,,Má ég stela einum,,?


Alveg frá því að maðurinn heyrði fyrst boðorðin 10 hefur honum verið gert það ljóst að það sé bannað/illa séð að stela. Viðurlögin við slíkum verkanði eru mismunandi eftir löndum og kúltúr – allt frá aflimun yfir í samfélagsþjónustu eða skilorð, sem allir virðast fá nú á dögum – fer auðvita eftir umfangi þjófnaðarinns.

Flestir fara eftir þessu boðorði númer 7 og stela ekki. Eða hvað? Ef fólk spyr ,, má ég stela mér,, t.d einum konfektmola er það þá ekki að stela – þó svo að það hafi fengið leyfi til að taka einn mola – því með því hugarfari teygir sá hin sami sig í molann ljúffenga. Réttast væri auðvita að spurja bara beint, má ég fá einn mola. Hvað er svona erfitt við það? Í staðinn fyrir að laumast eins og köttur í kringum heitan graut.

Þetta er nú samt orðinn fastur partur af hinu daglega máli að nota þetta orðalag en mér finnst þetta samt pínu kjánalegt verð ég nú að segja. Sjálfur hef nú sagt þessa ,,fleygu,, setningu en veit alltaf innst inni hversu fáránlega hún hljómar. Það er bara eðli mannsins að sýna sjáflsbjargarviðleytni og nálgast það sem hann þarf/vill hvort sem það kosti þjónað eða ekki. Hellisbúarnir spurðu alveg örugglega ekki þessara spurningar þegar þeir fóru í helli óvinarinns og hnuppluðu spúsu hellisinns ,,u fyrirgefðu granni – en mætti ég ekki stela frúnni þinni?,, ,, HA? Jújú….skilaðu henni bara aftur heim fyrir kvöldmat!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú jú satt er það en mikið finnst mér nú konfekt alltaf gott.

Brúsi (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 01:11

2 Smámynd: Vignir

já, sumt konfekt er gott....alls ekki allt að mínu mati. Molin er girnilegur að sjá en stundum hreinasti viðbjóður þegar maður vogar sér að bíta í hann. Þá breytist hann úr girnilegu yfir í óþverra. jájá

Vignir, 18.12.2007 kl. 01:47

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

well, thats just chocolate... and life

Guðríður Pétursdóttir, 18.12.2007 kl. 12:08

4 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Ohh mig langar að sjá Forrest Gump. Talandi um súkkulaðimola. Life is like a box of chocolate...

Ég er pennasjúk, alltaf að safna pennum og segi gjarnan, má ég fá einn svona penna?, þar sem ég er að versla og sé girnilega gripi. Ekki bið ég um að fá að stela...halló!

Brynja Hjaltadóttir, 19.12.2007 kl. 00:25

5 Smámynd: Guðfinnur Þorvaldsson

Góð pæling sem ég er fyllilega sammála. Skondið hvernig undarlegir frasar og orðatiltæki festast í málfari almennings.

Guðfinnur Þorvaldsson, 19.12.2007 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband