,Þaggaðu niður í þessum rökkum kerling!,, gargaði geðstirði húsbóndinn á þá fíngerðu. Hún gekk að hundunum, reif þá harkalega upp og henti þeim inn í þvottahús þar sem þeir héldu áfram að gelta.

Þegar friður var kominn á bauð húsbóndinn hjónunum í glas, sem þau þáðu. Stefán fór að spyrjast fyrir um þetta dularfulla mál. Eftir miklar og heitar umræður komust þau að þeirri niðurstöðu að þau hefðu lent í því sama og hugðust ætla að klekkja á krimmanum.

Hvaða taka hjónin til bragðs? Er allt með feldu hjá grönnunum ?


22. Þáttur

 

,,Mér finnst þessi kanína skuggaleg, hún starir bara á mig!,, Sagði Ragnheiður áður en hún beygði sig niður til að ná í pakkann, hikandi þó. Þau störðu á pakkann í dágóða stund og veltu því fyrir sér hvort þau ættu yfir höfuð að opna pakkann en þar sem forvitnin var að drepa þau var pakkinn rifinn upp.

 Þau hefðu betur sleppt því. Mikil lykt gaus upp úr pakkanum sem fékk þau bæði til að selja upp, á hvort annað. Þegar þau voru loks búin að jafna sig á þessu og skipta um föt litu þau í pakkann og sáu þar umslag. Á umslaginu stóð  Rotnið í Helvíti  sem olli Ragnheiði talsverðum áhyggjum.

Umslagið var rifið upp og lesið hratt yfir. Þegar Stefán hafði lesið bréfið þurfti hann að leggjast niður í grasið vegna þess að hann hló svo mikið. Ragnheiður var auðvita mjög forvitin og spurði trekk í trekk hvað væri svona fyndið en fékk engin svör fyrr en Stefán hafði jafnað sig.

,,Þetta bréf átti að fara til nágrannana!,, sagði hann og byrjaði aftur að hlæja eins og brjálæðingur. Þeir hljóta að vera í jafn slæmum málum og við, ef ekki verri!

,,og finnst þér það fyndið?!?,, sagði Ragnheiður og var orðin frekar æst. Hún stakk upp á því að þau færu yfir til góða grannans og spyrja hvað væri á seiði.

 

Er granninn í djúpum skít? Hvað lyktaði svona illa?


21. Þáttur

 

Stefán vaknaði við það að Ragnheiður var að löðrunga hann trekk í trekk! ,,Hvað ertu að gera kona!,, æti hann og greip um hönd konu sinnar. ,,Æ, ég hélt bara........æ......hélt að þú værir dauður eða eitthvað......,,  Ragnheiður vissi að hún hljómaði eins og versti fáviti og reyndi að kæta Stefán með að bjóða honum fullorðins nudd, sem hann þáði.

Eftir mikið havarí og brölt fóru hjónin úr eldhúsinu og færðu sig í svefnherbergið þar sem þau sváfu vært.  Nóttin var tíðindalítil og hjónin urðu ekki vör við neinn umgang. Klukkan 6 um morguninn dró til tiðinda Reflex með Duran Druan ómaði í herberginu. Farsími Stefáns hringdi. Hann bölvaði símanum en svaraði svo, fékk þau skilaboð að kíkja útfyrir því þar væri glaðningur.

,,Varst þú að taka þátt í einhverjum leik Ragnheiður?,, Hún var fljót að segja nei og hneykslaðist á þessari spurningu. Hjónin fóru til dyra og sáu þar lítinn bleikan pakka með miklu skrauti. Á pakkanum hékk lítil Kanína (bangsi auðvita) Kanínan var með merkimiða um hálsinn og á honum stóð.

Í þessum pakka er ávísun á mikla hamingju!

Athugið samt að henni fylgir mikil ábyrgð og notið því hana í neyð!

Verið við öllu búin!

 

Er sprengja í pakkanum? Þora hjónin að opna hann?


20. Þáttur

Við höldum áfram þar sem frá var horfið...

 

 ,,Gangið þið að tilboðinu?,, spurði dularfulla konan um leið og hún blés frá sér þykkum reyk.

,,við ætlum að hugsa okkur um,, sagði Stefán. Hjónakornin gegnu svo að bílnum og ræddu sín á milli hvað þau ættu að gera og komust að þeirri niðurstöðu að þiggja aðstoðina frá kvendinu. Þau snéru við og rétt náðu að stöðva bílinn.

,,þetta mun kosta ykkur 1 milljón,, Stefán samþykkti þetta með miklum trega og þau gengu aftur að bíl sínum.  Ragnheiður bað Stefán vinsamlegast að skutla sér heim með hraði því Despó var að fara að byrja, eins og hún orðaði það. Bóndinn ákvað að verða við bón konu sinnar og steig fast á bensíngjöfina. Hann áttaði sig þó ekki á því að hann var kominn 170. Blá ljós og sírenuvæl heyrðist og Stefán leit í baksýnisspegilinn og sá þá lögreglubifreið.

Hann bölvaði og muldraði eitthvað í bringuna sem að Ragnheiður skyldi ekki. Aston martin bifreiðin stöðvaðist í kantinum og lögreglumaðurinn bankaði fast á rúðuna sem að gerði Stefán enn reiðari. Rúðan fór niður og Stefán byrjaði að æsa sig. Það fór ekki vel í yfirvaldið og endaði Stefán í aftursæti lögreglubifreiðarinnar. Leiðin lá niður á stöð þar sem skýrsla var tekin af honum.

Ragnheiður fór niður á stöð þar sem að hún beið eftir bónda sínum í næstum klukkustund. Loks birtis Stefán þrútinn og rauður í framan og sagði sinni heitt elskuðu að hann hefði misst prófið og fengið svimandi háa sekt sem hann auðvita greiddi á staðnum. Ragnheiður stakk upp á því að þau hjónin færu í dekur á Nordica eftir allt þetta vesen. Sem þau og gerðu.

Þegar heim var komið áttaði Ragnheiður á sig að hún hefði misst af despó, og var hún ekki sátt með það. Síminn hennar hringdi og var það vinkona hennar Úrsúla. Hún bauð henni að koma í heimsókn þar sem að hún þurfti að ræða við hana um hin ýmsu mál, aðallega karla mál. Ragnheiður þáði heimboðið og dreif sig út án þess að láta Stefán vita sem var önnum kafinn í að leita að einkabílstjóra til að transporta sér um bæinn.

Klukkan var að nálgast eitt þegar Ragnheiður kom heim og fann Stefán liggjandi fram á skrifborði sínu. Henni brá svo mikið að hún rak upp skaðræðis öskur!

 

Eru dagar Stefáns taldir? Er Ragnheiður að halda framhjá Stefáni með Úrsúlu? Hver veit?


19. Þáttur

 Veðrið var ekki upp á marga fiska þennan laugardag. Fuglarnir gátu varla flogið um gráan himininn sökum mikils vinds. Einstaka hræða var á stangli og gekk hröðum skrefum. Það var að nálgat hádegi.

Hjónin lágu í rúminu og nenntu engan veginn að takast á við daginn. Þau veltu því fyrir sér að fara út úr höfuðborginni. En fyrst var það fundurinn sem að þeim kveið fyrir. Um 2 voru þau komin á ról og fóru að gramsa í kössum í leit að dulargerfi. Stefán náði að sannfæra Ragnheiði um að fara í gervi. Hún tók það þó skírt fram að Marlin monroe yrði hún ekki.

Því næst sóttu þau bílinn.   ,,skítaveður alltaf hreint hérna á þessu landi,, Sagði Ragnheiður þegar hún var næstum fokin í jörðina í snarpri vindhviðu. Stefán svarði með bors á vör ,,hringjum í vælubílinn,, ,,Hvað er það?,, sagði Ragnheiður frekar pirruð. Stefán nennti ekki að útskýra og þau fóru bílinn út í óvissuna.

,,hættum við þetta,, sagði  Ragnheiður þegar þau voru alveg að koma. Stefán talaði hana til og sagði að þau yrðu að ljúka þessu í eitt skipti fyrir öll. Á fundarstað virtist enginn vera á ferli. Þau biðu í dágóða stund þegar þau loksins sá svarta bifreið. Bílinn stoppaði og rúðunni var rennt niður. Út um gluggann steig mikill og þykkur reykur. Fíngerð kona steig út á svörtum pinnahælum. Skimaði svæðið og kveikti sér í sígarettu.

,,Komdu, þetta hlýtur að vera rétt,, sagði Stefán þegar hann opnaði bílhurðina. Ragnheiður fylgdi honum eftir eins og skugginn. Hröðum og ákveðnum skrefum gengu þau að reffilega kvenmanninum. Hún tók niður sólgleraugun og virti hjúin fyrir sér. Skellti sígarettunni í jörðina og lét bílstjórann traðka úr rettunni líftóruna.

 Vandræðaleg þögn var alveg þangað til Ragnheiður spurði hvað erindið væri. Konan, sem enn hafði ekki kynnt sig, sagði að hún væri kominn til að hjálpa þeim að losna við Herra Fleyg. Hún gat ekki sagt á vegum hvaða stofunnar hún væri en lofaði þeim að hún mundi hjálpa þeim gegn vægri þóknun. 

 

Hver er þessi dularfulla kona? Er hún úlfur í sauðagæru? Er gervið að pirra Ragnheiði?


18.Þáttur


Gvöð! Gargaði Ragnheiður með sinni skræku rödd. Hjónin litu á skjáinn á dyrasímanum og sá að gestkomandi hafði spreyjað yfir linsuna þannig að þau sáu ekki vágestinn. Stefán dró djúpt andann og ákvað að opna. Lágt marr heyrðist þegar Stefán opnaði hurðina ofur varlega.
Hann sá ekki nokkurn kjaft og ákvað að ganga aðeins útfyrir.
,,farðu varlega ástarmúffan mín!,, sagði Ragnheiður í panikki.

Skyndilega stökk grímuklæddur maður út úr einum runna, með melspíru í hönd og veittist að Stefáni sem brást við með ókarlmannlegu öskri.Hann rétt náði að hlaupa inn og skella hurðinni í lás. Melspíran skall á hurðinni með miklum látum og braut lítinn glugga sem er á hurðinni.

Ragnheiður var með símann í hendinni hringdi á 112 og tilkynnti hvað hefði komið fyrir. Lögreglan hélt í fyrstu að um grín væri að ræða en sendi svo bíl á staðinn sem kom 15 mín. seinna. Auðvita var árásamaðurinn á bak og burt og Ragnheiður ein taugahrúga í stofunni drekkandi Vermouth frá 1902 og var búin að skella Bowie á fóninn og var að hlusta á Life on Mars. Stefáni var alveg sama þó að spúsan væri að gæða sér á þessum dýra drykk og fékk sér einn henni til samlætis.

Lögreglumaðurinn fékk að heyra það þegar hann loks kom á staðinn. Hann var frekar tortryggin þegar hann hlustaði á frásögn hjónanna og fann vel á andremmu þeirra að þau hefði verið að drekka og grunaði þá að um hjónaerjur hefði komi til kastanna. Hann sagðist ætla að láta ómerktan bíl vera fyrir utan að og fylgjast með mannaferðum í nánd við húsið.

Stefán panntaði mann á staðinn til að laga brotna gluggann. Þau fóru snemma undir fiður um kvöldið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband