Færsluflokkur: Bloggar
6.8.2007 | 13:10
Vörumerkingar
Vörumerkingar...
Leiðbeiningar aftan á þekktri "meik" tegund: "Do not use on Children under 6 months old.".
Leiðbeiningar á Sears hárblásurum: "Do not use while sleeping"
Þetta stóð á umbúðum utan af Dial sápu: "Use like regular soap"
Á umbúðum af SWANN frystimat: "Serving suggestion: Defrost"
Hótel lét baðhettu í boxi fylgja með hverju herbergi, og á boxinu stóð: "Fits one head."
Á botninum af Tiramisu dessertinum frá Tesco stendur: "Do not turn upside down".
Þetta stendur á búðing frá Marks & Spencer: "Product will be hot after heating"
Á pakkningum af Rowenta straujárni: "Do not iron clothes on body."
Á hóstameðali fyrir börn frá Boots: "Do not drive car or operate machinery."
Á flösku af "Nytol sleep aid" má sjá þetta: "Warning: may cause drowsiness."
Hnífasett frá Kóreu var merkt þannig: "Warning keep out of children."
Jólasería frá Kína var merkt á eftirfarandi hátt: "For indoor or outdoor use only.
Matarvinnsluvél frá Japan var merkt svona: "Not to be used for the other use."
Hnetupoki frá Sainsburys: "Warning: contains nuts."
Á poka af hnetum frá Amerísku flugfélagi stóð þetta: "Instructions: open packet, eat nuts."
Leiðbeiningar sem voru á miða með blá, hvít og rauðköflóttri skyrtu segir: "
Leiðinginar á ónefndri örbylgju popp tegund segir manni að "taka plastið af áður en sett er í örbylgju".
Framan á kassa af "Töfradóti" fyrir krakka, er mynd af strák sem er klæddur eins og töframaður. Aftan á kassanum
stendur: "Notice, little boy not included".
Ég keypti svona kisunammi fyrir köttinn minn. Á pokanum stendur "new and improved shapes".
Lítill miði var festur á "Superman" búning. Á honum stóð: " WARNING: THIS CAPE WILL NOT MAKE YOU FLY".
Á flösku af linsu-hreinsi stendur "Remove lenses from eyes before cleaning".
Á keðjusögum stendur oft viðvörunin "Do NOT touch the rotating chain".
"Waterproof" maskarar ... á þeim stendur: "Washes off easily with water"
Á hliðinni á flösku af ónefndri rommtegund stendur: "OPEN BOTTLE BEFORE DRINKING".
Ég var að koma tölvunni minni fyrir á nýjum stað. Kveikti á henni, en gleymdi að tengja lyklaborðið. Ég fékk náttúrulega villuskilaboð: "301: Keyboard bad or missing. Hit the F1 key to continue."
Þetta stóð aftan á sótthreinsandi hreinsiefni: "If you can not read English, do not use this product until someone explains this label to you."
fékk þetta lánað af síðunni hennar írisar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2007 | 12:29
Neyðin kennir nöktum manni að spinna!
..........já, ég skammast mín hálfpartinn fyrir að segja þetta en ætla að láta þetta flakka.
Staðan á heimilinu er þannig að hún mamma er farin á Patreksfjörð og ætlar að vera þar í nokkra dag. Ástand hefur skapast á heimilinu þar sem ég þarf núna að þvo af mér garmana. Já......ég afrekaði það í fyrradag að setja í eina vél! Í fyrsta skiptið á ævi minni! Sorglegt.......ég veit.......En það heppnaðist vel, eigum mjög aulahelda vél :o)
Svo kemur næsti höfuðverkur,að brjóta saman! Þetta er svipað og að pakka inn gjöf, þetta element vantar í mig því það er bara ekki fræðilegur möguleiki á að ég nái að brjóta saman flík hvað þá að pakka inn gjöf. Ætla að sjá hvernig tekst til hjá mér með þvottinn. Ég er of góðu vanur hérna heima og sé það núna, á þessum síðustu og verstu tímum að ég þarf að fara að læra þessi heimilisverk. Ég hins vegar get bjargað mér í eldhúsinu, það sama má segja um Helga, bróðir minn.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2007 | 11:53
Alice Cooper...
.......sendi mér einu sinni svipaða upphæð í pósti. Vorum að veða og ég hafði rétt fyrir mér. Ætla nú ekkert að fara að tíunda um hvað við vorum að veðja um....

![]() |
Fékk 10 milljóna dala ávísun senda í pósti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2007 | 11:42
Mrs. Doubtfire
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2007 | 10:10
Rakst á einn svona heima
Örugglega til í flestum skúffum hjá landanum en ég var búinn að gleyma því að ég ætti
Fór og gúgglaði seðilinn, sem tók mjög stuttan tíma. Það er hægtað kaupa svona seðil á 3 til 6 pund.
Smelltu á seðilinn og tjékkaðu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.8.2007 | 12:01
34. Þáttur
Í fína herberginu voru nokkrir jakkafataklæddir herramenn. Um leið og hjónin birtust þögnuðu þeir allir. Sá sem virtist vera forsprakkinn reis á fætur og gekk lötur hægt að hjónunum. Hann bauð þau velkomin og bauð þeim einnig sæti. Þau þorðu ekki öðru en að hlýða.
Sjálfur settist maðurinn niður og skipaði þjóni að sækja glös og gefa gestunum smá brjóstbirtu. Þessi maður talaði bjagaða íslensku. vitið þið hvað þið eru að fara út í? Spurði hann. Stefán sagðist ekki hafa hugmynd um það. Maðurinn sagði að nú væru þau flækt inn í alþjóðlegan glæpahring sem svífist einskis og er mjög harðsnúinn.
Ragnheiði stóð ekki á sama en sýndi engar tilfinningar. Þjónninn kom með glös og Bollinger. Maðurinn spurði hvað hefði tekið svona langan tíma og fyrirskipaði undirtyllum sínum að fjarlægja þjóninn. Hvað ætli verði um hann hugsaði Ragnheiður áður en hún tók fyrsta sopann. Stefán tók einnig sopa.
Það hefðu hjónin betur ógert því ekki leið á löngu þangað til að ónotatilfinning gerði vart við sig. Ragnheiður fann hjartað hamast og átti erfitt með að anda. Það sama hrjáði Stefán. Maðurinn tilkynnti þeim að þau hefðu drukkið eitur sem eftir stutta stund muni drepa þau. ,,Ég er með mótefnið hér í vasanum, ef að þið hlýðið mér mun ég gefa ykkur það.
Hjónin þorðu ekki öðru en að kinka kolli og mótefnið fengu þau. Það tók ekki langan tíma fyrir þau að jafna sig fljótt urðu þau móttækileg fyrir frekari fyrirmæli.
Hver er þessi dularfulli maður? Munu þau hjónin aldrei bragða á kampavíni aftur? Er Stefán skotinn í flugfreyjunni?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2007 | 19:43
Í fyrsta skiptið.......
......Á ævi minni er ég í sumarfríi á launum! Þess má geta að þetta var síðasti dagurinn minn fyrir frí Mæti ekki aftur í vinnuna fyrr en 30 ágúst

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.8.2007 | 17:44
Með lag á heilanum!
Ekki beint skemmtilegasta lagið til að hafa á heilanum....og það er einhvern veginn svona
Ryksugan á fullu
étur alla drullu
nananananan...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.8.2007 | 14:47
Herman
Man ekki hvort einhver hafi sett þetta áður á síðuna sína en ég ætla að láta þetta vaða því mér finnst þetta vera mjög fyndið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)