Nú verða lesnar jólakveðjur.


Ágætu landsmenn, vinir og kunningjar. Óska ykkum öllum gleðilegrar hátíðar, nema erki óvini mínum honum Hreggviði frá Hæli – Þú ert svo gott sem dauður fyrir mér!
Björn Bóndi.

Stína og Gaukur á Kópaskeri, innilegar óskir um góð jól og þakka það liðna á árinu, ps. Þið skuldið mér enn fyrir tveggjasæta sófan sem ég seldi ykkur í mars.
Tommi í Kópavogi.

Landsmenn…- Ég er öryrki og á ekki fyrir salti í grautinn. Vil þakka vori ríkisstjórn það allt saman og vona að þingmenn troði mikið af kræsingu í andlitið á sér yfir komandi hátíðir– Aumingjar!
Úlfhildur Bekk kt. 1101491119

Vil senda hlýjar jólakveðjur norður í land til þeirra hjóna Jónasar og Erlu – þið eruð alger dúllurassgöt (þulur ræskir sig)
Olga frá Rauðalæk

Sveittar jóla og hátíðakveðjur til félaga minni í bandinu Teygjutvist, þið eru hetjur strákar!
Júlli Kempa! Yfir og út!

Berti og Berta (þulur gerir stutta þögn) vilja óska íbúum Fnjóskadals og nærsveitungum innilegrar jólakveðju og vona að allir hafi það gott yfir hátíðirnar.

Kjörbúðin Tryggvakjör óskar viðskiptavinum sýnum góðr jóla og þakkar viðskiptin á árinu sem er að líða, ps Allar vörurnar í búðinni voru allar útrunnar fyrir jólin.
Tryggvi og frú. Farin til Spánar.

Nú verður gert stutt hlé að lestri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sendi öllum heima á fróni og öllum í kexverksmiðjunni fróni jóla og níárskveðjur.

ingo (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 22:25

2 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Gleðileg jól kæri bloggvinur

P.S. Heyrði engar svona skemmtilegar jólakveðjur í útvarpinu á Þorláksmessu.

Brynja Hjaltadóttir, 25.12.2007 kl. 23:53

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

haha jólakveðjur til þín

og pakki á síðunni minni

Guðríður Pétursdóttir, 27.12.2007 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband