25.þáttur


,,Æ, viltu ekki setja þennan slímuga banana í poka Stefán?,, Sagði Ragnheiður með ljótasta svipi sem hún átti til í safninu. Banananum var skellt í poka. Þau tóku eftir því þegar þau nálguðust hús grannana að annar af smáhundunum var úti og hurðin var opin. Ekki sála sást inni í húsinu og fóru Ragnheiður og Stefán að leita að grönnunum en fundu þá ekki. Bílinn þeirra var í bílskúrnum en þau heyrðu eitthvað bank þar inni.

Stefán spurði Rangheiði hvort þau ættu að opna skottið á bílnum, sem þau og gerðu. Þeim til mikillar undrunar var sú fíngerða þar ofan í öll útgrátin og verri ásýndar en þegar þau sáu hana fyrst. Maskarinn allur farinn til fjandans og varalitur á kinn og nefbroddi.

,,Hvar hafið þið verið fávitarnir ykkar?!?,, gargaði sú fíngerða um leið og hún stökk úr skottinu með þeim afleiðingum að hún skall á bílskúrsgólfinu og rotaðist. Hjónin báru hana inn í stofuna þar sem Ragnheiður helti úr stærðar vatnsglasi yfir hana alla. Sú aðgerð heppnaðist fullkomlega og sú fíngerða fór að átta sig á hlutunum.

,,Þeir tóku manninn minn,, sagði hún og fór að skæla eins og smástelpa og tók í rándýru skyrtuna hans Stefáns og snýtti sér í ermina Stefáni ekki til mikillar gleði. Ragnheiður ætlaði að fara sýna henni bananann en kunni ekki alveg við það á meðan sú fíngerða var í uppnámi. í fyrsta skipti frá því þetta vesen byrjaði ákvað Ragnheiður að hringja í lögregluna og fá hana til að koma á staðinn. Lögreglan kom fljótt og notuðu hjónin tækifærið til að yfirgefa litlu taugahrúguna.

Bananinn var mjög sveittur í pokanum kraminn. Bitfarið var ekki lengur eins greinilegt. Skyndilega hljómaði þemalagið úr Friends og Ragnheiður svaraði. Hún kannaðist við þessa djúpu viskírödd. Hún tók við fyrirmælum og skellti á. Stefán var forvitinn og spurði hver þetta hefði verið. ,,Þetta var dularfulla konan sem við hittum um daginn, hún er með upplýsingar um Herra Fleyg og vill fá að hitta okkur sem fyrst á Sægreifanum, hún endaði samt símtalið með því að segja okkur að koma vel klædd.

Er húsbóndinn nær dauða en lífi? Hvað verður um þá fíngerðu? Mun Stefán freistast til að fá sér humarsúpu á Sægreifanum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband