23. Þáttur

 

,,Oj bara Stefán!,, Það rotin rófa í pakkanum! Fleygðu henni!

Það sem það var mjög heitt úti þennan dag magnaðist lyktin upp. Stefán grýtti rófunni út á götu en fékk í leiðinni tæjur af henni sem lentu í munni hans, sem orsakaði bæði upp og niðurgang. Þegar Stefán hafði jafnað sig á þessu dæmi ákváðu hjónin að fara yfir til grannana í númer 16.

,,Sjáðu Stefán, þau eru með marmara - ég vil fá svoleiðis!,, sagði Ragnheiður með frekjutón. Stefán anzaði ekki sinni heittelskuðu og bankaði, þéttingsfast. Dágóð stund leið þangað til fíngerð kona í hlébarðaslopp kom sjúskuð og bauð þeim góðan dag með rámri viskírödd.

Hjónin komu sér beint að efninu og spurðu hvort þau hefðu fengið einhverjar hótanir eða furðuleg bréf síðustu daga en fátt var um svör á þeirri fíngerðu. Vandræðaleg þögn varð þangað til að maður hennar kom til dyranna, vægast sagt sjöbbí og spurði hvern andskotan þau vildu inn á sína einkalóð.

 Með kökkinn í hálsinum spurði Stefán hvort þau hjónin mættu koma inn til að ræða málin. Eftir smá tiltal voru þau komin inn. Húsið var íburðarmikið og allt það flottasta og besta valið. Mikið drasl var í húsinu og þurftu Stefán og Ragnheiður að sparka frá sér drasli til að komast leiða sinna inn í stofuna. Tveir smáhundar sváfu vært í einum stólnum en vöknuðu þegar gestirnir komu inn og byrjuðu að gelta án afláts. ,,Þaggaðu niður í þessum rökkum kerling!,, gargaði geðstirði húsbóndinn á þá fíngerðu. Hún gekk að hundunum, reif þá harkalega upp og henti þeim inn í þvottahús þar sem þeir héldu áfram að gelta.

Þegar friður var kominn á bauð húsbóndinn hjónunum í glas, sem þau þáðu. Stefán fór að spyrjast fyrir um þetta dularfulla mál. Eftir miklar og heitar umræður komust þau að þeirri niðurstöðu að þau hefðu lent í því sama og hugðust ætla að klekkja á krimmanum.

Hvaða taka hjónin til bragðs? Er allt með feldu hjá grönnunum ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Er þetta framhaldssaga. Er ég búin að missa af einhverju eða var þetta fyrsta færsla?

Jóna Á. Gísladóttir, 11.7.2007 kl. 01:46

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

uss jóna mín.. þetta er þáttur 23, búin að vera að skrifa þetta í óóóratíma, ekki allt hér á moggablogginu....

Guðríður Pétursdóttir, 11.7.2007 kl. 01:56

3 Smámynd: Vignir

En Jóna, það er hlekkur hér til vinstri sem heitir ,,sápan,, og þar inni eru allir þættirnir :)

Vignir, 11.7.2007 kl. 08:37

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Je dúdda mía ég verð að reyna að finna tíma til að lesa þetta svo ég geti fylgst með.

Jóna Á. Gísladóttir, 11.7.2007 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband