Færsluflokkur: Bloggar
2.9.2007 | 15:08
stripplast á ströndinni
Margar konur eru á móti súludans stöðum. Þær hreinlega fyrirlíta þá og vilja ekkert með þá hafa, helst þurrka þá út af jörðinni. Margar af þessum sömu konum fara svo til Spánar eða til annarra landa þar sem hitinn er mikill og strendurnar freistandi.
Þegar á ströndina er mikla sumar ekki það fyrir sér að vippa sér úr efri hluta sundfatanna og fara í sólbað. Það finnst þeim í lagi, að flagga dúllunum á ströndinni en sjá svo rautt þegar þær vita af einhverjum útlenskum konum gera nákvæmlega það sama.......á aðeins öðruvísi hátt....
Nei bara pæling......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.8.2007 | 16:16
Það er....
...Ekki á hverjum degi sem að maður heyrir af svona löguðu, en ég verð nú samt að segja að fyrirsögnin er talsvert meira spennandi heldur er sjálf greinin....
![]() |
Missti hluta höfuðsins í heilaaðgerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2007 | 14:56
Ferðasaga 2. hluti
Jæja
.ekki eins þreyttur og í gær þannig að nú held ég áfram.
Langar aðeins að segja meira frá Marokkóferðinni. Lagt var af stað frá hótelinu stundvíslega klukkan 6 um morguninn. Þar sem ég ákvað að fara út á lífið kvöldið áður og fékk aðeins um 3 tíma svefn var ég frekar syfjaður í rútunni. En þar sem spenningurinn var svo mikill gat ég ekki sofnað. Til að komast yfir sundið sem hjá Gíbraltar á milli Spánar og Afríku tókum við hrað ferju. Það var mjög spes og við vorum heppin með ,,færðina,, ekki miklar öldur með tilheyrandi veltingi.
Þar sem það er í lögum Marokkó að hafa með í för leiðsögumann frá þeirra landi fengnum við hann Abdula til að segja okkur frá því helsta í landinu. Tveir leiðsögumenn bættust svo við þegar við komum inn í landið sem tók ágætis tíma.
Verð nú að segja það að mér var ekki sama að sjá alla þessa verði með riffla standandi við landamærin. Þegar við komum að landamærunum komu einhverjir menn með spegla og spegluðu undir rútuna sem við vorum í mjög traustvekjandi allt saman. Það var líka marg ítrekað að við mættum alls ekki taka neina myndir að landamærunum og nýbúið var að setja tjöld yfir landamærin vegna mikils ágangs frétta þyrla sem voru víst mikið búin að vera að mynda barsmíðar varðanna á fólkinu sem reyndi að komast yfir landamærin.
Við komumst nú í gegnum landamærin og þá tók við rútuferð í smá tíma með úlfvalda stoppi sem ég minntist á í síðustu færslu, mjög skemmtilegt. Það vildi svo skemmtilega til að konungurinn í Marokkó var einmitt í borginni sem við heimsóttum. Hann á tvær hallir þarna og við sáum þær báðar. Fyrir framan báðar hallirnar voru margir vopnaðir verðir og var sama tuggan tuggin um að alls ekki mætti taka myndir. Þegar ég sá allt þetta ríkidæmi konungsins hugsaði ég af hverju fátæka fólkið mundi ekki bara taka sig saman og mótmæla, láta deila auði landsins skikkanlega á milli allra
..En það er bara ekki auðvelt fyrir fátæka fólkið að gera eitthvað í sínum málum, þeir eru of uppteknir við að reyna að komast af með sölu á varningi.
Inni í medínunni, þessari með mörgu smágötunum voru sölumenn á hverju horni. Þeir stukku næstum því á mann að bjóða varning, sem var mest bara drasl og maður heyrði mjög oft þessa setningu
Það þykir siður að prútta um allt í Marokkó. Ég verð nú að viðurkenna að ég er ekki allt of góður í því þannig að ég prúttaði ekki neitt. Við forum á teppamarkað þar sem sölumennirnir voru svakalegir. Þeir byrjuðu á að þekja stórt gólf af teppum, sem öll eru handgerð og tóku sum 5 ár í vinnslu. Þeir voru mjög kræfir og báðu okkur um að snerta öll teppin til að finna gæðin, sem voru mjög mikil. Þeir meir að segja báru eld að þeim og það sást ekki á þeim. Þegar teppakynningunni var lokið réðust sölumennirnir á okkur og báðu okkur teppi, ég þurfti marg oft að segja að ég vildi ekki neitt. Sumir í hópnum keyptu sér teppi.
Eftir teppamarkaðinn forum við og fengum okkur að borða í mjög gamalli höll, ca 300 til 400 ára. Mér fannst það magnað að sjá þetta inni í miðju slömminu þar sem fátæka fólkið var að lepja dauðan úr skel. Alla vega, við fengum mat að hætti Marokkómanna. Fyrst fengum við súpu sem var bara hin ágætasta súpa. Þar á eftir var aðalrétturinn sem saman stóð að cous cous, blönduðu grænmeti og kjúkling. Verð að viðurkenna að ég lagið ekki í kjúklinginn en hitt bragðaðist vel. Svo fengum við Shiskebab (hef ekki hugmynd um hvernig á að skrifa það
) Það kom á teini og var vægast sagt ekki girnilegt, kjötið var hálf blóðugt en ég fann mér bita sem að nægilega mikið eldaður og fékk mér smá. Bragðið var ekkert sérstak, held að Marokkóbúar spari allt kryddið sitt, sem reyndar var nóg til af á götumörkuðunum. Eftir matinn fengum við svo te að hætti innfæddra. Þetta var myntu té sem var mjög gott. Þetta te var hægt a kaupa í apóteki sem að við heimsóttum. Þar fengum við kynninu á sumum vörum sem í boði voru. Þeir í Marokkó reyna eftir fremsta megni að nota náttúrleg lyf áður, ef að ekkert af því virkar nota þau hefðbundin lyf sem við þekkjum. Hér koma nokkrar myndir frá Marokkó.
Læt þetta duga í dag af ferðasögu, kemur meira síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.8.2007 | 02:05
Þannig er það nú bara...
Sælan hlaut að enda einhverntíma! Ég er kominn heim frá Costa Del Sol. Lenti um 9 í kvöld. Fórum frá 30+ gráðum og sól og komum í þoku og rigningu, mjög heimilislegt allt saman.
Ég ákvað að fara í nokkrar af ferðunum sem í boði eru og sé sko ekki eftir því! Haldiði að karlinn hafi ekki skellt sér til Afríku!
..reyndar Marokkó sem er kannski ekki beint það Afríkulegasta en samt, til Afríku fór ég nú samt. Við forum í Tetuan sem er mjög sérstök borg. Þar er mjög mikill munur á þeim fátæku og þeim ríku. Lítið fer fyrir millistétt þar á bæ. Í Marokkó var margt skoðað og forum við annars í medínu (held að ég sé að fara með rétt nafn) Ég mundi segja að það væri eins konar völundarhús því innan vega múrs sem er ca 8 km langur leynast um 2900 smágötur sem eru mjög þröngar!
Þar býr fullt af fólki sem allt virtist vera mjög fátækt, viðað við aðbúnaðinn sem það bjó við. Margir koma úr fjöllunum til að selja varning, kaktusfíkjur og annað. Margir sátu bara á götunni og hirtu lítið um vörur sínar og var skítsama þó að þær væru morandi í flugum. Sérstaklega fannst mér viðbjóðslegur einn sölubásinn, en þar var að finna ,,dýrindis,, innyfli úr dýrum. Getið rétt ýmindað ykkur lyktina sem var þar í kring, í ca 37 gráðu hita á Celsius!
Á mörgum stöðum var lyktin svo slæm að nauðsynlegt var að anda með munninum til að forðast að kalla á Eyjólf!
En það sem mér finnst minnisstæðast frá Marokkó var þegar ég fékk að fara á bak Úlfvalda! Þetta eru magnaðar skepnur, læt fylgja mynd af mér á slíkum.
Það kostaði eina evru að fá að fara á bak og láta teyma sig smá spöl. Ég get samt ekki annað en vorkennt þessum dýrum sem voru þarna. Alltaf að standa upp og setjast niður aftur. Sumir þeirri voru pínu pirraðir. Þegar úlfaldinn sem ég var á var að fara niður til að hleypa mér af baki var ég næstum því dottinn af baki. Eina haldið sem ég hafði var fyrir framan mig og fyrir aftan, tveir spottar
.En sem betur fer datt ég ekki af baki. En nóg af Afríku í bili.
Gíbraltar heimsótti ég einnig. Það var mjög spes. Þar skoðuðum við dropasteinshelli og það sem mér fannst hvað skemmtilegast villtu apanna! Algerir snillingar. Ef að þú ert með eitthvað ætilegt í vasanum hika þeir ekki við að hrifsa það til sín og éta með bestu list. Hér koma myndir af öpunum.
En heyrðu
ætla að láta þetta duga í bili, er frekar þreyttur núna
. Kemur meira á morgunn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.8.2007 | 21:37
Nú er loks komið að þessu!
Á morgunn kl. 09:00, ef að allt gegnur eftir verð í háloftunum! Vúhú! Kannski mun ég henda inn færslum, ef að ég kemst í tölvu. En ef að þið sjáið ekkert hér á þessu litla bloggsvæði mínu næstu 3 vikurnar, ekki örvænta. Ragnheiður og Stefán fara í smá frí, kvísluðu því að mér að öll þessi ferðalög væru svo líjandi að þau ætla að slaka á úti á landi. Ég mun ekki gefa upp staðsetninguna, svo þau fái nú örugglega frí frá papparössunum!
Hef þetta ekki lengra, sólin og sandurinn bíða spennt eftir mér!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.8.2007 | 02:13
ARG! tölvan er að segja allt sem ég geri!
Veit ekki hvernig ég fór að því að því en núna segir hún allt sem ég geri, t.d þegar ég er að ýta á spece núna segir hún space og segir alla stafina sem ég skirfa! Óþolandi! Hvernig losna ég vi þetta?!? Ég er með Imac. Svör óskar sem fyrst, það þýðir ekki að restarta tölvunni og ég finn ekki hvernig ég á að slökkva á þessu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.8.2007 | 00:50
Á morgunn
Byrja ég á að pakka niður fyrir ferðina! Mér finnst ekki það langt síðan ferðin var pöntuð. Það eina sem mér finnst leiðinlegt við utanlandsferðir er flugið! Í fyrsta skipti sem ég fór út, sem var árið 2004, fannst mér mjög gaman í flugvél. Núna er ég að fara í 4 skipti til útlanda og ég verð að segja að glansinn er farinn af fluginu... því miður.....Er samt að spá í að gera svolítið sem ég hef ekki gert áður í flugi, að fá mér í tánna í flugvélinni. Hef yfirleitt fengið mér eitthvað á barnum í flugstöðinni og látið það nægja en það mun ekki verða þannig á miðvikudaginn. Ég er í þessum töluðu orðum að fylla Samsung símann minn af lögum fyrir ferðina því lögin sem eru á boðstólnum í vélunum eru ekki upp á marga fiska, yfirleitt.
Ég er samt að pæla í einu - það væri gaman að leigja bíl þarna á Costa, er nóg að koma með ökuskírteinið frá Íslandi? Eða þarf maður eitthvað spes leyfi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.8.2007 | 00:04
Stöð 2 í opinni dagskrá?
Þar sem ég er með sjónvarp Símanns get ég, allavega í kvöld og í gær horft á Stöð 2 óruglað. Hef ekki hugmynd afhverju það er þannig, er ekki áskrifandi af þeirri stöð..........ætla samt ekkert að kvarta...þó svo að dagskráin á stöð 2 sé ekkert til að hrópa húrra fyrir.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.8.2007 | 23:59
Nokkur örljóð
Sveittur soldán silast um
Strætin stinn
Soltinn í leit
Að æti
Gáska fullur lopi leikur sér
Gefur sér góðan tíma
Glæðist lífi
Fjarska langt í burtu að heiman
Frjáls hann flakkar
Saklaust blaktir í sunnanvindi
Sært það lúrir í moldinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.8.2007 | 15:52
Syneta
Þetta er eitt að mínum uppáhalds lögum eftir Bubba. Setti það á lagalistann minn.
Syneta
Milli jóla og nýjárs um nótt við komum
í nístingskulda, slyddu og él.
Syneta hét skipið sem skreið við landið
með skaddað stýri og laskaða vél.
Við austurströndina stóðum á dekki
störðum í sortans kólguský.
Drunur brimsins bárust um loftið
og bæn mín drukknaði óttanum í.
Innst í firðinum sáum við ljósin lýsa
ljósin sem komu þorpinu frá.
Um síðir þau hurfu í hríðina dökku
um hjörtu okkar flæddi lífsins þrá.
Þessa nótt skipið á skrúðnum steytti
skelfing og ótti tóku öll völd.
Í bátana komumst við kaldir og þreyttir
í kolsvarta myrkri beið aldan köld.
Þá nótt við dóum drottinn minn góður
drukknuðum bjarglausir einn og einn.
Himinn og haf sýndist saman renna
okkar síðasta tak var brimsorfinn steinn.
Innst í firðinum ...
Í þangi við fundumst og fimm ennþá vantar
í fjörunni aldan skilaði oss.
Í hús á börum við bornir vorum
með bláa vör eftir öldunnar koss.
Ef þú siglir um sumar vinur
og sérð við Skrúðinn brimsorfin sker.
Viltu biðja þeim fyrir er fórust,
þeim fimm sem aldrei skiluðu sér.
Um síðir þau hurfu inn í hríðina dökku
Um síðir þau hurfu í hríðina dökku
og þeim fimm sem aldrei skiluðu sér.
þeim fimm sem aldrei skiluðu sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)