Færsluflokkur: Sápan
23.4.2008 | 18:23
Lífið er lotterí, 48.Þáttur
Stefán er fastur í bílflaki og sér tvo menn nálgast. Hann ákvað á láta það líta út eins og hann væri látinn. Það virkaði og mennirnir fóru aftur í bíl sinn og spændu af slysstaðnum, grýttu út vindlingsstubbi sem lenti rétt hjá stórum bensínpolli. Til allrar lukku komst ekki neisti í pollinn.
Ragnheiður vaknaði við mikinn hita. Hún hafði sofnað og skaðbrunnið í sterkum geislum sólarinnar. Sárkvalin skrönglaðist hún til að bera á sig aloe vera. Henni til mikillar mæðu var þetta guðsgel búið og neyddist hún því til að maka á sig hreinni jógúrt - sem sló á mesta verkinn. Ragnheiður fór að lengja eftir manni sínum og ákvað að hringja í hann.
Síminn hringdi en Stefán náði ekki að teygja sig í hann strax. ,,Þú verður að bjarga mér!,, sagði Stefán. Ragnheiður panikkaði og spurði hvar hann væri staddur. Hún hringdi á sjúkrabíl og dreif sig af stað. Sem betur fer var umferðin ekki þung. Sjúkrabíllinn var kominn á staðinn og sjúkraflutningamennirnir farnir að hlúa að honum. Ragnheiður vildi fá að tala við Stefán en fékk ekki. Hún elti sjúkrabílinn.
Eftir klukkutíma bið fékk hún loks að hitta Stefán. Læknarnir höfðu tjaslað honum saman. Ragnheiði brá þegar hún sá mann sinn í þessu ástandi - ,,nú gengur þetta ekki lengur,, sagði hún, við förum núna í frí, langt frí. Helst mundi ég aldrei vilja koma aftur til baka! Stefán tók vel í þessa hugmynd og bað Ragnheiði um að setja villuna á söluskrá. ,,Ekki minnast á þetta við nokkurn mann,, sagði Stefán áður en hann lognaðist út af þreytu.
Ragnheiður tók eftir tveimur mönnum í frakka sem eltu hana út af sjúkrahúsinu. Hún lét eins og hún hefði ekki orðið vör við þá og leyfði þeim að elta sig í smástund. Ragnheiður náði að hrista þá af sér þegar þeir þurftu að stoppa á rauðu ljósi.
Hverjir eru að veita henni eftirför? Á Stefán eftir að lenda í klandri á spítalanum?
Sápan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2008 | 15:06
47.þáttur
- Til upprifjunar, hjónin náðu kassanum en honum var stolið aftur, af mönnum Herra Fleygs - sem boðaði þau á fund til sín og tilkynnti að þau hefðu staðið sig vel og greiddi hann þeim það sama og Bernódus. Hann bauð þeim einni að ganga til liðs við sig í Rússlandi.
Stefán sagðist vilja hugsa það mál með spúsu sinni í einrúmi og sagðist ætla að hafa samband þegar þau hefðu komist að niðurstöðu. Hjónin fóru heim. Ragnheiður var ekki alveg viss um það hvort hún væri til í að kasta öllu frá sér á Íslandi, og skilja Selmu, bestu vinkonu sína eftir í eymd og volæði. Stefán náði að sannfæra Ragnheiði að um koma með og að Selma gæti fengið að koma eins oft og hún vildi í heimsókn. Ragnheiði leið eins og krakka en var sama um það og spurði hvenær þau mundu fara til Rússlands. Stefán vissi það ekki en ætlaði að hringja í Herra Fleyg til að fá nánari upplýsingar.
Veðrið þennan dag var fallegt og ákvað Ragnheiður að fara út í garð til að flatmaga í sólinni, við sundlaugarbakkann. Þar leið henni best. Stefán fór á fund Herra Fleygs. Fundurinn tók lengri tíma en áætlað var og fór Ragnheiður að ókyrrast - hún sló á þráðinn til Stefáns. Hann var á leiðinni heim frá fundarstaðnum og var mjög glaður og ánægður.
,,hvað kætir þig minn herra?,, spurði Ragnheiður. Stefán sagði að nú þyrftu þau að setja húsið á leigumarkaðinn því þau væru að fara með næstu vél, sem fór reyndar ekki fyrr en eftir viku, til Rússlands þar sem Herra Fleygur væri búinn að útvegað þeim herragarð með þjónustufólki á hverju strái. Þetta leist Ragnheiði vel á og hún uppveðraðist öll. Ég verð að hringja í Selmu og segja henni fréttirnar.
Það var mikil umferð sem tafði heimferð Stefáns. En til allrar hamingju var hann með uppáhalds tónlistarmann sinn á fóninum, Sting sem stytti honum stundirnar. Græjurnar voru hátt stilltar sem gerði það að verkum að hann heyrði ekki þegar 180.000 kr. síminn hringdi. Það var Herra Fleygur sem var á hinum enda línunnar. skyndilega kom svört bifreið á fullri ferð í hlið bílsins, farþega meginn. Bíllinn kastaðist af veginum og hafnaði í trjágróðri talsvert frá veginum. Stefán gat ekki hreyft sig og fann lykt af bensíni.
Mun Stefán lifa þetta af? Hver keyrði á hann? Var þetta slys?
Sápan | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2007 | 10:31
46.Þáttur
Önnur eins hljóð hafi Ragnheiður aldrei heyrt og hún kastaði sér í jörðina til að forðast brakið sem flaug af bílunum. Smá stund leið og loks stigu út úr sportbílnum tveir menn sem gengu rakleiðis að kassanum og numu hann á brott með sér. Stefán reyndi að stöðva þá en á árangurs.
Bernódus var ekki sáttur og hringdi nokkur símtöl og sagðist ætla að redda málunum. Hann bætti því við greiðslan fyrir verkið væri kominn inn á reikning hjónanna. Um leið og Stefán heyrði þetta var honum skít sama um allt saman og hjálpaði Ragnheiði upp og fór með hana inn. Ragnheiður var enn á sjokki en rankaði við sér þegar hún heyrði gleðitíðindin.
Þegar lífið gat varla verið betra hringdi sími Stefáns. Á hinum enda línunar var Herra Fleygur. Hann vildi fá að hitta hjónin heima hjá þeim sem fyrst. Fimm mínútum síðar kom Herra Fleygur. ,,Þið stóðuð ykkur eins og hetjur!,, Hvað meinar þú? spurði Stefán eitt spurningamerki í framan, við erum búin að týna helvítis kassanum! ,,Nei, það hafið þið ekki gert, mennirnir sem keyrðu á bílinn ykkar eru á mínum snærum. Ég lét þetta líta út eins og þið væruð ekki hinir verstu svikarar. Ég frétti af gagntilboði Bernódus og ákvað að taka málin í mínar hendur. Núna græðið þið tvöfalt á þessu því ég ætla að borga ykkur það sama og Bernódus. Ég vil einnig að þið gangið til liðs við samtökin mín í Rússlandi. Þar verður tekið höfðinglega á móti ykkur.
Fara hjónin til Rússlands? Er þau að dreyma? Hver veit? komist að því í næsta þætti.
Sápan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2007 | 17:47
45.Þáttur
,,Ég sé ekki neitt Stefán, ég er eins og blindur kettlingur!,, Stefán nennti ekki að hlusta á vælið í Ragnheiði og ákvað að þagga niður í henni með heitum kossi. Þau heyrðu í sírenum og ákváðu að fela sig í trjánum. Lögreglan mætti á svæðið og kannaði aðstæður. Hjónin voru heppin því lögreglan tók ekki eftir þeim. Rannsókn stóð stutt yfir og taldi lögreglan víst að um hrekk hefði verið að ræða.
Með saurinn í brókinni stóð Ragnheiður upp og kvaðst þurfa að flýta sér heim, vildi ekki segja afhverju. Hjónin hröðuðu sér heim með kassann góða að drepast úr forvitni. Þau sáu að fyrir utan var glæsibifreið. Bernódus steig út úr bílnum og bað þau um að koma inn. Stefán nennti ekki að drösla kassanum og gekk hægum skrefum. Ragnheiður hins vegar stökk á hraða gasellunnar beint á kamarinn til að sinna sínum málum.
Bernódus bauð Stefáni feitan vindling sem hann þáði. Þeir stóðu fyrir utan bílinn og ræddu aðgerðina. Bernódus vildi ekki fá kassann strax en vildi fá að sjá krúttið, eins og hann orðaði það. Það hríslaðist sælutilfinning um Ragnheiði þegar hún hafði athafnað sig. Hún fór útfyrir og sá ,,félagana,, spjalla og reykja. Lyktin af vindlunum var seiðandi og bað hún um slíkan, sem hún fékk.
Þögnin var þvingandi þegar Ragnheiður kom en var rofin við ,,Alone,, með Heart. Fyrirgefið félagar en ég bara verð....Ragnheiður dró sig til hliðar og fór að tala við Selmu vinkonu sína sem hún hafði ekki heyrt neitt frá né séð í langan tíma. Skyndilega kom sportbíll á ógnar hraða og keyrði á bíl hjónanna!
Sápan | Breytt 4.11.2007 kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2007 | 13:08
44.Þáttur
Ertu að míga Stefán?!? spurði Ragnheiður á miðri leið inn í herbergið. Stefán þóttist ekki heyra og Ragnheiður spurði aftur. Skömmustulegur svaraði hann játandi og sagðist bara ekki hafa getið haldið því í sér.
Ragnheiður var treg til að fara inn og lét svo slag stand og hélt áfram. Hún fór heldur geist og datt niður á gólfið hinum megin. Viðbjóðslegt brak heyrðist og hélt Ragnheiður að eitthvað hefði gefið sig í bakinu en komst svo að því að hún hefði kramið rottu og sent hana til himna. Tilhugsunin að hafa líkamsleifar af rottu á bakinu voru ekki að falla í kramið hjá henni og kúgaðist hún í smástund.
Hún leit í kringum sig með nætursjónaukanum og fann loks rofa til að kveikja ljós. Hún gekk að honum og þrýsti með þumli á takkann. Ekkert gerðist og hún reyndi aftur. Skammhlaup varð í takkanum og fékk hún vægan straum. Stefán heyrði og sá blossann og spurði hvort það væri ekki í lagi. Allt í djollígóðum fíling fávitinn þinn!?!? sagði Ragnheiður og saug puttann og spurði Stefán hvað tæki næst við.
Stefán rýndi í kortið og sagði að þarna inni ætti hún að sjá annan hlera hægra megin við innganginn. Það tók Ragnheiði dálítinn tíma að finna hlerann. Verlega opnaði hún og fann kalda golu koma á móti sér hún greindi líka stiga. Stefán, það er annar stigi sem liggur niður, þangað þori ég ekki,þú verður að koma með mér. Í sæluvímu eftir ,,afvötnunina,, gerði Stefán atlögu að koma sér í gegnum litlu hurðina og náði að troða sér inn. Ólík konu sinni slapp hann við að lenda á bakinu. Hjónin stóðu nú hlið við hlið. Ragnheiður horfði á Stefán og virti hann fyrir sér þar sem hann var að kanna aðstæður, hún var til í tuskið. Hætti svo að hugsa um það.
Hjónin hentu steinvölu niður gatið til að áætla hve langt væri niður. Komust að því að þetta væri sirka 6 metrar niður. Þau héldu af stað, Stefán á undan. Stiginn var hrörlegur en bar þó samanlagða líkamsþyngd þeirra hjóna. Þegar niður var komið tóku við göng sem ekki voru manngeng og urðu hjónin því að skríða áfram Rangheiði ekki til yndisauka og ánægju. Eftir smá spöl sá Stefán glytta í kassann. Við það varð hann svo æstur að hann rak höfuðið upp en harkaði þetta af sér.
Það rann upp fyrir Ragnheiði að þau þyrftu að bakka út til að komast til baka. Tilhugsunin hræddi hana og hún byrjaði að smokra sér til baka. Kassinn reyndist var mjög þungur og reyndi Stefán mikið á sig þegar hann dró flykkið út. Átökin voru það mikil að leysti vind reglulega. Þar sem Ragnheiður var illa staðsett fékk hún að súpa seiði af viðrekstrum. Loks náðu þau að drösla kassanum upp á gang og ætluðu að halda af stað út úr húsinu. Stefán tók upp símann og hringdi í Bernódus til að tilkynna og gefa skýrslu. Bernódus svaraði móður og sagði að nú þyrftu þau að hafa hraðar hendur því búið væri að hringja í lögregluna sem nálgaðist Alþingishúsið hratt.
Munu Hjónin ná að sleppa undan klóm laganna varða? Munu þau opna kassann?
Sápan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2007 | 11:37
43.Þáttur
Hjónin eru í felum inni í dimmu skoti og bíða örlaga sinna. Þau heyra fótartak nálgast og Ragnheiður hniprar sig sama og hvíslar í eyra Stefáns ,,við munum deyja, þetta er búið, o hvað ég vildi að ég væri bara á stofunni að klippa, ég er vissum að þetta er mitt síðasta!,,
Stefán nennti ekki að hlusta lengur á þetta þvaður og greip fyrir munn Ragnheiðar. Ljóstýra teygði sig við horn skotsins. Þau greindu mann sem staðnæmdist fyrir framan þau. Þar stóð hann í dágóða stund og klóraði sér græðgislega um allan líkamann og dæsti mikið. Hjónunum til mikillar gleði fór maðurinn framhjá án þess að verða þeirra var.
Ragnheiður var fljót að standa upp og hrista af sér köngulær og hrækja út úr sér vef þeirra. Stefán sagði að nú mætti ekkert klikka og gaf henni merki um að fylgja sér. Þau gengu í dágóðan tíma fullt af göngum sem virtust vera endalausir. Stefán staðnæmdist og leit á kortið og sagði að nú ættu þau að fara að sjá hurð sem væri mjög smá. Þau skimuðu svæðið og fundu loks téða hurð. Þú hlýtur að vera að grínast Stefán! Sagði Ragnheiður þegar hún sá hurðina, eða réttara sagt hlerann eins og hún orðaði það. Hjónin diskúterjuðu hvort þau ættu bæði að fara inn en komust svo að niðurstöðu að Ragnheiður færi inn, því hún væri fíngerðari og ætti þar af leiðandi auðveldara með að komast inn. Sjálfur ætlaði Stefán að standa vörð.
Hikandi opnuðu þau hlerann og litu inn. Þau sáu ekki neitt og settu því upp nætursjónaukana sína. Ragnheiði leist ekki á blikuna þegar hún sá að þarna inni var allt krökkt af rottum. Stefán bannaði henni að hætta við og ýtti á eftir sinni heittelskuðu.
Hvað mun Ragnheiður sjá þarna fyrir innan? Er Stefán alger gunga?
Sápan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2007 | 14:38
42.Þáttur
Hjörtu þeirra hömuðust þegar þau voru loksins búin að mana sig upp í að hefjast handa. Ragnheiður gekk fyrir aftan Stefán að bakdyrum hússins.
,,Ég held að það ráðlegt að við tilkynnum okkur inn til Bernódus,, sagði Stefán og rétti út höndina, biðjandi um farsíma Ragnheiðar. ,,Heyrðu vinur, þú ert líka með síma. Hann hafði gleymt því og tók sinn síma upp úr vasanum skömmustulegur og hringdi.
Bernódus svaraði og sagði þeim hvað tæki nú við. Stefán skellti á og sagði að nú myndu þau þurfa að finna herbergi í kjallara hússins sem væri fyrir neðan pontuna sjálfa. Ragnheiður spurði hvernig í ósköpunum þau ættu að fara að því, því ekki væru þau með kort af húsinu. Stefán leiðrétti spúsu sína og sagði að Bernódus hefði séð fyrir öllu og að kortið væri geymt í rassvasanum hjá Ragnheiði.
Hvelvítis perrinn, hugsaði Ragnheiður og seildist í vasann og dró upp kortið. Þau breiddu það út og það tók þau svolítinn tíma að átta sig áttunum en höfðu það að lokum og komu sér inn í húsið án nokkurs vesens og gauragangs.
,,Djöfulsins fíla er hérna,, er sagði Ragnheiður og veifaði hægri hendinni fyrir vitum sínum. Hún ákvað að láta fnykinn ekki á sig fá og elti mann sinn á röndum skíthrædd. Stefán átti erfitt með að sjá þannig að ákvað að kíkja í töskuna og fann þar nætursjónauka, 2 stykki, Settu þetta á þig, sagði Stefán og hélt áfram. Mikill köngulóavefur var á ganginum og var Ragnheiður ekki ánægð með það en barðist samt áfram eins og hetja - að hennar mati.
Skyndilega heyrðist þrusk og sáu þau ljóstýru koma handan við horn. Ragnheiður ætlaði að garga en náði að kæfa það í olnbogabótinni. Stefán sá skot sem hann dró konu sína með sér inn í. Þar biðu þau og vonuðu að enginn myndi finna þau.
Hver þarna á ferð í kjallaranum? Hefur áætlunin farið fyrir ofan garð og neðan? Er Ragnheiður með köngulóarvef í munninum?
Sápan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2007 | 12:13
41.þáttur
Klukkan er 3:00. Ragnheiður og Stefán eru stödd fyrir framan alþingishúsið og virða það fyrir sér. Veðrið er stillt og köld gola leikur um hvít andlit þeirra hjóna.
,,Stefán? nú erum við búin að vera á þvælingi í þessu veseni í rúmar tvær vikur og það hefur ekki svo mikið sem einn af vinum okkar haft samband við okkur, ekki einu sinni mamma og pabbi! - erum við svona leiðinleg?
,,Hlutirnir sem þú ert að spá í kona!,, sagði Stefán pirraður og sagði að nú þyrftu þau að einbeita sér að verkinu. Þau gengu hröðum skrefum að húsinu en staðnæmdust snögglega þegar þau urðu vör við stairway to heaven frá barmi Ragnheiðar. Geymir þú símann þarna kona?!? spurði Stefán gáttaður. Ragnheiður hristi hausinn og náði í símann. Hún kannaðist ekki við númerið en ákvað að svara og þekkti röddina og varð hálf fegin. Eina orðið sem hún notaði var já. Ragnheiður skellti á og horfði á Stefán. - Þetta var Herra Fleygur, hann frétti af tilboðinu sem við fengu og tvöfaldaði það, TVÖFALDAÐI! dísesdjóns! ég tók tilboðinu!
Stefán var lengi að melta þessar upplýsingar og furðaði sig á því hvernig Herra Fleygur hefi geta náð að hakka sig inn á símana þeirra en sagði svo að þau skyldu svíkja Bernódus.
Mun hjónunum takast ætlunarverkið? Er Bernódus tvöfaldur í roðinu? Er Herra Fleygur að blöffa?
Sápan | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.9.2007 | 21:10
40.Þáttur
Við höldum áfram þar sem frá var horfið..
Eruð þið annars ekki bara hress? Spurði Bernódus og glotti við tönn. Hann bætti því við að það væri Beluga og Bollinger á leiðinni upp í herbergi til þeirra. Ragnheiður hugsaði með sér hvað hún væri komin með nóg af kampavíni og kavíar en hún þakkaði samt fyrir sig áður er hún stóð upp og dró Stefán með sér á bindinu.
Stefán tók íþróttatöskuna og fann að hún var mjög þung. ,,Förum stigann upp múffan mín,, sagði Ragnheiður og blikkaði vinstra auganu. Stefán dæsti en ákvað að fylgja konu sinni upp. Nokkrum hæðum síðar komust þau upp og Stefán var aðframkominn af þreytu og alls ekki til í tuskið við frú sína.
,,Þú ert nú meiri djöfulsins ræfillinn!,, sagði hún pirruð Þetta getur nú varla verið svo þungt. Hún beygði sig niður eftir töskunni og lyfti upp. Stefán sá æð í enni hennar tútna út kinnarnar roðna. Ragnheiður þrjóskaðist og lyfti upp. Önnur haldan rifnaði af og taskan datt í gólfið og opnaðist.
Af-söguð haglabyssa valt úr töskunni og föl blár þvengur, sem var fastur í gikknum. Stefán gat ekki annað en hlegið því hann vissi að þetta var hluti af dressi frúarinnar. Ragnheiður tók upp þvenginn og gat ekki annað en hlegið. Hjónin grömsuðu í töskunni og fundu restina af dressinu hennar. Það samanstóð af téðum þveng, níðþröngum spandex samfestingi og gúmmískór.
Ragnheiður tók upp skónna og sagði ,,þessir hljóta þá að vera fyrir þig!,, og skellti uppúr því hún veiddi upp úr töskunni gamla hvíta táfíluklossa sem höfuð verið mikið notaðir. Stefán fann svo restina af sínu dressi. Það var kraft kuldagalli.
Hjónin drösluðu töskunni inn og földu hana undir rúminu. Það voru 9 tímar í brottför. Þau höfðu ekki hugmynd um hvað þau ættu að gera við allan þenna tíma. Ragnheiður stakk upp á því að þau færu niður að spila kana við heldra fólkið á hótelinu. Stefán samþykkti það og fóru þau niður. Gamla fólkið hafði safnast saman í samkomusal hótelsins. Þetta voru mest eldri konur í orlofsferð. Þær hlógu mikið og spiluðu. Hjónin voru ekki lengi að finna sér borð til að spila við.
Við þetta borð sátu tvær konur ættaðar frá Bárðarbungu í Önundarfirði. Þær samkjöftuðu ekki og dásömuðu höfuðborgina og sáu eftir öllum árunum sínum sem þau eyddu í sveitinni. Þær gömlu voru ansi kræfar í drykkju og var Gammel dansk drukkinn stíft. Eftir nokkur spil voru þær orðna mökk fullar og farnar að reyna við Stefán, var við það löðrunga þær.
Ragnheiður sá í hvað stefndi, þakkaði fyrir spilið og dró Stefán frá borðinu- hlæjandi. Tíminn leið og hjónin gerðu sig reddí fyrir mikla ránið. Klukkan var 3 og þau fóru niður og út. Dyravörðurinn rétti þeim umslag. Á því stóð ,,Afhendist furðufuglunum,, Ragnheiður hrifsaði umslagið og opnaði. Hún las bréfið í hljóði og sagði loks að þau þyrftu að taka leigubíl og fara á Lækjartorg.
Þetta kvöld var fátt um fína drætti en á endaum fengu þau leigubíl sem flutti þau á staðinn. Veðrið var ekki það besta og var því fátt um manninn á torginu. Leigubílinn fór og þau svipuðust um eftir einhverjum. Þau sáu engan og ákváðu því að rölta af stað áleiðis að alþingishúsinu. Eftir smá labb heyrðu þau fótartak fyrir aftan sig. Þau snéru sér við og sáu frakkaklæddan mann. Hann gekk að þeim og dró annað umslag úr vasa sínum. Maðurinn sagði ekki orð og hélt áfram að ganga eftir að hafa rétt þeim umslagið.
Mun allt fara eins og best er á kosið? Mun Stefán misstíga sig á klossunum? Er Ragnheiður að fíla þvenginn?
Sápan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2007 | 10:49
39.Þáttur
Stefán reif upp hurðina með skelfingarsvip. Hann sá að Ragnheiður var fyrir utan og var ekki vitund hrædd. Ragnheiður búin að klæða sig í sexí undiför og hélt á kampavínsflösku og tveimur glösum.
Finnst þér þetta sniðugt kona?!? Spurði Stefán fokillur. Ragnheiður varð mjög skömmustuleg og baðst afsökunar á framferði sínu en stakk jafnframt upp á því að þau mundu slátra þessari flösku saman, í baðinu. Bóndinn róaðist fljótt og samþykkti þessi tillögu konu sinnar.
Sveitti skarfurinn! Sagði Ragnheiður frekar hátt upp úr þurru og sprakk úr hlátri, hver skírir rándýra prógrammið sitt þessu nafni! Hjónin hlógu dátt að þessu í smá tíma og fóru úr baðinu sem var orðið kalt .
Síminn á herberginu hringdi og Stefán svaraði. Eina sem hann sagði var já og við komum eftir 5. Hver var þetta? Ragnheiður, þetta var jólasveinninn .því ertu að spurja svona heimskulegrar spurninga? Þetta var Bernódus. Hann villa að við komum niður, á fund í kaffiteríunni. Snögg, í leppa.
Bernódus sat sposkur við borð með viskí í glasi og tottandi stóran vindil. Fáið ykkur sæti sagði hann um leið og hann stóð upp, tilbúinn fyrir aftan stólinn hennar Ragnheiðar. Ég komst að því hver er á eftir þessum pakka, ég veit allt um Herra Fleyg og ég get sagt ykkur það að sá maður má rotna í helvíti fyrir mér. Hann er slæmur félagsskapur og ráðlegg ég ykkur að hafa ekki samband við hann.
Ragnheiður mundi allt í einu eftir að hafa séð Lafði Peral í vandræðum og spurðist fyrir um það. Bernódus sagði að það hefði allt verið sviðsett, til að prófa ykkur. -En Selma vinkona mín? Bernódus sagði að það hefði verið leikari, bætti svo við að hann vildi koma sér að málinu.
Sveitti skarfurinn hefst stundvíslega klukkan 3 í nótt. Verið tilbúin í þessum fatnaði, hann rétti þeim stærðarinnar íþróttatösku. Í þessari tösku er allt sem þið þurfið og munið það sem ég sagði við ykkur þegar þið tókuð að ykkur þetta verkefni!
Munu hjónin beila á þessu? Var Bernódus að ljúga að þeim um Herra Fleyg?
Sápan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)