Ferðasaga 2. hluti

Jæja….ekki eins þreyttur og í gær þannig að nú held ég áfram.

Langar aðeins að segja meira frá Marokkóferðinni. Lagt var af stað frá hótelinu stundvíslega klukkan 6 um morguninn. Þar sem ég ákvað að fara út á lífið kvöldið áður og fékk aðeins um 3 tíma svefn var ég frekar syfjaður í rútunni. En þar sem spenningurinn var svo mikill gat ég ekki sofnað. Til að komast yfir sundið sem hjá Gíbraltar á milli Spánar og Afríku tókum við hrað ferju. Það var mjög spes og við vorum heppin með ,,færðina,, ekki miklar öldur með tilheyrandi veltingi.

Þar sem það er í lögum Marokkó að hafa með í för leiðsögumann frá þeirra landi fengnum við hann Abdula til að segja okkur frá því helsta í landinu. Tveir leiðsögumenn bættust svo við þegar við komum inn í landið – sem tók ágætis tíma.

Verð nú að segja það að mér var ekki sama að sjá alla þessa verði með riffla standandi við landamærin. Þegar við komum að landamærunum komu einhverjir menn með spegla og spegluðu undir rútuna sem við vorum í – mjög traustvekjandi allt saman. Það var líka marg ítrekað að við mættum alls ekki taka neina myndir að landamærunum og nýbúið var að setja tjöld yfir landamærin vegna mikils ágangs frétta þyrla sem voru víst mikið búin að vera að mynda barsmíðar varðanna á fólkinu sem reyndi að komast yfir landamærin.

Við  komumst nú í gegnum landamærin og þá tók við rútuferð í smá tíma með úlfvalda stoppi sem ég minntist á í síðustu færslu, mjög skemmtilegt. Það vildi svo skemmtilega til að konungurinn í Marokkó var einmitt í borginni sem við heimsóttum. Hann á tvær hallir þarna og við sáum þær báðar. Fyrir framan báðar hallirnar voru margir vopnaðir verðir og var sama tuggan tuggin um að alls ekki mætti taka myndir. Þegar ég sá allt þetta ríkidæmi konungsins hugsaði ég af hverju fátæka fólkið mundi ekki bara taka sig saman og mótmæla, láta deila auði landsins skikkanlega á milli allra…..En það er bara ekki auðvelt fyrir fátæka fólkið að gera eitthvað í sínum málum, þeir eru of uppteknir við að reyna að komast af með sölu á varningi.

Inni í medínunni, þessari með mörgu smágötunum voru sölumenn á hverju horni. Þeir stukku næstum því á mann að bjóða varning, sem var mest bara drasl og maður heyrði mjög oft þessa setningu

Special price for you my friend


Það þykir siður að prútta um allt í Marokkó. Ég verð nú að viðurkenna að ég er ekki allt of góður í því þannig að ég prúttaði ekki neitt. Við forum á teppamarkað þar sem sölumennirnir voru svakalegir. Þeir byrjuðu á að þekja stórt gólf af teppum, sem öll eru handgerð og tóku sum 5 ár í vinnslu. Þeir voru mjög kræfir og báðu okkur um að snerta öll teppin til að finna gæðin, sem voru mjög mikil. Þeir meir að segja báru eld að þeim og það sást ekki á þeim. Þegar teppakynningunni var lokið réðust sölumennirnir á okkur og báðu okkur teppi, ég þurfti marg oft að segja að ég vildi ekki neitt. Sumir í hópnum keyptu sér teppi.

Eftir teppamarkaðinn forum við og fengum okkur að borða í mjög gamalli höll, ca 300 til 400 ára. Mér fannst það magnað að sjá þetta inni í miðju slömminu þar sem fátæka fólkið var að lepja dauðan úr skel. Alla vega, við fengum mat að hætti Marokkómanna. Fyrst fengum við súpu sem var bara hin ágætasta súpa. Þar á eftir var aðalrétturinn sem saman stóð að cous cous, blönduðu grænmeti og kjúkling. Verð að viðurkenna að ég lagið ekki í kjúklinginn en hitt bragðaðist vel. Svo fengum við Shiskebab (hef ekki hugmynd um hvernig á að skrifa það…) Það kom á teini og var vægast sagt ekki girnilegt, kjötið var hálf blóðugt en ég fann mér bita sem að nægilega mikið eldaður og fékk mér smá. Bragðið var ekkert sérstak, held að Marokkóbúar spari allt kryddið sitt, sem reyndar var nóg til af á götumörkuðunum. Eftir matinn fengum við svo te að hætti innfæddra. Þetta var myntu té sem var mjög gott. Þetta te var hægt a kaupa í apóteki sem að við heimsóttum. Þar fengum við kynninu á sumum vörum sem í boði voru. Þeir í Marokkó reyna eftir fremsta megni að nota náttúrleg lyf áður, ef að ekkert af því virkar nota þau hefðbundin lyf sem við þekkjum. Hér koma nokkrar myndir frá Marokkó.

 



 

 

 

 
 
 
 
 
 
 

 

Læt þetta duga í dag af ferðasögu, kemur meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkominn úr útlönduunum fændi

Sailor (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 15:35

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Já ég hef líka hugsað þetta, afhverju gerir þetta fólk ekki eitthvað.... Strange, en við íslendingar eigum kannski ekkert með að vera að segja svona sem látum allt yfir okkur ganga, pirrumst í smá stund og svo búið....væri auðveldara fyrir okkur að mótmæla heldur en þá

en hverjum fórstu með í ferðina?

Guðríður Pétursdóttir, 30.8.2007 kl. 19:54

3 Smámynd: Vignir

Takk fyrir Ingó ;o)

Guðríðu - Til Costa fóru með mér: Steini og Linda, Biggi, Guðjón, Örvar, Gunni og Selma og svo komu þegar við vorum búin að vera í viku Hafsteinn, Ína og Ólöf. Til Marokkó og Gíbraltar fóru ég, Hafsteinn, Ína og Ólöf.

Vignir, 31.8.2007 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband