Færsluflokkur: Bloggar
21.11.2007 | 10:20
Tveir gamlir menn sitja á bekk og spjalla
- Nei komdu sæll lagsmaður! Viltu ekki tylla þér hérna við hlið mér á þessum forláta bekk, ég er búinn að sitja hérna svo lengi án þess að nokkur komi og setjist hjá mér. Fuglarnir hafa haldið mér félagsskap.
- Ert þetta þú Hróar? Ég hef nú ekki séð þig háa herrans tíð, vitaskuld sest ég hjá þér og spjalla eilítið við þig. Ég var að koma úr sundi, ansi hressandi svona snemma dags að sprikla í vatninu, jájá, það held ég.
- Hvað er að frétta af henni Bertu, er hún ekki alltaf hress? Ég bara man ekki hvenær ég sá hana síðast.
- Hún Berta er nú skilin við mig, hún fann sér miklu yngri mann, þú manst eftir honum Óttari í Kríuskarði suður í Múlasýslu?
- Er það kauðinn sem var næstum búinn að skjóta mig með kindabyssu? Það helvítis fífl? Ég mun sko segja honum til syndanna er ég næ í hnakkadrambið á honum skal ég þér segja.
- Rétt til getið hjá þér, sá er nú maðurinn. Skil ekkert hvað hún sér við hann. En sjálfur er maður ekki af baki dottinn ennþá. Ég kyntis á síðustu föndurstund glæsilegri konu úr vesturbænum.
- Detti mér nú allar.......segðu mér nú frá henni.
- Á sínum yngri árum var hún íslandsmeistari í svartapétri og var send til Færeyja til að keppa á heimsmeistaramótinu, svo fór að hún lenti í örðu sæti vegna þess að sú sem vann svindlaði mikið. Áslaug. Hún heitir Áslaug og er ættuð frá Raufarhöfn.
- Hvúr ræ karlinn! Ég er einmitt í tygjum við konu frá Raufarhöfn sem heitir líka Áslaug! Furðurlegt hvað heimurinn er lítill!
Fleira fór ekki þeirra á milli, gesturinn stóð upp, löðrungaði gestgjafann og hélt sína leið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.11.2007 | 19:54
Dónaskapur
Alveg finnst mér það óþolandi þegar maður ætlar að versla í bílalúgu þegar ökumenn á löngum ökutækjum teppa lúgu eða gera manni erfitt fyrir að fá afgreiðslu! Það fer sérstaklega í taugarnar á mér fólk með hjólhýsi sem finnst það rosa sniðugt að fara í bílalúgu, því er örugglega skít sama eða jafnvel pæla ekki neitt í því að það er að lengja biðtíman hjá þeim sem eru aftar í röðinni. Það ætti að setja upp skilti/límmiða sem banni löngum ökutækjum/með tengivagn að nota þessa téðu lúgu. Og hana nú.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.11.2007 | 15:38
Sólgleraugu
Finnst það óþægilegt þegar ég er að tala við manneskju sem er með það dökk sólgleraugu að maður sér ekki í augun....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2007 | 14:42
Veist þú það?
Ég hef ekki hugmynd af hverju ég bloggaði þessa færslu............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.11.2007 | 17:33
Vandræðalegt
Óþolandi þegar maður er að afgreiða viðskiptavin þegar maður þarf kannski að hnerra, maður lætur nú gossa en stundum er mikið af ákveðnum vessum sem vilja komast út og gera það. Frekar vandræðalegt þegar svolítið gerist. Einnig er það frekar vandræðalegt þegar manni svelgist á munnvatni og byrjar að hósta eins og enginn sé morgundagurinn! Lenti t.d í því síðarnefna áðan og þurfti að fara afsíðis til að klára þetta litla hóstakast. Kom svo til baka að borðinu rauður eins og tómatur og kláraði afgreiðsluna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.11.2007 | 20:54
,,Éttu bara!,,
Rakst á þessa ansi sniðugu síðu á veraldarvefnum. Með að smella landshlutan sem þú býrð á getur þú fengið að sjá lista af þeim veitingastöðum sem bjóða upp á heimsendingu....farðu bara á
www.just-eat.is og skoðaðu..........sniðugt.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.11.2007 | 13:06
Lauflétt tónlistargáta.
Komið með lagaheiti og flytjanda út frá þessum laglínum......auðvelt, er það ekki?
Bíddu pabbi bíddu mín ..
Ég kom í þorpið kvöld eitt um sumar ..
Svo birtis þú og lífið fékk tilgang að nýju
Á ball um þessa helgi margur vongóður fer .
Að vakna sem sálarlaus maður
Svo vil ég elegans,milljón manns, ekkert suð, stelpur og stuð .
Já nú meiga vífin svo vara sig .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.11.2007 | 01:00
Sluts´R´us
Nei, fyrirgefið - það er víst toys´r´us eða hvernig sem það er skrifað. Mér finnst það magnað hvað íslendingar eru kaupglaðir! Sérstaklega í ljósi þess að aðra helgina sem búiðn er opnuð var verslunin næst mest í öllum heiminum! þá er ég auðvita að meina í öllum þessum dótabúðum í keðjunni. Íslendingar versluðu meira en Bandaríkjamenn! Það verður mikið um harða pakka þetta árið held ég.........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)