Færsluflokkur: Bloggar
12.9.2007 | 22:04
Ekki snappa
Mikið er ég feginn að vera ekki öryrki! Á Íslandi er mikið af fólki sem er dæmt öryrkjar af misjöfnum ástæðum. Sumir hafa lent í alvarlegum slysum, aðrir vegna andlegrar heilsu. Ég held, og skammast mín ekkert fyrir að segja þetta, að margir séu bara að lifa á kerfinu. Þá spyrja örugglega margir hvort það sé eitthvað skemmtilegt að hanga heima allan daginn og lifa á sára litlum bótum til að framfleyta sér. Nei, það er örugglega hundleiðinlegt að hanga heima alla daga og hafa varla efni á að gera sér dagamun og leyfa börnunum sínum að stunda félagslíf og íþróttir.
Mér finnst það samt frábært að fólk sem eru öryrkjar og fara á vinnumarkaðinn til að bæta lífsviðurværi sitt, þó svo að vinnan sé ekki 100% er það samt að reyna. En þá kemur ríkið og tekur það sem þau vinna sér inn í skatt. Ekki beint hvetjandi fyrir að sína smá sjálfsbjargarviðleitni.
Það koma stundum tímar sem mér finnast öryrkjar vera alltaf að vorkenna sér, veifandi skírteinum sem gefa það í skyn að þeir séu öryrkjar. Það pirrar mig pínu, á maður að tala eitthvað öðruvísi við þá, eða eiga þeir að fá miklu betri þjónustu heldur en jón og Gunna ?.........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2007 | 20:00
Nágrannar
Ég bý í fjölbýlishúsi. íbúiðin sem við búin í er á milli tveggja íbúða. Öðrum meginn býr maður sem er mikið fyrir sopann og vá á tímabili með mikil læti, var mikið fyrir að stilla græjurnar sínar hátt og hlusta á sömu lögin daginn út og inn, sama á hvaða tíma sólarhringsins. Sem betur fer hefur ástandið lagast og eru við varla vör við hann núna. Sem er gott mál.
Hins vegar eru nýjir nágrannar fluttir í hina íbúina. Ung kona með nokkur börn. Ég verð að segja að önnur eins skaðræðis öskur hef ég aldrei á ævi minni heyrt! Ég skil ekki hvernig hljóðhimnan í þessari litlu stelpu er ekki löngu sprungin, öskrin sem koma frá þessum litla líkama eru með ólíkindum og skera inn að beini! Djöfull finnst mér þetta pirrandi! Ágætis getnaðarvörn samt verð ég að viðurkenna :o)
Fleira var það nú ekki um grannana - í bili skulum við segja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.9.2007 | 11:10
Á toppinum
...Eins og kannski einhverjir hafa tekið heftir hef ég verið duglegur að breyta toppmyndinni á síðunni minni. Er að hugsa um að gera þetta á hverjum degi, alltaf gaman að sjá eitthvað nýtt. Er það ekki?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2007 | 22:15
Smá játning á mánudagskvöldi
............Reyndi að bæla þessa minningu niður en sé mig knúinn til þess að deila henni með ykkur kæru bloggarar. Sko....ætli það séu ekki svona 3 ár síðan. Ég í var enn í FSu og var í eyðu. Ég ákvað að bregða mér heim, enda bý rétt hjá skólanum. Alla vega....ég er einn af þeim sem mæta alltaf í tíma og hef ekki samvisku í að skrópa. Þegar ég kom heim þurfti ég að fara á klósettið, ekkert merkilegt með það....Hurðin á baðherberginu er ekki með lykil heldur snýr maður lás til að loka. Á undraverðan hátt náði lásinn að festast þannig að ég gat ekki með nokkru móti opnað bannsetta hurðina. Bíðiði.......þetta er ekki búið! Í á litlu baðherbergi þurfti ég að dúsa í góða 4 tíma! eða þangað til mamma kom heim úr vinnunni! Og annað...........ég missti af tveimur tímum í skólanum! vegna klósett hangs!
Þar hafiði það....nú hef ég ekkert að fela!
Komst ekki út af salerninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.9.2007 | 18:38
Hefur þú spáð í því...
....þegar þú tekur sopa af gosi í dós hvort að það séu bakteríur eða eitthvað álíka á við opið? Ég er nýbúinn að pæla í þessu og þurrka ég alltaf vel af áður en ég fæ mér sopa, maður hefur ekki hugmynd hvað er búið að gera við dósina áður en maður fær hana í hendur og ber að munni sínum.
Þessi heimskulega pæling var í boði hugarheims míns. Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.9.2007 | 13:05
Sunnudagur
Vá hvað þessi dagur er búinn að vera lengi að líða! Ég vaknaði rúmlega 9 í morgunn. Hef ekki einu sinni afrekað að klæða mig! Það sem það er nú Sunnudagur að þá er það afsakanlegt
en mig langar samt að fara að gera eitthvað! Ætli ég taki bara ekki stóran hring hérna um sveitir Árnessýslu, það er alltaf róandi að taka smá rúnt, allavega fyrir mig.
Ætla að brenna eins og einn eða tvo diska með vel valinni tónlist og taka með mér á rúntinn. Hver veit nema að ég stoppi í Hveragerði og fá mér ís eða eitthvað
.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.9.2007 | 11:57
Æ, fer þessu bara ekki að ljúka......
Þetta mál fer nú að vera pínu þreytt, vona samt að hún finnist og hið sanna komist í ljós. Það kæmi mér hins vegar ekkert á óvart ef að það yrði gerð mynd um þetta, svona ekta Hollívúdd mynd .
Foreldrar Madeleine á heimleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.9.2007 | 18:33
Þýðingar
Ég hef mjög gaman að því að snara erlendum orðum, þáttarheitum, lögum og flytjendum yfir á tungu feðranna og kem ég hér með nokkur dæmi. Ætla bara að skrifa íslensku þýðinguna og svo megið þið segja hvað það er. ok?
Svo þú heldur að þú getir skakað þér (sjónvarp)
*
Georg Runni (maður)
*
Öfga yfirhalning (sjónvarp)
*
flotti fýr (lag)
*
Nikki Búr (maður)
*
ég kem með kynþokkann! (brot úr lagi)
*
Jói Skaufi (maður)
*
Hinir sköllóttu og fallegu (sjónvarp)
*
Og nú man ég ekki eftir fleiri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.9.2007 | 13:18
Tiltekt
En þá er bara spurningin, hvað á ég að gera við allt þetta drasl, ég er einn af þeim sem vill helst engu henda....En ég er að hugsa um að hunsa það hjá mér og henda og henda eins og enginn sé morgundagurinn!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.9.2007 | 12:16
Stóra stærtókortamálið!
Persónulega finnst mér að það eigi að vera frítt í strætó. Sjálfur nota ég ekki strætó en það eru mest unglingar í skóla og eldra fólk. Þessir hópar eru þeir hópa sem yfirleitt hafa minnst á milli handana til að eyða...
Svindl með strætókort stóreykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)