19.12.2007 | 21:04
,,fæst ekki um gömlu partýtjónin,,
Um daginn þegar ég var að hlusta á útvarpið á leiðini í vinnuna voru spiluð nokkur jólalög. Ég veit ekki hvað kom yfir mig en ég fór að pæla í textunum við login. Ég komst að dálitlu
- Flest jólalög eru bara dulbúin ástarlög!
Mörg þeirra snúast um ástfangin manneskja gerir eitthvað fyrir hitt kynið, er í basil við að finna gjöf eða einfaldlega sakanar þess að geta ekki notið hátíðana með hvort öðru.
Snæfinnur snjókarl er til dæmis ekki vitund jólalegt, nema fyrir kannski einstakar jólahljóma í laginu sjálfu, en textinn fjallar beisikklí um að hann bráðni, en nær að forða sér inn í krakkahóp sem fylgir honum svo á eitthvað torg ..og hvað svo? Ekkert! Svo á víst að vera einhver töfrasnjókall pfff ..
,,Ef ég nenni,, er líklega eitthvað það ójólalegasta jólalag sem til er! Fjallar um einhver draugleiðinlegan mann sem er í mikilli ástarsorg/afneitun sem dauðsér eftir elskunni sinni, sem líklegast fór úr landi frá honum vegna þess hve latur og tilllist laus hann var ;o)
Annar er ég ekki kominn í neitt einasta jólaskap! Á frí í vinnunni á morgun og ætla að reyana að klína málingu á veggi heima hjá mér ..er búinn að finna lit. Jæja, ætla fara að finna mér eitthvað að éta!
Athugasemdir
,,Ef ég nenni,, er líklega eitthvað það ójólalegasta jólalag sem til er! Fjallar um einhver draugleiðinlegan mann sem er í mikilli ástarsorg/afneitun sem dauðsér eftir elskunni sinni, sem líklegast fór úr landi frá honum vegna þess hve latur og tilllist laus hann var ;o)
Nákvæmlega...!!! ég haaaaata þetta lag og einmitt eins og þú segir.. algjörlega ójólalegastajólalag allra tíma
Guðríður Pétursdóttir, 19.12.2007 kl. 21:08
- Ég gleymdi að minnast á það að ég bókstaflega þoli ekki svona litla barnakóra í lögum! Þau eru eitthvða svo.........skræk og of glöð.
Vignir, 19.12.2007 kl. 22:28
nákvæmlega, það er enginn svona ofboðslega glaður!!!! góð færsla samt, pæling ... eru ekki öll lög ástarlög samt? ÖLL!!!!
Guðrún Helga Guðmundsdóttir, 20.12.2007 kl. 00:39
ekki allavega sum lög með Dr Spock.. eða hvað?
Guðríður Pétursdóttir, 20.12.2007 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.