Færsluflokkur: Sápan
25.5.2007 | 14:55
17. þáttur
Aðgerðin á klósettinu gekk fljótt fyrir sig og velti Ragnheiður því fyrir sér hvernig best væri að framkvæma lestur dularfulla miðans. Lendingin var sú að þvo hann, ofur varlega samt.
Miðinn fékk svo að þorna á meðan Ragnheiður tjáði bónda sínum um gang mála. Bæði voru þau mjög spennt að sjá hvað stæði á miðanum góða. Eftir um klukkustund ákváðu þau að kíkja á miðann.
Ef að þið viljið lifa lengur
skuluð þið koma niður
að höfninni á miðnætti
næsta laugardag
,,Stefán? Hvað þýðir þetta?,, spurði Ragnheiður og var við það að bresta í grát ,, ég sem hélt að þetta væri að taka enda! ég fríka út!,,
,,Slakaðu á kona!,, Við skulum nú samt fara þarna, við dulbúum okkur og tökum bílskrjóð systur þinnar. Hvernig líst þér á það?,,
,,Síðast þegar ég fór í gervi var það ekki að gera sig!,, Ragnheiður roðnaði í framan og í framhaldi spurði Stefán hvenær hún hefði síðast farið í dulargervi. Hún ákvað þá að segja Stefáni frá samskiptum sínum við Herra Fleyg.
,,Ég held að við ættum að hafa samband við lögregluna, þetta er komið út í algert bull!,, sagði Stefán og studdi vísifingri á takkana á símanum. Allt í einu var barið á útidyrahurðina, þéttings fast og dimm rödd sem gargaði eitthvað óskiljanlegt.
Hver er fyrir utan? Er það kaldrifjaður morðhundur?!? eða skátastelpa? Hver veit?
Komist að því í næsta þætti.
Sápan | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.5.2007 | 11:43
16. Þáttur
Ragnheiður gekk út úr búningsklefanum í átt að veitingaaðstöðunni. Velti fyrir sér í smá stund hvað hún ætlaði að fá sér og lendingin var prótíndrykkur með ananas og kirsuberjabragði.
Stefán kom frekar seint og var Ragnheiður búin með drykkinn, sem henni fannst ekki góður. Umferðin var þung og gekk hægt fyrir sig. Það kom sér mjög illa fyrir Ragnheiði þar sem hún fann að eitthvað var á seiði í þörmunum og þurfti nauðsynlega að komast á næsta klósett sem fyrst.
Hún tjáði Stefáni þetta og brást hann við með miklum hrossahlátri. Hann hefði ekki átt að hlæja því Ragnheiður brást illa við og löðrungaði hann. Stefán tók því ekki illa og reyndi að smokra rándýru bifreið sinni áfram.
,,Ég get ekki meir!,, gargaði Ragnheiður sem henti sér aftur í og hægði sér þar í innkaupapoka með tilheyrandi hljóðum og lykt. ,, Ertu ekki að grínast kerling!,, gargaði Stefán og var ekki sáttu með gang mála - ,,Þú gerir þetta ekkert!, þessi lykt á eftir að vera hérna í langan tíma!,,
Stefán opnaði alla glugga og blæjan fékk einnig að fara niður. ,, Með hverju á svo að þurrka?,, spurði Stefán og glotti við tönn. Æ, góði besti haltu kjafti og flýttu þér heim!
Loks komu þau á leiðarenda og var fyrsta verk Ragnheiðar að stökkva upp á klósettið. Í óðagoti fann hún ekki pappír og leitaði í vösunum. Fann þar snifsi sem hún notaði. Þá rann upp fyrir henni að miðinn sem hún notaði var það sem hún átti eftir að lesa! Hún bölvaði sér í sand og ösku.
Hefur Ragnheiður það í sér að reyna að lesa á miðann? Er Stefán að plana heitt stefnumót?
Sápan | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.5.2007 | 08:48
Lífið er lotterí
Lífið er lotterí
1. þáttur
1 25 36 9 15 og bónustalan er 3..... Erum við rík elskan? Bíddu........ er að fara yfir miðann....Mikið væri gaman að vinna stóra pottinn svo rétt fyrir jólin! Elskan, það er svolítið sem ég þarf að segja þér... VIÐ FOKKING UNNUM !!! OMG ! OMG !OMG ! ertu ekki að fokka í mér?!?! Nei,sjáðu bara! Stefán...., við erum Rík! OMG !
Þannig hefst sagan af þeim Stefáni og Ragnheiði. Þau eru ungt par sem býr í lítilli kjallaraíbúð á Skólavörðustíg. Ragnheiður er að læra hárgreiðslu en Stefán er dagskrárgerðarmaður á ónefndri stöð. Þegar þau áttuðu sig á hvað hefði í raun og veru gerst fóru þau að hugsa um hvernig þau ættu að eyða þessari fúlgu.
Stefán vildi vera skynsamur og setja að minnsta kosti 13 milljónir inn á lokaða bók en Ragnheiður var ekki á þeim buxunum, hún vildi fara og spreða þeim öllum. Parið ákvað að segja engum frá vinningnum, að minnsta kosti ekki allveg strax. Mánuði eftir örlagaríka kvöldið hringdi síminn hjá parinu. Röddin á hinum enda línunnar var rám og dimm.......
Hver er í símanum? Er einhver búinn að kjafta leyndarmálinu ? Eru Stefán og Ragnheiður í vanda?
2. þáttur
Við höldum áfram......
.........uhhhhhhh.....hver er þetta? Spurði Stefán. Ég veit allt um þig Stefán!, hvernig þú náðir að smeygja þér inn í erfðaskrá tengdaforeldra þinna! þú munt ekki verða lengi á því auma plaggi! múhahahahahaha!! Stefán skellti á og svitinn fór að perla af honum - Hver var þetta? þetta var bara einhver söludrusla að reyna að pranga inn á okkur notuðum súsúkí svift! helvíti kræft kvikyndi! - Nú svoleiðis....
Hann ákvað að halda henni í myrkrinu um stund. Vika leið og inn lúguna kom agnarsmátt bréf með angnarsmáu letri. Á bréfinu stóð ,, Æm on tú jú'' Nú fór Stefán að ókyrrast og gat ekki séð að gæti höndlað þessa spennu í augnablikinu og ákvað að skella sér í Laugar. Þegar þangað var komið sá hann ekki hræðu í búningsklefanum. Allt í einu heyrði hann eitthvað þrusk og sá einhverja veru skjótast fyrir horn!
Hver var að læðupúkast þarna? er þetta einhver öfuguggi og viðbjóður?
3. þáttur
Í Laugum
,,Hver er þar á ferð? spurði Stefán með kökk í hálsinum. Ekkert svar kom til baka og fór hann nú að ókyrrast. Allt í einu var allt svart og Stefán sá ekki handa sinna skil. Kaldar krumlur læstu sig um háls hans og náði hann ekki andanum um stund, hann fékk svo þungt högg í magann og köldu krumlurnar slepptu takinu og hurfu með miklum látum. Rafmagnið kom aftur á og ljósin kviknuðu á ný. Í speglinum sá Stefán að á maga hans var búið að festa skilaboð.
Hver voru skilaboðin? Er Stefán að missa vitið ? Er Ragnheiður ólétt? Hver veit!
4. þáttur
Það tók Stefán dálitla stund að átta sig á því sem að stóð á miðanum sem fastur var við maga hans. Á miðanum stóð
,, mundu eftir mjólkinni´´
Stefán var ekki allveg að skilja þetta en ákvað að hætta við að svitna í salnum og fór þess í stað heim til spúsu sinnar. Þegar heim var komið tók steikarlykt á móti honum,
Ragnheiður var að steikja buff og hafði með því kartöflur og grjón. Þú veist ég hata grjón sagði Stefán og hlammaði sér í sófann og kveikti á 60´´ plasmasjónvarpinu. Æ geturðu ekki troðið þessu í þig mannfíla! Eitthvað á þessa leið var heimilisástandið, röfl og tuð allan daginn.
Peningarnir voru farnir að lita sambandið hjá vinum okkar. Enn var kergja í Ragnheiði sem var sífellt að eyða í vitleysu og bull. Það kom svolítið undarlegt fyrir mig í dag í ræktinni ástármúffan mín. Nú? Hvað var það gullið mitt ..eins og mér sé ekki skít sama hugsaði hún.
Einhver tók um kverkar mínar og skildi svo eftir skilaboð á maganum mínum Stefán þoldi ekki lengur þessa dularfullu hluti og ákvað að nú væri tími til að blanda sinni heittelskuðu inn í málin, því kanski gætu þau í sameiningu komist til botns í þessu undarlega máli sem legið hafði þungt á Stefáni. Það var nú skrítið, og veistu ekki hver gerði það ? Nei, en mig grunar að einhver sé að reyna að ná af okkur auðæfunum! Heldurðu það? Hver veit um þessa peninga? Ég hef ekki sagt sálu frá þeim, en þú ?
5. þáttur
Nú þegar Ragnheiður var komin inn í málið var henni ekki farið að lítast á blikuna. - Ég held við ættum að hafa samband við lögregluna, sagði hún hrædd. Stefán hugsagði sig um og sagðist vilja bíða með það, allavega um stund, hann vildi reyna að komast til botns í þessu sjálfur án hjálpar frá salatinu eins og hann kallaði lögregluna.
Tveimur dögum seinna, þegar hjúin voru að horfa á Það var lagið hafði Stefán orð á því að honum þætti Ragnheiður vera farin að bæta á sig. Það endaði ekki vel því hún brást við með skerandi öskrum og bilmings högg lenntu á Stefáni. Það var á þessum tímapunkti sem hann fékk nóg af sinni heitt elskuðu, rauk út úr villunni og inn í Aston Martin bifreið sína. Þar sat hann inni nokkra stund áður en hann keyrði í burt. Það var komið kvöld. Ljósin af mælaborðinu lýstu með veikri birtu í andlit hans. Stefán hugsaði um hvort þetta samband þeirra væri runnið í sandinn.
Hann ákvað að nú væri kominn tími til halda áfram lífi sínu án Ragnheiðar. Heima fyrir var Ragnheiður enn brjáluð og tók á það ráð að þrífa, hún þreif fast og hratt og svitinn fór að perla af henni. Hún var þó ekki í skilnaðar hugleiðingum, ó nei, það eina sem komst að í hennar kolli var að hafa allt sem snyrtilegast þegar vinkonur hennar í saumaklúbbnum Snjáða tvinnanum kæmu að éta og kjafta.
Þoka var farin að myndast og varð þykkari og þykkari. Stefán átti erfiðara að sjá stikurnar. Þannig var það í nokkra stund en á augabragði varð þokan svo þykk að hann sá ekki neitt nema glampann af ljósum bifreiðarinnar. Stefán stöðvaði bílinn og lækkaði í Sting. Skyndilega kom þungt högg aftan á bílinn. Stuttu síðar birtist manneskja sem klíndi andliti sínu við bílstjóragluggann.
Hver er fyrir utan bílinn? Er Stefán slasaður ? Hvernig bregst Ragnheiður við fréttunum frá Stefáni ?
6. þáttur
Drullaðu þér út úr bílnum mannfíla! Stefán þekkti ekki manninn sem öskraði á hann og var maðurinn nú byrjaður að lemja á rúðuna og reyna að komast að Stefáni. Hann rétt náði að læsa bílnum. ,, Ef þú kemur ekki út úr bílnum STRAX þá skýt ég þig! Stefán þorði ekki öðru en drap ekki á vélinni. Hann teygði sig hægt í hurðaropnaran og og togaði í. Maðurinn reif þá upp hurðina, greip í Stefán og dró hann út úr bílnum.
Stefán lenti með andlitið í möl vegkantsins og fann spörkin dynja á búk sínum. Eftir smá stund, sem virtist vera heil eilífð hjá Stefáni heyrði hann að Astoninn var þaninn og snögglega var hann horfinn. Stefán lá hreyfingarlaus í vegkantinum og vonaði að einhver mundi koma honum til bjargar en þar sem þokan var þykk voru ekki miklar líkur á að hann mundi sjást. Svo veikburða var hann að hann gat ekki staðið upp og lá þá í vegkantinum þangð til sólin reis á ný.
Nýr dagur kom með nýum sýnum. Um 50 metrum frá honum sá Stefán bíl ódæðismannins steingrár swift með illa ísettum filmum. Nú var líkaminn kaldur en á undraverðan hátt náði Stefán að koma sér í bílinn. Hann ákvað að hringja úr blackberry símanum sínum en síminn hafði eyðilagst við fallið kvöldið áður.
Heima fyrir var Ragnheiður nývöknuð og alvarlega þunn eftir mikla rauðvínsdrykkju kvöldið áður, klúbburinn fór úr böndum því ein af skvísunum pantaði strippara á svæðið. Með mesta höfuðverk í heimi staulaðist Ragnheiður úr rúminu og fór rakleiðis inn á baðherbergið. Þegar hún kom þangað brá henni all svakalega því á spegilinum var áletrun rituð með blóði!
7. Þáttur
AAAAAAAAAAAAAAA!!!!!!!!!!!!!!!!! STEFÁN!!!!!!!!!! Gvöð minn góður ! Er mig að dreyma eða? Ragnheiður sló sig frekar fast utanundir og fann að sig var EKKI að dreyma og bölvaði sjálfri sér í sand og ösku. Hún brá á það ráð að hringja í manntuskuna sína og segja honum nýjustu fréttirnar. Með ekkasogi studdi hún á tölunar á símanum.
Sónn kom og það byrjaði að hringja en enginn svarði....ekki allveg strax.... Já, hver er þar, var loks svarað með djúpri karlmannsrödd. Stefán minn, ertetta þú esskan, gvöð hvað ég er hrædd! Nei, þetta er ekki Stefán, kallaðu mig Herra Fleyg.Ekki spurja neinna spurninga, fylgdu bara mínum fyrirmælum, oðervæs jú vill bí killd, Bits!
Ragnheiður átti bágt með að skilja enskuna hjá manninum en lagði sig alla fram. Er þetta eitthvað sjúkt grín öfuguggi þinn?!? Því mér finnst þetta bara ekkert fyndið rolan þín! Varst þú í mínum húsum hundinginn þinn? Spurningarnar flugu eins og óðar mýflugur. Hittu mig við kirkjuna sem kennd er við Hallgrím. PRONTO! Hann skellti á og skildi Ragnheiði eftir með eitt stórt spurningarmerki í andlitinu. Nú var hún verulega hrædd og furðaði sig afhverju maðurinn sinn væri ekki kominn heim. Stefán var nú staddur einhvers staðar rétt við Rauðavatn þegar bílskrjóðurinn áhvað að taka upp á því að hætta að vinna og mikill reykur kom undan húddinu.
Stefán blótaði niður í brjóstkassann en ákvað að halda för sinni áfram heim til sinnar ástkæru ilhýru spúsu. Þegar hann var að nálgast hringtorgið kom stór sendiferðabíll á blússandi ferð og staðnæmdist rétt hjá honum. Maður með svarta hettu skaust út og ætlaði að grípa Stefán en varð ekki kápan úr því klæðinu því Stefán hafði enn einhverja krafta eftir svo hann náði að hlaupa og fela sig. Lafhræddur, eftir um klukkustundar bið á felustað sínum hélt hann för sinni áfram. Ragnheiður var á barmi taugaáfalls þegar síminn hringdi skyndilega. HALLÓ; ERTETTA ÞÚ STEFÁN ?
Hvað stóð á speglinum? Er Ragnheiður að missa vitið? Er Stefán SNAR geggjaður?
8. Þáttur
Sólin var að setjast þegar Ragnheiður var komin að Hallgrímskirkju. Þar sem hún var skíthrædd ákvað hún að dulbúa sig....................sem Marlin Monroe..............allavega,Þarna stóð hún og var að baslast við halda pilsunu niðri þegar hún sá stóran frakkaklæddan mann ganga til sín.
Hún ákvað að bíða eftir honum. Falleg kolla, var það fyrsta sem hann sagði. Hlustaðu nú vel. Já herra Fleygur, sagði Ragnheiður með tirandi röddu. Ég vil að þú farir úr landi! En afhverju? Ekki spurja neinna spurninga, hlýddu bara, hlýddu segi ég!
Með þessum orðum lét hann sig hverfa, en eitthvað hefur hann verið að flýta sér út því hann gleymdi að reima skóna sína með þeim skemmtilegu afleiðingum að hann flaug á hausinn! Ragnheiði til mikillar skemmtunar þó svo að pilsið væri stöðugt í andlitinu á henni.
Stefán var ekki viss um hvar hann væri, því hann var hardkor borgarbarn, sem þíðir að hann hafði í mestalagi farið í Hafnarfjörð! Þetta umhverfi var allveg nýtt fyrir honum.. En svo sá hann ljósið í myrkrinu, eitthvað sem hann kannaðist við, Morgunblaðshúsið! Hann staulaðist þangað og fékk að hringja á leigubíl.
9. þáttur
Ragnheiður var nú komin langleiðina heim og enn var múnderingin að gera henni lífið leitt. Hún gekk hröðum skrefum og leit ekki upp frá götunni. Hún var hugsa mikið um eiginmann sinn sem hún hafði ekki séð þó nokkuð lengi.
Stefán beið eftir leigubílnum í stutta stund. Í hlað kom glæsileg svört bifreið, eðal bifreið. Svörtu aftursætis rúðunni var rennt niður og mikil og þúng vindlalykt tók á móti Stefáni. ,,ertþú með svona lillamann eins og ég? sagði rám viskírödd.
Stefán ákvað þá að taka til sinna lúnu fóta en farþeginn náði að hurða Stefán með þeim afleiðingum að hann féll í jörðina. Hann sá svarta glansandi lakkskó koma út úr bílnum. Í þeim var félagi hanns, Torfi. Kom hann skellihlæjandi og rétti Stefáni krumlu sína, sem hann þáði.
Þvínæst fóru þeir félagar af stað niður í bæ og snæddu kvöldverð á Einari Ben. Á meðan þessu stóð var Ragnheiður komin heim og var búin að hringja í Selmu, bestu vinkonu sína, sem var víst á leiðinni. Rjúkandi núðlurnar komu úr örbylgjuofninum og Ragnheiður hlussaði sér í sófann og horfði á Greys anatomi.
Þegar hún hafði lokið við máltíðina tók hún næsta púða í sófanum og hélt honum þétt að sér. Afskræmt hljóð heyrðist allt í einu og Ragnheiður þerraði tárin úr augunum og fór til dyra, það var hryglan hún Selma. ,, Afhverju kemuru svona seint kuntan þín, þátturinn er alveg að verða búinn?!?, æ, mumraði Selma og fór að hágráta. Ragnheiður tók utan um hana og reyndi að hugga Selmu. ,,Oj, slepptu mér lellan þín! gergaði Selma. Ragheiði brá frekar mikið og stökk afturábak. Eftir smá stund fór Selma að skellihlæja! ,, róleg sagði hún svellköld, bara að djóka! Brrrrrah!
Afsakið sagð Torfi, segðu mér eitt Stefán hvernig er bandið? Bandið? Hjónabandið fávitinn þinn! Tjah, það gæti nú alveg verið betra. Æ, það kastaðist allt í kekki þegar við unnum í lottóinu, fjandans lottóinu! Hvernig fannst þér steikin Stebbi? Hún var svona skítsæmó......
Eftir smá rabb yfir koníaksglasi sá Stefán mann sem hann kærið sig ekkert sérlega um að sjá! Það var einn af þeim sem numu hann á brott. Stefán svitnaði og sagðist þurfa að fara á klósettið, að skvetta úr skinnsokknum.
10.Þáttur
Við höldum áfram þar sem frá var horfið..
Stefán gekk hröðum skrefum í átt að salerninu. Svitinn perlaði af enni hanns. Hann hugsaði að nú væri öllu lokið, að hann fengi aldrei að sjá spúsu sína aftur.....sem hann var kannski innst inni ánægður með, en nóg um það.
Þegar hann kom inn á klósettið fór hann strax að leita að útgönguleið, hann sá lítinn glugga sem hann ákvað að skríða út um. Það heppnaðist vel en Stefán áttaði sig ekki á því að hann var á annarri hæð og lét sig gossa niður úr glugganum. Hann lenti á blautri gangstéttinni.
Við höggið vankaðist hann talsvert og var hann þónokkra stund að standa upp og átta sig á hvað hefði komið fyrir. Hann fann fyrir miklum sársauka í höfði og í vinstri fæti. Stefán fann svo blóðbragð í munninum og spýtti úr sér tveimur tönnum. Nú voru góð ráð dýr því farsíminn hans hafði tjaslast talsvert, hann gat ekki með nokkru móti notað hann. Þar sem hann var óralangt frá heimili sínu, og taldi að auki að hann væri í lífsháska ákvað hann að hlaupa að næstu götu og húkka næstu bifreið.
Hann beið í dágóða stund uns hann sá gamlan sítróenbragga sem var stjórnað af einhverjum afdalamanni sem ekki bjó á höfuðborgarsvæðinu og kunni afar takmarkaðar umferðareglur. Stefáni leist ekkert á blikuna þegar sá gamli fór að tala um að hann hefði fyrir löngu misst prófið sökum þess hve geðheilsu sinni hafi hrakað. Það fyrsta sem Stefáni datt í hug var LEIGUBÍLSTJÓRI DAUÐANS!
Ragnheiður var nú komin og búin að kasta af sér kollunni. Í panikki fór hún að henda í tösku einhverjum spjörum í tösku. Hún vildi ekki taka bíl þeirra hjóna heldur hringdi á leigubíl sem kom 10 mín. seinna. Út á keflavíkurvöll strax, emergensí skiluru. Bílstjórinn floraði bílinn og hann hvarf í reikjarmekki. Í leigubílnum hringdi hún og pantaði flugfar til Köben. Hún hafði hugsað sér að fara heim til systur sinnar....
Kemst Ragnheiður á leiðarenda? Er Stefán í djúpum skít? Verður systir hennar heima?úúúúúúúúú......svar í næsta þætti
11.þáttur
Það var skýjað og guggið í kóngsins köben þegar Ragnheiður staulaðist út af flugvellinum. Í annarlegu ástandi ráfaði hún um göturnar og sér til mikillar gleði eða hitt þó heldur brotnaði annar hællinn hennar með þeim afleiðingum að hún datt. Í fallinu náði hún að hrufla á sér vinstri handlegginn illa. Hún stóð ekki strax upp heldur lá í góðar tvær mín. eða þangað til maður af dönsku bergi brotinn rétti henni hjálparhönd. Sá danski hvaðst heita Rasmus. - Djöfull er það týpíst danskt nafn hugsaði Ragnheiður með sér, áður en hún greip í hönd hans.
Á meðan, á Íslandi var Stefán enn í stökustu vandræðum með bílstjóra sinn og reyndi trekk í trekk að fá hann til að hleypa sér út, en allt kom fyrir ekki og hann keyrði enn groddalega. Stefán brá á það ráð að grípa um háls bílstjórans og fá hann þannig til að stöðva. Bíllinn fór að rása á veginum og minnstu munaði að hann færi út af veginum. Eftir þó nokkra stund gafst bílstjórinn upp og fór út í kannt. Okkar maður þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um og henti sér út úr bílnum og lenti í blautu grasinu.
Ragnheiður var nú komin inn á einhverja skítabúllu á Strikinu með þeim danska. Einhver útgáfa af smörrebröð og kruðeríi var á borðinu fyrir framan þau, sem þau höfðu takmarkaðan áhuga á. Að auki var skrítið bragð af kaffinu.,,Hvað verður lengi hér í Danmörk?'' spurði Rasmus með sinni rámu virkírödd. ,,Æ....það er allt í rugli heima á Íslandi, hlutir sem ég nenni ekki að tala um - ég var að velta því fyrir mér hvort þú mundir vilja gera mér einn greiða? ,, Allt fyrir þig'' sagði hann og glotti við tönn. Þá varð okkar nóg boðið, löðrungaði hann og fór út í fússi og ákvað að finna sér tíkallasíma og hringja í systur sína.
Eftir langa leit fann hún loksins síma, á Ráðhústorginu. Hún fann einhverja mynt sem skilin hafði verið eftir í hólfinu og notaði hana.
Stefán vissi ekki alveg hvar hann var en hélt samt að hann væri kominn nálægt Keflavík. Rennandi votur gekk hann meðfram þjóðveginum og beið eftir að einhver mundi taka hann uppí. Það gerðist svo loks, eftir hálftíma gang. Tregur settist hann inn og vonaði það besta. Heppnin var með honum því hann kannaðist við bílstjórann. Þetta var gamall skólafélagi sem hann hafði ekki séð í langan tíma. - Nei sæll, sagði hin forni félagi! Hvað er að frétta af þér? Stefán ákvað bara að hrauna öllum sínum áhyggjum og raunum yfir hann.
Í Kaupmannahöfn var allt með kyrrum kjörum og Ragnheiður var enn ekki búin að fá svar, þegar þolinmæðin var á þrotum var svarað. Í símanum var rödd sem Ragnheiður kannaðist ekki við og því spurði hún hver væri á hinum enda línunnar. ,,Þú veist hver þetta er''! var sagt með röddu sem hún kannaðist allt í einu við! Ert þetta þú herra Fleygur? Sagði hún með titrandi röddu....
Hver er í símanum? Er Stefán enn í vondum málum? Fer bakkelsið illa í magan á Ragnheiði?
12. Þáttur
Stefán spjallaði vel og lengi við sinn gamla kammerat. Enn var hann blautur í fæturna og langt frá heimili sínu. Bárður (félaginn) skutlaði Stefáni heim, heim að dyrum. Heim til sín hafði Stefán ekki komið lengi. Hann opnaði hurðina og var að ýta á hana með afli því mikill póstur hafði safnast fyrir í ganginum. Þegar Stefán var búinn að bölva öllum póstinum fór hann að leita að Ragnheiði. En þar sem hún hafði farið í flýti gáði hún ekki að því að skilja eftir skilaboð handa sínum trygga eiginmanni, sem nú var orðinn frekar áhyggjufullur.
Hann ákvað að hringja í Selmu , bestu vinkonu Ragnheiðar. ,,Selma'' - Sæl Selma, Stefán hérna, heyrðu. Hann var varla búinn að sleppa orðinu þegar Selma fór að hrauna yfir hann, ,, Hvað hefur þú verið helvítis fíflið þitt! þú er svo mikill auli og aumingi að það hálfa væri nóg!
sko....Ragnheiður er alveg að fá upp í kok af framkomu þinn!
Stefán ákvað nú að hætta að hlusta á þessar svívirðingar og spurði Selmu hvort hún vissi hvar Ragnheiður væri. Ég hef ekki hugmynd um hvar hún er og ef ég vissi það mundi ég ekki segja þér það. - fávitinn þinn! Stefán nennti þessu ekki og skellti á.
Hann fór þá á netið og skoðaði heimabanka þeirra hjóna. Hann sá að það hefði verið keyptur flugmiði. Hann hringi til Keflavíkur á flugvöllinn og grenslaðist fyrir um hvert konan sín hefði farið. Þegar hann fékk að vita það var hann ekki hissa á því. Stefán ákvað að panta miða með næsta flugi til Kaupmannahafnar. Hann var heppinn því næsta flugvél átti að fara um kvöldið.
Eftir talsvert stress komst hann á flugvöllinn og fór í vélina. Flugfreyjan spurði hvort hann vildi eitthvað að drekka og jánkaði Stefán því, láttu mig hafa Vermouth, þrefaldan.
Mun Stefán hitta á Ragnheiði ? Er Ragnheiður á villigötum ? Er Selma geðveik?
13. Þáttur
Vermouth, hvar væri ég án þín? Sagði Stefán við sjálfan sig þegar hann horfði ofan í glasið og sá að ísinn var alveg að hverfa. ,, Má bjóða þér annan'' sagði brosmild flugfreyja. Nei takk, hef fengið nóg í bili, en værir þú til í að setjast hérna hjá mér, bara til að spjalla? Tjah, við eigum nú ekki að gera það, en fyrst það er svona rólegt get ég nú tillt mér. Hvað á að gera í Köben? Æj.......það er löng saga að segja frá því en ég hún skal vera sögð.
Einni klukkustund síðar var flugfreyjan orðin frekar þreytt á okkar manni og fór að ókyrrast í sætinu og var að fara að standa upp þegar Stefán spurði hvort hún væri ekki til í að bregða á leik inni á salerni flugvélarinnar. Þessi hugmynd fell vægast sagt í grýttan jarðveg því hún brást við með að slá hann utanundir og að kæra hann fyrir kynferðislegt áreit.
Hún fór og kom til baka skömmu seinna til að tilkynna Stefáni að flugvallarlögreglan mundi bíða efir honum við lendingu til þess að handtaka hann. Hvaða helv%$&$# bull er þetta hreytti Stefán að flugfreyjunni? Hann fann að áfengið var farið að virka, virka vel. Svo vel að hann lognaðist útaf.
Ragnheiður var við það að bresta í grát þegar hún sá kunnulegt andlit. Það var systir hennar. TOBBA !!!!! þetta er'ég ! þekkirðu mig ekki?!? GVÖÐ!!! Ragnheiður! mikið er gaman að sjá þig! hvað eru að gera hér í Köben?!? Ragnheiður sagði henni allt. Þær fóru saman heim til Tobbu þar sem þær fengu sér léttar veitingar og spjölluðu meira.
Stefán hafði nú vaknað til lífs og kannaðist ekkert við sig, þetta líktist fangaklefa. Hann heyrði fótatak og vörður kom að klefanum og opnaði. Babblaði eitthvað á dönsku sem Stefán skyldi ekkert í. Vörðurinn bað hann um að fylgja sér, með viðeigandi handahreyfingu.
Leið þeirra lá að kontornum þar sem Stefán fékk hlutina sína sem teknir höfðu verið af honum. Síðan var hann sendur út. Fyrir utan stöðin sá hann eðalbifreið. Úr henni komu tveir svartklæddir menn með dökk sólgleraugu og veittust að honum og dróu inn í bílinn. Þar inn var mikill reykjarmökkur, og hélt Stefán að væri verið að reykja hina sívinsælu Castróvindla, sem er víst kolólöglegir. ,,Hvar er töfrateningurinn?!? um hvað ertu að tala? spurði Stefán. Svarið sem hann fékk var högg í magann.
Er Stefán enn og aftur kominn í vond mál? Hvernig er hægt að vera svona óheppinn ? Er Ragnheiður búin að fá sig fullsadda af Danmörku?
14. Þáttur
Hvaða ekkisenz tening ertu að tala um ? Stefán hefði betur þagað því hann fékk þungt högg í magann. HALTU KJAFTI sveitti snjótittlingurinn þinn!
Hann hugsaði með sér hversu fáránlega þetta hljómaði og fór að svo að skellihlæja. Það endaði með því að honum var hent út á ferð og lenti hann í drullufor. Rifinn og tættur náði Stefán að hóa á leigubíl sem skutlaði honum á flugvöllinn því af Köben hafði hann fengið nóg.
Þegar heim var komið ákvað hann að skella sér í sjóðandi heitt bað til að slaka á. Þegar Stefán hafði legið í baðinu í ca korter var bankað á dyrnar. Þar sem húsið þeirra var útbúið nýjustu tækni gat hann séð hver var við útidyrahurðina. Hann trúði varla sýnum eigin augum, því þarna var Ragnheiður komin. Hann stökk úr baðinu, hirti ekki um að sveipa sig neinu og fór að hurðinni til að hleypa sinni heittelskuðu innfyrir. ,,Hvar hefur verið! og afhverju ertu ekki með lykkla? Æ.........ég glataði þeim á Strikinu, held ég......mikið er ég fegin að sjá þig! En Stefán.................Afhverju.....ertu nakinn ? Stefán gerði sér grein fyrir stöðu mála, vippaði Ragnheiði inn fyrir, lokaði og tók svo hana með sér í baðið. Vart þarf að taka það fram hvað fór þar á milli þeirra.
Morguninn eftir vöknuðu þau við það sólin kíkti inn og knúsaði á þeim andlitin. And#$"#$ sólin! Æ vert'ekki að bölva sólinni! sagði Ragnheiður frekar morgunfúl. Hún áttaði sig samt á því hvað hún var leiðinleg og baðst afsökunnar. Eftir einn stuttan fóru þau og fengu sér morgunnmat og ræddu um þetta litla Danmerkurævintýri þeirra. Æ, hvað ég ætla vona að þetta vesen sé allt af baki og að við getum lifað ,,eðlilegu'' lífi, sagði Ragnheiður þegar hún var nýbúin að gúffa í sig ristuðu brauði með títuberjasultu og 17% goudaosti, rennt niður með dýrindis kúamjólk frá Sörlastað í Húnasveit. ,,já, það vona ég svo sannarlega'' sagði Stefán um leið og hann brenndi sig á heitu kaffi. Ragnheiður? hvað segiru um að við gerum eitthvað villt! Eitthvað sem við höfum aldrei gert áður. Og hvað ætti það að vera? Við skulum fara til Galapagos! Hvað er það? spurði Ragnheiður með skrítum svip. Kona! Þú færð bara að sjá það!
Munu hjúin fara til Galapagos ? Brenndi Stefán sig á tungunni? Er Ragnheiður að fitna?
15. Þáttur
Við höldum áfram þar sem frá var horfið....
,,Nei, veistu Stefán.......ég komin með nóg af þessum ferðalögum. Geðheilsan mín þolir ekki mikið meir. Skutlaðu mér í gymmið, þarf aðeins að fá smá útrás á boxpúðanum''.
Hjúin kláruðu morgunnmatinn og héldu af stað út í umferðina. ,,Afhverju eigum við þennan bíl?'' spurði Ragnheiður með leinlegum tón. ,,Þetta er bara stöðutákn fyrir mig elskan, og svo sú staðreynd að vinir mínir eru grænir af öfund'' svarði Stefán um hæl og virtist ekki pirrast yfir þessari spurningu frúarinnar um eðal bifreið sína, Atston Martin. ,,Hleyptu mér bara út hérna, hef gott af því að ganga.''
Úti var enn sólskyn og Ragnheiður fann að hún komst í einhvern fíling. Hún var extra duglega í gymminu og svitnaði eins og svín. Eftir stranga æfingu fór hún í búiningsklefann og fór í sturtu. Með henni í sturtunni voru tvær eldri konur sem voru komnar með mikið af hrukkum og voru ekki fitt. Svona ætla ég ekki að verða hugsaði hún þegar hún sápaði stælta líkama sinn. Hún skrúfaði frá sturtunni, þurkaði sér og fór að skápnum sínum. Hún tók eftir því að baðvörðurinn fylgdist með sér og fílaði það ekki, að láta kvennmann stara á sig nakta.
Ragnheiður tók eftir því að brjóstahaldarinn var ekki í skápnum og fór hún að leita að honum. Eftir stutta leit fann hún loks brjóstahaldarann í plastkörfu hjá hárþurkuni. Honum hafði verið vöðlað saman og búið var að koma fyrir miða í honum. Ragnheiður ákvað að bíða með að lesa miðann þangað til að hún kæmi heim. Hún hringdi í Stefán sem sótti hana.
Hvað stendur á miðanum ? Er baðvörðurinn samkynhneigður ? Mun Ragnheiður fá sér smoothie?
Sápan | Breytt 29.7.2007 kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)