45.Þáttur

,,Ég sé ekki neitt Stefán, ég er eins og blindur kettlingur!,, Stefán nennti ekki að hlusta á vælið í Ragnheiði og ákvað að þagga niður í henni með heitum kossi. Þau heyrðu í sírenum og ákváðu að fela sig í trjánum. Lögreglan mætti á svæðið og kannaði aðstæður. Hjónin voru heppin því lögreglan tók ekki eftir þeim. Rannsókn stóð stutt yfir og taldi lögreglan víst að um hrekk hefði verið að ræða.

Með saurinn í brókinni stóð Ragnheiður upp og kvaðst þurfa að flýta sér heim, vildi ekki segja afhverju. Hjónin hröðuðu sér heim með kassann góða að drepast úr forvitni.  Þau sáu að fyrir utan var glæsibifreið. Bernódus steig út úr bílnum og bað þau um að koma inn. Stefán nennti ekki að drösla kassanum og gekk hægum skrefum. Ragnheiður hins vegar stökk á hraða gasellunnar beint á kamarinn til að sinna sínum málum.

Bernódus bauð Stefáni feitan vindling sem hann þáði. Þeir stóðu fyrir utan bílinn og ræddu aðgerðina. Bernódus vildi ekki fá kassann strax en vildi fá að sjá krúttið, eins og hann orðaði það. Það hríslaðist sælutilfinning um Ragnheiði þegar hún hafði athafnað sig. Hún fór útfyrir og sá ,,félagana,, spjalla og reykja. Lyktin af vindlunum var seiðandi og bað hún um slíkan, sem hún fékk.

Þögnin var þvingandi þegar Ragnheiður kom en var rofin við ,,Alone,, með Heart.  Fyrirgefið félagar en ég bara verð....Ragnheiður dró sig til hliðar og fór að tala við Selmu vinkonu sína sem hún hafði ekki heyrt neitt frá né séð í langan tíma. Skyndilega kom sportbíll á ógnar hraða og keyrði á bíl hjónanna!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband