Færsluflokkur: Bloggar
24.3.2008 | 12:50
Og þá sagði hann -
já, það sjást augljóslega mannabein á þessari mynd
En hvar er þá restin af beinunum?
Mannabein fundust á víðavangi í Kjósarhreppi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.3.2008 | 13:19
Gleðilega páska ;o)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.3.2008 | 12:35
skemmtilegt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.2.2008 | 11:40
Auglýsingar
Eftir að ákveðið var að setja auglýsingar á bloggin okkar hef ég tekið eftir því núna að það eru tvær auglýsingar í gangi - frá Nova og háskólanum á Bifröst. Í fyrstu hélt ég stjórnendur bloggsins væru að stýra á hvaða síður auglýsingarnar fara, að Nova kæmi upp hjá yngri bloggverjum og Bifröst hjá þeim eldri. Ég gerði ,,hávísindalega,, könnun og skannaði síðurnar hjá öllum bloggvinum mínum og komst að því að aldur hefur ekkert að gera með hvar auglýsingarnar lenda.
Gott og vel. Það er ekki verið að draga okkur í dilka eftir aldri, stöðu, þjóðerni ofl - en finnst ykkur ekki að við ættum að fá að velja hvað sé verið að auglýsa á síðunni okkar? Núna er, eins og áður kom fram, tvær auglýsingar í gangi Nova og Bifröst.
Hvað finnst þér?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.2.2008 | 20:58
Brjálæðislegar pælingar maður!
Oft hef ég pælt í því, þegar ég er að keyra í vondu veðri, hvort lagið sem ég er að hlusta á í það skiptið verið það síðasta sem ég heyri. skrýtið ég veit. Stundum, ef ég bara að hlusta á útvarpið hef ég hreinlega skipt um stöð eða sett á geisladisk bara til að forðast að hlusta á þetta lag, sem gæti verið það síðasta sem ég hlusta á! Er þetta eðlilegt? Ég mundi t.d ekki vilja geispa golunni undir vælinu í einhverri pissudúkku á borð við Britney eða Rihönnu
Hvað segið þið? Eru þið líka svona? Ég efast einhvern veginn um það Eða er eitthvað annað sem að þið eruð paranoid yfir?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.2.2008 | 13:14
Æ vont tú bí að hippí end í vont tú gett stónd!
Í dag örlar fyrir þynku .ekki gaman. Í dag er ég líka boðinn í skírnarveislu, veit ekki hvort ég lifi það af. En já, það var dulítið teiti í kotinu mínu. Mikið sungið og trallað ..já og auðvita drukkið mikið. Ég þarf að skúra nenni því ekki .ætla að láta það bíða eitthvað.
HEY! Ég er í fríi í dag! Sem betur fer!Hef þetta þá ekki lengra, á örugglega eftir að koma með einhverja speki í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.2.2008 | 12:11
Af matarvenjum
Eftir að ég fluttist aftur í átthagana hef ég farið að borða mun hollara, t.d þegar ég átti heima hjá mömmu var ég ekki mikið að gúffa í mig ávöxtum því mig bara langaði ekki í þó að mamma hafði girnileg epli á eldhúsborðinu freistaði það mín ekki. Það kom reyndar eitt tímabil þar sem ég borðaði mikið af ferskum ananas og perum.
En nú þegar ég er fluttur að heiman, og versla sjálfur í ísskápinn minn borða ég miklu meira af grænmeti og ávöxtum, er meira að segja byrjaður að taka heilsutvennu, eitthvað sem ég gerði ekki heima á Selfossi. Harðfiskur og Baby gulrætur er vinsælt snakk hjá mér þessa dagana þó svo að ég laumist inn á milli í ,,alvöru,, snakk frá Þykkvabæ
Eftir að ég fékk blandara í jólagjöf frá Birnu er ég byrjaður á að blanda mér skyrdrykki sem eru bara góðir! Reyndar er hundleiðinlegt að ganga frá eftir sig þegar maður hefur lokið við að blanda einn drykk...en það er bara eitthvað sem maður verður að láta sig hafa
Mér líður vel í litla kotinu mínu ;o)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.2.2008 | 11:36
páernapp
Núna er verið að mæla með, þegar ökumenn finna fyrir þreytu, að stöðva bílinn og leggja sig í 15 mín. Ágætis ráð og allt það - en þegar keyrir framhjá bifreið sem er í kantinum og ökumaðurinn er með lokuð augun og höfuðið hallar kannski aðeins niður eða til hliðanna Þessi ökumaður gæti allt eins verið í einhverju kasti eða jafnvel verið látinn.Svo keyrir maður framhjá og hugsar, já, hann er nú bara að hvíla sig, eitthvað þreyttur......
Ég er einn af þeim ,,heppnu,, sem bara getur ekki sofnað á með ég er að aka, hins vegar á ég mjög auðvelt með að sofna fyrir framan sjónvarpið, sama hvað er á - gæti þess vegna verið argasta hrollvekja....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.1.2008 | 17:59
Smáauglýsingar
Ertu með brjálaða bikkju sem þú sérð ekki frá á að ná að temja og ert á barmi þess að leiða til slátrunar? Áður en þú grípur til þeirra örþrifaráða bjallaðu þá í mig, ég gæti tjónkað við truntunni. 888-8888, Trausti Bekk.
Sárvantar einhver til að koma með mér á spilakvöld, félagsvist. Spilað er í Þingborg á þriðjudagskvöldum. Ég hef gaman af skokki og er á kafi í grískri goðafræði. Hef einnig mikinn áhuga á öllu sem tengist gróðri. Sendið mér línu á knusogkossar(hjá)koss.is
Fann á förnum vegi myndarlega og veglega lofhúfu. Hún fannst fyrir utan hús verslunarinnar síðasta sunnudag. Húfan er mjög mjúk hef ég leyft mér að kúra með hana á næturnar. Ef þú saknar loðhúfunnar þinnar hafðu þá samband í síma 555-5555. Bjarney.
Ungt par frá Tyrklandi leitar að samastað til að dvelja á meðan það er að nema Tantrafræðin. Þau eru reyklaus og róleg, fara sjaldan út á galeiðuna og biðja tvisvar sinnum á dag. Parið er reyklaust og hjartahlítt. Lofa að greiða alltaf á réttum tíma og vera ekki með neinn hamagang. Endilega hafið samband í síma 777-7777, Hróðný
Þarf nauðsynlega á hjálp stílista að halda, allir vinir mínir skammast sín þegar þeir eru með mér og er búin að vera einhleyp í 10 ár. Nú finnst mér kominn tími til að gera eitthvað í mínum málum. Hef fengið mig fullsadda af þessu djöfuls pipri. endilega sendið svar merkt tískuslys í Laugardalslaugina.
Ég er að reyna að koma saman sauðkind og kálfi en það gengur bara engan veginn. Búin að reyna allt! Ef einhver getur veitt mér dýrmætar upplýsingar um hvernig þetta er hægt má sá hin sama senda mér þær á sikkbastard(hjá)sikk.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2008 | 23:27
Gull hafsins
Á lítilli eyju sem fáir þektu bjó flokkur af fólki sem kallaði sig Olla. Flokkur þessi lifði aðallega á fiski sem það veiddi í þar til gerum pollum. Þessir fiskar voru engin smásmíði eða um tveggja metra langir með þykkt og mikið hreistur sem erfitt var að verka. Þeir voru í mörgum litum en algengasti liturinn var rauður.
Sú saga hafði gengið um landið að einn smali hefði séð fisk sem var gylltur. Var smalinn ekki tekinn trúanlegur þar sem hann gekk ekki heill til skógar. Málið var því kæft í fæðingu. Smalinn trúði því að hann hefði séð þennan fisk og hékk fyrir framan pollinn dögum saman, í von um að sjá þennan fallega fisk sem átti víst ekki að vera til.
Eyjaskeggjar höfðu áhyggjur af smalanum og sendu seiðkarlinn til að ræða við hann og koma þessu út úr kollinum á honum. Seiðkarlinn vildi vera í næði með smalanum. Þeir sátu tveir og spjölluðu um daginn og veginn. Loks kom seiðkarlinn sér að efninu og spurði hvort hann hefði í raun og veru séð téðan gullfisk. Smalinn sagðist sko heldur betur halda það og vildi ekki víkja frá pollinum.
Seiðkarlinn varð óróglegur og sá að hann var ekki að ná til smalans með malinu einu saman. Hann ákvað því að bregða á það ráð að leggja á hann álög. Álög sem mundu telja honum trú að þessi fiskur væri ekki til. Seiðkarlinn fór að þylja upp eitthvað sem smalinn skildi ekki. Smalinn varð hræddur og stóð upp og tók tvö skref afturábak.
Smalinn gætti ekki nógu vel að sér og féll í pollinn með miklum gusugangi. Seiðkarlinum brá svo mikið að hann rak upp skaðræðis öskur. Eyjaskeggjar heyrðu það vel og komu askvaðandi að pollinum. Ekkert bólaði á smalanum eyjaskeggjar töldu hann af og héldu athöfn sem þótti við hæfi.
Lífið gekk sinn vanagang næstu daga og vikur. Pollurinn var talinn pyttur djöfulsins og var stranglega bannað að koma nálægt honum, hvað þá að veiða sér til matar í honum. Eyjaskeggjar óttuðust pollinn, sögðu að andi smalans væri þar á kreiki ósáttur við að enginn skuli hafa trúað honum á sínum tíma. Seiðkarlinn hafði enn ekki náð sér eftir þennan atburð og hélt sig mestmegnis innandyra þar sem hann sinnti sínum skildum gagnvart samfélaginu.
Það var svo einn sólríkan dag sem tveir piltar voru að leik og sáu svo pollinn sem þeir höfðu verið hræddir með fyrir nokkrum dögum síðan. Um þá greip hræðsla en þeir mönuðu hvorn annan upp og gengu að pollinum, - löturhægum skrefum.Þegar annar drengjanna ætlaði að snúa við sá þeir hlut sem þeir höfðu aldrei séð áður. Upp úr pollinum skreið fiskur. Hann hafði fjóra fætur í stað ugga og var hálfur fiskur og hálfur maður. Strákarnir urðu svo hræddir að þeir gátu sig hvergi hreyft og sáu skepnuna nálgast.
Skyndilega fór hún að tala, sagði strákunum að óttast ekki, heldur fara í þorpið og segja þorpsbúum að smalinn væri kominn aftur. Strákarnir róuðust aðeins og hlupu eins hratt og þeir gátu til þorpsins og sögðu tíðindin. Enginn trúði þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)