Færsluflokkur: Bloggar

,,ég seldi bílinn þinn amma.........,,

 

.....vegna þess að mig vantaði pening......

Já....í gær var ég vakinn klukkan 10:30. Á hinum enda línunnar var sölumaður frá Toyota og til að gera langa sögu stutta seldi ég bílinn minn! Hann var búinn að vera í söluskrá í nokkra mánuði, lá ekkert á að selja hann.....en núna á ég engan bíl! Fékk reyndar lánaðan bíl frá Toyota sem ég mér líkar mjög vel við og er að spá í að kaupa hann eða annan eins, bara ári yngri. Fullt af lífi hjá mér þessa dagana. Einnig bíður mín í vinnunni 32" Sony flatskjár sem ég fer með heim eftir vinnu í dag!

Vúhú!

 


,,Hendingar,,

 

Hefur þú ekki tekið eftir því, ef þú ferð á annað borð á Söbbvei....hvað afgreiðslufólkið misþyrmir ostinum.  Það hrifsar hann til sín, kroppar í hann og kastar honum svo bara aftur í dallinn, án miskunnar. Hvernig ætli ostinum líði? Hann er örugglega í rusli yfir þessu öllu saman.

cheese_oh_cheese

 


Sérvitringurinn

Það var sunnudagskvöld og Brjánn var í önnum að undirbúa háttatímann. Það fyrsta sem hann gerði var að fara úr sokkunum einni klukkustund áður, skildi á alltaf eftir við sófann í stofunni. Nákvæmlega korter í háttatíma setti hann mjólk hann í pott og flóaði – án mjólkur gat ekki sofnað. Tannburstinn var brúkaður með einni mjórri tannkremsrönd og burstaði hann 20 sinnum, 10 sinnum n upp og niður og 10 fram og til baka. Á meðan þessu stóð hlustaði hann alltaf á sama lagði, Lady shave með Gus Gus – það hafði róandi áhrif á hann. Mig minnir að sönkona sé fænka hans.

Ókvæntur og barnlaus fór hann alltaf í háttinn á slaginu 12 á miðnætti. Stillti klukkuna alltaf á sama tíma, jafnvel þó það væri frídagur daginn eftir – klukkan 06:00. Brjánn bjó einn í stærðarinnar einbýlishúsi í Kópavogi. Hann átti engin gæludýr en hafði samt sem áður gaman af hundum. Var gjarn á að auglýsa í blöðunum að hann væri til í viðra hunda fyrir lata hundaeigendur. Fékk ekki mörg verkefni. Fólki þótt það víst skuggalegt að maður á fertugsaldri væri að bjóðast til að fara með hundinn í göngutúr.

Úlfhildur Tröste var mikill vinur Brjáns. Saman eyddu þau löngum tímum í kotru. Úlfhildur vann yfirleitt en leyfði Brjáni að vinna við og við, svona til að halda friðinn. Brjánn var gjarn á það að rífast út af minnsta tilefni og tapsár var hann mjög.

Bílpróf hafði hann ekki – ekki mikið fyrir bíla, sagði að maðurinn væri ekki skapaður til að hafa hemil á slíku hraða, Brjánn kaus að ferðast á reiðhjóli þó svo honum þætti stundum hraðinn verða ansi mikill.

Jesú var honum ofarlega í huga og sótti hann kirkju á hverjum Sunnudegi. Einstaka sinnum kom það fyrir að hann var einn með prestinum í kirkjunni. Þegar það kom upp endaði messan iðulega í rommý, uppáhalds spili prestsins séra Engilbert. Þegar mikið lá við var Brjánn fenginn sem meðhjálpari, hann sá einnig um að hringja bjöllunum, og gerði það að sögn safnaðarins lista vel.

Tónlistin var honum í blóð borin og sat hann oft við gamla píanóið sem hann erfði eftir karl föður sinn. Hann samdi mikið og voru verk hans spiluð víða um landið. Einu sinni spilaði hann undir fyrir tenórana þrjá, fyrir það komst hann í pressuna erlendis. Hann fékk mörg boð um að koma til Bandaríkjanna en þáði ekki eitt boð, sagðist ekki elta duttlunga sína, honum nægði að spila heima hjá sér fyrir vini og vandamenn.

Myndlistin blundaði í honum þó svo hann stundaði hana ekki af kappa, sletti einstaka sinnum málningu á striga en var sjaldnast ánægður með útkomuna þó svo honum væri hrósaði í hástert. Forsetinn vildi ólmur kaupa eitt af verkum hans en Brjánn vildi ekki selja neitt, fannst list sín ekki nokkrum veggi sæma, hvað þá heima hjá forseta vorar þjóðar!

Bæjarbúum þótti hann alltaf sérstakur og forðaðist að horfa mikið í augu hans. Hann var þó vel liðinn og eyddi síðustu stundum lífsins inni á dvalarheimili, þar sem hann dó sáttur maður. Eftir andlát hans var öllu verkum hans eitt, að hans ósk – með mikilli eftirsjá þó. Hvílir hann nú í kirkjugarðinum í Vestmannaeyjum.


Ný mús og Tivoli :-)

Lét verða af því í gær að fjárfesta í nýrri mús. Að sjálfsögðu komst ekkert annað að en Mighty mouse frá Apple - þráðlaus. Já, þennan munað hef ég ekki leyft mér áður og ég verð að segja að ég kann vel við þessa mýslu. Að vísu entist fyrsta músin, sú sem fylgdi tölvunni ekkert svakalega vel, eða í rúmt ár - helvítis skruntakkinn var hættur að virka þegar maður vildi skruna upp og svo undir það síðasta var hann tregur niður á við. Það fyllti mælinn. Nú þegar músin er orðin wireless að þá er það mjög freistandi að fá sér þráðlaust lyklaborð, held samt að ég borgi frekar bifreiðargjöldin þennan mánuðinn og kaupi mér lyklaborðið í næsta mánuði - Nú þarf maður að fara að spá í aurana sem maður eyðir þegar maður er kominn með sína eigin íbúð!Ég verð samt að viðurkenna að mér fannst nýja músin frekar þung fyrst, en finnst það ekki lengur eftir hún hefur fengið ég hef prufað hana aðeins, leyft henni að leika lausum hala á, ansi lipur og fín, jájá.....og skruntakkinn......hann virkar! Svínvirkar!Ég fékk loksins jólagjöfina frá vinnunni í hendurnar, tafðist víst eitthvað í flutningi til landsins.......er manni sagt...En ég er mjög sáttur við hana. Ég fékk Tivoli Audio Pal svart að lit, læt hér fylgja mynd af græjunni og auðvita téðu mús - því annað væri auðvita argasta hneisa þegar ég er búinn að romsa um hana hér á undan.

tivoli

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

060726-mightymouse

 

 


Nú er björninn unninn!

Það hlaut að koma að því...... ég er búinn að kaupa mér sofa! Ég fór í bæinn í morgun staðráðinn í að heim færi ég ekki fyrr en ég mundi finna mér sofa. Guðrún var með í för sem álitsgjafi. Fyrsti staðurinn sem við stoppuðum á var Línan. Þar er mikið af flottum mublum og í þeirri búð fann ég sófann góða – Varð samt að kíkja í Tekk sem var rétt hjá við götun til að kíkja á einn sofa sem ég sá á netinu hjá þeim.  Hlammaði mér í hann en leist ekki á blikuna, er nefnilega ekki fyrir sofa sem maður liggur hálfpartinn í eins og eitthvað hrúgald. Hér má sjá mynd af sófanum sem varð fyrir valinu.

Vúhú! 

 


Nú verða lesnar jólakveðjur.


Ágætu landsmenn, vinir og kunningjar. Óska ykkum öllum gleðilegrar hátíðar, nema erki óvini mínum honum Hreggviði frá Hæli – Þú ert svo gott sem dauður fyrir mér!
Björn Bóndi.

Stína og Gaukur á Kópaskeri, innilegar óskir um góð jól og þakka það liðna á árinu, ps. Þið skuldið mér enn fyrir tveggjasæta sófan sem ég seldi ykkur í mars.
Tommi í Kópavogi.

Landsmenn…- Ég er öryrki og á ekki fyrir salti í grautinn. Vil þakka vori ríkisstjórn það allt saman og vona að þingmenn troði mikið af kræsingu í andlitið á sér yfir komandi hátíðir– Aumingjar!
Úlfhildur Bekk kt. 1101491119

Vil senda hlýjar jólakveðjur norður í land til þeirra hjóna Jónasar og Erlu – þið eruð alger dúllurassgöt (þulur ræskir sig)
Olga frá Rauðalæk

Sveittar jóla og hátíðakveðjur til félaga minni í bandinu Teygjutvist, þið eru hetjur strákar!
Júlli Kempa! Yfir og út!

Berti og Berta (þulur gerir stutta þögn) vilja óska íbúum Fnjóskadals og nærsveitungum innilegrar jólakveðju og vona að allir hafi það gott yfir hátíðirnar.

Kjörbúðin Tryggvakjör óskar viðskiptavinum sýnum góðr jóla og þakkar viðskiptin á árinu sem er að líða, ps Allar vörurnar í búðinni voru allar útrunnar fyrir jólin.
Tryggvi og frú. Farin til Spánar.

Nú verður gert stutt hlé að lestri.


Afhending

Fékk afhent í dag


Tvöfaldur í roðinu!

 

Það fer alveg óskaplega í taugarnar á mér þegar fólk leggur bílhræi sínu í 2 stæði!

angry%20man

 


Markó!

 

 

 

Markó!

 


,,Lyftan var biluð, húsvörðurinn kallaði mig svín,,

 

Hefði bara átt að halda mig heima undir fiðri í dag, heilsan er ekki upp á marga fiska...hefði þurft á þessari græju í dag.

cold

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband