Færsluflokkur: Bloggar

Velvakandi

Sussubía!
 
Ég get var orða bundist. Ég er öryrki. Er ég var á leið minni aftur inn í sjónvarpsherbergi með fulla skál af poppi og svert gosglas, settis niður í uppáhalds stólinn minn og reif í fjarstýringuna og stillti á RÚV, þegar ég uppgötvaði að það væri 2 mín. seinkun á fréttatímanum! Þetta þykir mér vera argasti dónaskapur hjá þessari nú annars ágætu stund, að láta mig bíða og bíða svona! Mér er skapi næst að selja sjónvarpið mitt svo ég losni undan þessu okur batteríii!
 
bjrálaður öryrki með bumbu.
 
  
Símaskráin
 
Þykir mér vera allt af þykk og þung, ég veld henni varla! Hvað eru menn að spá í að hafa alla landsbyggðina milli tveggja spjalda! ég á bara ekki til aukatekið orð!
 
Ein gömul og aum 
 
 
Bónus
 
fór í Bónus í dag og varð fyrir miklu sjokki. Sú sem afgreiddi mig bauð ekki góðan dag! Það þykir mér ein sú mesta ókurteysi sem fyrirfinnst! Ég hætti við öll innkaupin og strunsaði út. Við Bónus ætla ég aldrei aftur að versla
 
hneyksluð húsmóðir í Breiðholtinu 
 
 
Útvarpsstöðvarnar
 
Hvað varð um allt góða og gamla sándið? Ég er í sálarkreppu yfir því hve fá lög eru spiluð með verstfyrska stuðbandinu  ,,Skreiðin,, Ég skora hér með á Rás 1 til að gera eitthvað í málinu!
 
Vestarr Mannfreðsson 
 
 
Leita að...
 
Einhverri ungri snót sem er til í að syngja með mér nokkur vel valda ameríska smelli frá sjötta áratugnum. Viðkomandi þarf að vera músíkölsk með eindæmum og snoppufríð, ekki skemmir fyrir ef leynist í fataskápnum föt frá þessu tímabili. Svar sendist á netfangið:  smjorgaurinn@usalonglive.com
 
Tóti Töffari 
 
 
 
 

Ekki komist hjá því að skafa í dag....


Vaknaði snemma í dag, fékk mér kaffi og horfði á glóðvolgan Top Gear þátt, ætla nú bráðlega að henda skrauti á jólatréið mitt....tók eftir því þegar ég dró frá að.....það hefur snjóað talsvert verð ég að segja. Fer í bæinn að vinna um 1 á eftir, vona að ég komist Pinch Tók mynd af bílnum, ekki hjá því komist að skafa í dag..
 
Snjor  
 
 

Syndsamlega góða bráðin


Þetta kvöld var bara eins og hvert annað kvöld. Hjónakornin  Þrándur og Þrúður ( you cant make this up) voru að búa sig til að fara á dansleik.Þrándur vann við löggæslu í bænum en Þrúður var heimavinnandi sökum slæmrar heilsu eftir síðasta barnsburð.

 ,,Hvar eru ermahnapparnir mínir, ég finn þá hvergi? Spurði Þrándur sveittur og pirraður. Þrúður benti honum á að telja upp á tíu og leita inni á baðherbergi, þar sem nutu þar ásta síðast gætu hnapparnir hafa farið á flakk. Eftir stutta leit inn á baðherberginu fundust blessaðir hnapparnir.Þrándur tók eftir því að á öðrum ermahnappinum voru einhver óhreinindi. Sama hvað hann reyndi þá náði þessum ósóma af en festi hann samt, þar sem óhreinindin voru ekki sjáanleg þegar hann var kominn í skyrtuermina.

 Börnin ( Hall og Emblu) sendu þau í pössun til Hertu, nágranna. Hún hafði gott lag á þeim og var þeim góð. Margir í hverfinu óttuðust hana þó vegna þess að um hana gekk það um bæinn að hún hefði myrt manninn sinn á hrottalegan hátt, höfuðið átti víst að hafa fundist hálfétið inni í frystinum heima hjá henni. Þrándur og Þrúður voru skynsamt fólk og trúðu ekki hverju sem er., höfðu oft snætt kvöldverð með Hertu og líkaði vel við hana.

 Á fóninum inn í svefnherbergi  bárust þýðir tónar úr barka Sinatra.Þrúður hafði mikið dálæti á þeim söngvara og kunni öll hans lög, og já, söng með. Þrándur var að leggja lokahönd á hárið, það mátti ekki aflagast í rokinu svo hann sett vel af  fitu í það –,,Hvernig gengur elskan, ertu tilbúin?,, Þrúður svaraði því játandi og þau fóru út í bíl. Þrúður var bílstjórinn. Þrándur fór út í bílinn með Black Russian í glasi.   Þrúður þrýst igírstönginni niður í R. Í þann mund sem þau voru að bakka út úr innkeyrslunni hjólaði strákur framhjá bílnum. Þrúði brá svo mikið að hún snarhemlaði. Sá svarti fór út um allt og á skyrtu bóndans. Hann bölvaði í smástund en fór og skipti um skyrtu.

 Dansleikurinn var haldinn í samkomuhúsi bæjarins. Það voru ekki margir mættir. Þrándur var ekki lengi að koma auga á bolluna og fékk sér í glas. Kom með sódavatn fyrir frúnna  Þegar tók að líða á kvöldið fann Þrándur fyrir seyðingi í hægri hendinni. Í fyrstu sinnti hann því ekki – ekki fyrr en hann fór að ágerast og breytast í sársauka. Þrándur stóð upp og greipum hjartað og hneig í gólfið. Sjúkrabíllinn kom fljótt og flutti Þránd ásjúkrahúsið.

 ,,Hann verður að fara strax inn áskurðstofu,, sagði yfirlæknirinn. Þú bíður hér, sagði hann við Þrúði.Skurðlæknirinn bað um hníf númer 12 og hófst handa við að skera í kviðarholið.Hnífurinn beit illa á þykkt skinnið svo hnífur 15 var notaður í staðinn. Læknirinn stöðvaði aðgerðina og leit ofan í opinn kviðinn og sá eitthvað sem hann hafði ekki séð áður. Hann bað um álit annars. Sá hafði heldur ekki séð neitt þessu líkt. Þeir sáu þrjá svarta bletti á iði í kviðarholinu – sem fóru ört stækkandi.

 Skyndilega stukku tveir þeirra upp, lentu á og grófu sig inn í andlitið á skurðlækninum. Hann engdist um af kvölum og henti sér í gólfið. Aðstoðarfólkið veinaði af skelfingu og reyndi aðkoma lækninum til bjargar. Allt kom fyrir ekki og lét hann lífið. Þrándur lá enn opinn á borðinu og þriðji bletturinn var  hvergi sjáanlegur. Ákveðið var að suma Þránd og setja hann á gjörgæslu í einangrun.

 Þrúður var látin vita hver staðan væri. Í fyrstu skildi hún ekki hvað hefði amað að bónda sínum, var nokk sama þar sem hann var enn á lífi og líðan hans stöðug. Harmaði þó dauða læknisins.Henni var synjað um að fá hitta bóndann þegar hún bað um. Þrúður vildi ekki valda óþarfa áhyggjum hjá börnunum en hringdi í Hertu og sagði henni frá því sem hafði komið fyrir.

 Heima hjá Hertu var ástandið hins vegar ekkert betra. Hún var búin að loka börnin inni í kjallara. Herta var forsprakki illra samtaka sem trúðu á ef þeir nærðust á mennsku holdi kæmust þau á réttan stað eftir að þeirra jarðneska lífi lyki. Hún var hafði sent út tilkynningu um að þetta kvöld væri hún með hlaðborð. Sérstakar mannverur sem hún hafði sparað fyrir hópinn.

 Á spítalanum var ástandið óbreytt.Þrúður var enn að bíða eftir að fá að hitta manninn sinn. Andrúmsloftið var þrungið og starfsfólkið var ekki hrifið af henni, óttaðist hana. Eftir nokkra klukkutíma fékk hún loks að hitta Þránd. Hann var vaknaður eftir aðgerðina og mundi ekkert hvað hafði komið fyrir. Þrúður sagið honum frá hvað hefði komið fyrir. Hún sagði honum einnig frá þessum verum sem voru inn í honum. Þrándur hélt fyrst að honum hefði verið að dreyma.

 Það var bankað að dyrum hjá Hertu.Fyrir utan var meðlimur í hópinum ,,hvar eru veigarnar spurði hann og sleikti útum. Herta sagði honum að vera rólegur, þau ættu jú að bíða eftir hinum – sem komu fljótlega. Hún lét alla safnast saman í stofunni ,,Ég ætla að segja ykkur frá því hvernig ég fékk þessar veigar,, sagði Herta og stóð upp. Það korraði í hópnum. Málið er það að ég kom fyrir bráðdrepandi veiru sem ég er búin að vera að þróa hérna heima. Hún nærist á mannfólki og stórvarasöm. Ef hún kemst í hold þá nær hún að fjölga sér og valda skaða öllum þeim  sem hún kemst í snertingu við, ég kom verunni fyrir á ermahnappi hjá heimilis föðrunum í næsta  húsi.

 Hópurinn var orðinn mjög spenntur yfir að að fá að vita hvað væri á boðstólnum og veinaði af gleði þegar þau fengu þá vitneskju. Herta sagði að það væri bara tímaspursmál hvenær veiran kæmist í móðurina og þá væru hjónin bæði látin og enginn vissi hvar börnin væru niðurkomin. En fyrst skildu þau biðja áður en veislan hæfist.

 Þrúður fékk í hendur poka með fötum bóndans. Þrándur sagðist hafa fundið fyrir seyðingi í hægri hendinni rétt áður en hann hneig niður og fannst það skrítið vegna þess að hann hafði heyrt að þega rmaður fengi hjartaáfall fengið maður verk sem leiddi út í vinstri höndina.  Hann mundi eftir því að hann annar ermahnappurinn hafi verið með einhverju á sem hann hafði reynt að þurrka af en ekki náð. Þrúður gramsaði í pokanum og fann skyrtuna. Á henni voru báðir ermahnapparnir. Þrándur bað um að fá að skoða þann sem var á hægri hendinni. Á honum var ekkert að sjá. Það fannst honum mjög skrýtið. ,,Þú heldur þó ekki að einhver skítur á ermahnappinum hafi orsakað þetta?!?,, spurði Þrúður hissa.Hvar eru börnin? spurði Þrándur. Þrúður sagði að þau væru í öruggum höndum hjá Hertu, og að hún væri búin að hringja til að athuga með þau.

 Bænastundinni var nú lokið og fylgdi hópurinn Hertu niður í kjallarann. Þar voru börnin lafhrædd og vissu ekki hvað væri að gerast. Einn úr hópinum sagist heldur vilja gæða sér á ungustúlkunni. Börnin voru svo hrædd að þau komu ekki upp hljóði.  Hallur var gripinn fyrst og settur uppá borð og bundinn niður. Embla hélt fyrir augun og þorði ekki að lýta.Skyndilega heyrði hún hátt öskur og fann blóð spýtast á sig. Þar næst heyrði hún þegar einn úr hópnum var að bryðja bein. ,,þetta er afbragðs lærleggur,,heyrðist úr hópnum – ,,já, og kjötið svo meyrt,,

 Þrándur var ekki í rónni fyrir en hann fengi að heyra í börnunum sínum og bað Þrúði um að hringja aftur heim til Hertu. ,,Það svarar enginn,, sagði Þrúður og lagði á.  Viltu þá ekki fara snöggvast til hennar og sækja þau, óþarfiað hún sé með þau lengur. Þrúður fór heim til Hertu. Þegar var alveg að koma að húsinu sá hún fjöldann allan af bílum fyrir utan. Allt var slökkt í húsinu nema í kjallaranum, þar var lítil ljóstýra. Henni leist ekki á blikuna og hringdi í löregluna. Henni var ráðlagt að bíða í bílnum. Lögreglan kom fljótt á staðinn.

 Hún barði að dyrum en enginn svaraði. ,,Þetta er lögreglan, opnið þessa hurð strax, annars neyðumst við til að brjóta hana upp!,, Ekkert gerðist og lögreglan braut upp hurðina.  Sérsveitin var á svæðinu og fór fyrst inn til að kanna aðstæður. Skyndilega heyrðist í einum sérsveitamannanna að hérværi eitthvað mikið á seyði og bað um að auka lið væri sent á stað.

 Átta menn fóru niður í kjallarann og sáu hvað var um að vera og trúðu ekki sínum eigin augum. Múgæsing myndaðist í kjallaranum og neyddist lögreglan að skjóta alla þá sem reyndu að flýja. Margir lágu í valnum og loks kom varaliðið og náði tökum á ástandinu. Lögregla hirti upp jarðensku leifarnar af Halli og kom Emblu upp og út úr húsinu þar sem hún fór í faðm móður sinnar.

 Herta var ein af þeim sem var handtekin og bíður nú eftir dómi. Þrándur náði sér að fullu. 


Æm loving itt

 

Jónatan gekk þungum skrefum í átt að mcDonalds. Þetta átti að vera síðasta skiptið sem hann ætlaði að heimsækja þessa búllu sem hafi verið valdur af aukakílóunum. Big tasty var hans eiturlyf og hann lifði fyrir þessa máltíð. Jónatan átti allat það drasl sem gefið er með máltíðum og fékk einu sinni heiðurs dót fyrir 100 pöntunina, gull kókakólaglas.

Starfsfólkið þekkti hann með nafni og heilsaði honum að hermannasið. Stundum fékk hann auka skammt af frönskum í on the house eins og var alltaf sagt. Jónatan kom ekki í þetta skipti til að gúffa í sig þeim stóra heldur til að kveðja starfsfólkið, hann var að fara í meðferð á Reykjalund í Hvergerði.

Friðbert vaktstjóri reif gaf honum hæ fæf og óskaði honum góðs gengis í baráttunni við aukakílóin, sagðist einnig ætlaa að kíkja í heimssókn að minnstakosti einu sinni. Í hátlarakerfinu heyrðist söngur, Ylfa söng til heyðurs Jónatan mcDonalds lagið , ,barabbbababaaaaa, æm loving itt!,, Jónatan varð allur meir og þakkaði fyrir sig og kvaddi, hann snéri sér við í snúningshurðinni, leit snöggt við og veifaði eins og Ólafur forseti. Jónatan gætti hins vegar ekki nógu vel að sér og festi sig í hurðinni. Mótorinn brann yfir og myndaðist mikill reykjarmökkur inn í hólkinum.

Jónatan hélt að nú væri öllu lokið en á síðustu stundu það kom Friðbert honum til bjargar. Sjúkrabíll kom stuttu seinna og flutti Jónatan á sjúkrahúsið. Hann fékk vott af reykeitrun og fékk að fara heim daginn eftir. Viku seinna fór hann á Reykjalund þar sem hann er í dag.

 


Klukkaður aftur

 

Solla klukkaði mig, er reyndar búinn að gera klukkið einu sinni áður, geri það núna nema ég bæti ,,ekki,, við Pinch

________________________________

Fjögur störf sem ég hef ekki unnið

Geimfari

Forseti Íslands

Flugumferðastjórn

Hugmyndasmiður

Fjórar Bíó myndir sem ég held ekki upp á

Traffic

Old boy

over the hedge

Ice age

Fjórir staðir sem ég hef ekki búið á

Indland

Kópasker

Á götunni

Bifröst

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar ekki

Eureka

Charmed

Dr.Phil

Friday night lights

Fjórir staðir sem ég hef ekki heimsótt í fríum

Tunglið

Hawaii

Pakistan

Dubai

Fernt sem ég held ekki upp á matarkyns

Hákarl

Hrogn

fiskibollur í dós.

skata

Fjórar bækur sem ég held ekki uppá

Hýbíli vindanna

svo er lítið annað hægt að telja upp þar sem ég les nú ekki mikið

mér til ánægju


Margt býr í símanum

 

Úti var stormur og rigning. Bertel sat í uppáhalds stólnum sínum fyrir framan sjónvarpið. Þar leið honum best. Hann hafði nýlokið við að snæða kvöldverð, hrossabjúga og með nýjum rauðum kartöflum.  Matinn fékk hann sendan frá veitingastaðnum Blá kettinum. Maturinn var hræbillegur og bragðgóður.

Eins og öll kvöld sat Bertel fyrir framan sjónvarpið og var að horfa á uppáhalds þáttinn sinn, út og suður þegar farsíminn hans hringdi skyndilega. Farsíminn var í eldhúsinu og þurfti Bertel því að standa upp. Í fyrstu nennti hann því ekki og lét símann hringja og hringja. Eftir 6 hringingar gafst hann upp á  þessu og drattaðist á fætur.

Á skjánum var númer sem hann kannaðist ekki við. Hikandi svaraði hann. ,,Já halló,,? stundi hann loks úr sér. ,,Ef Jesu væri kona, værir þú þá sáttur við að greiða hærri skatt og tilbiðja Allah?,, Bertel tók síman frá andlitinu og leit á hann, og sá að það var annað númer komið á skjáinn. Hann kannaðist eitthvað við það, og kveikti loks á perunni, þetta var númerið heima hjá honum!

,,Hver er þetta?!?!!,, æpti Bertel í símann. Svarið sem hann fékk var á þessa leið ,,-sigur hjartans og hugans er stærri og heitari en þrá þín til að lifa að eilífu, ekki falla í fúlan pitt eyðslunnar, njóttu heldur lífsins, BLÓMSTRAÐU!!! mannfjandi!,,  Bertel nennti ekki að hlusta á þetta bull lengur og sleit samtalinu. Frá stofunni heyrðust tónar sem voru ekki til að gleðja Bertel, uppáhalds sjónvarpsþátturinn var að enda. Hann bölvaði þessum sem hringi í hann og hlammaði sér í uppáhalds stólinn sinn. Í þetta skiptið tók hann síman með sér.

Hann sá ekki eftir því....símaræfillinn hringdi enn einu sinni. Bertel kannaðist við númerið og svaraði - ,,já, halló, hver er þar?,, Smá þögn var en loks var sagt ,,Hunangsflugan er falleg, hún nærir drottninguna og viðheldur búinu, vinnusöm og dugleg, líkt og Samúel sonur Steingríms - sagan segir að hunangsflugan sé þeim eiginleikum gædd að geta talað við húsdýr og miðlað þannig skilaboðum að handan, frá hinum seyðandi konungi allra dýra,,

Bertel hristi hausinn og sleit símtalinu, setti símann á sælent og hugsaði ekkert meira um þessi dularfullu símtöl. Tveimur tímum síðar ákvað hann að fara í bælið - tók símann með. Þegar hann var kominn undir fiður ákvað hann að kíkja á símann og sá að 4 sms vorum komin inn. Í þeim stóð: Sjúddírarí rei, ligga ligga lá, bobbiddí bobb og hibbeddí hibb.

Hvað gerði Bertel? Hver er að senda þessi dularfullu skilaboð? Er Bertel geimvera? Þarf hann að fá sér nýjan síma? Hver veit?!?!


Klukkið

--------------------------

1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina.

Bæjarvinnan á Stokkseyri
Nóatún
Fjöruborðið
Síminn (núverandi)

2. Fjórar bíómyndir sem ég held upp á.

The Shawshank Redemtion
Misery
Gone in 60 seconds
The Rock

3. Fjórir staðir sem ég hef búið á.

Íragerði, Stokkseyri
Álftarimi, Selfoss
Strandgata, Stokkseyri
upptalið

4. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum.

England
Spánn
Marokkó
(Gíraltar)

5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar.

Top Gear
The Simpsons
CSI
Friends

6. Fjórar síður sem ég skoða daglega.

Vefur Morgunblaðsins
Facebook
b2

Vísir

7. Fernt matarkyns sem ég held upp á.

Kjúklingur (KFC)
Allt úr pulsuvagninum
Pizza
Kengúra

8. Fjórar bækur/blöð sem ég les oft.

Morgunblaðið
Glugginn
Fréttablaðið
Dagskráin

9. Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna.

Í London
Heima hjá mér
Í Asíu
Á ferðalagi í kringum landið

10. Fjórir bloggarar sem ég klukka.

Ætla ekki að klukka neinn, þú gerir þetta bara ef þú vilt


Hvert fóruð þið vinir?

Nú er maður illa svikinn....Eins og hendi væri veifað hafa allir mínir bloggvinir (moggavinir) verið teknir af mér, líklegast sendir til Abu Grai eða eitthvað...Crying alla vega eru þeirra farnir....kannski fyrir fullt og allt...hver veit.. Nú sit ég upp með einhverja krækju-vini sem ekki eru myndskreyttir..Halo Ætli ég þurfi að fara að safna þeim aftur?  

Eníhú...langaði bara að minna á að á morgun mun ég yfirgefa frónið og fara á útnára þess, Vestmannaeyjar. Þar mun ég djúsa með vel völdu fólki, og heyrst hefur að allir helstu skrallarar séu á leiðinni í eyjuna til að fagna saman. Ég mun að sjálfsögðu fá mér lunda og vel sveitta borgara í hinu sívinsæla matartjaldi Joyful Get ekki beðið.... 

 


Fjaran

Teknar í fjörunni á Stokkseyri...

 

fjara1fjara2fjaran4fjaran3

Manst þú eftir Fimo leirnum?

Mamma mín hringdi í mig í gær og sagðist vera taka til í skápum og spurði mig hvort ég vildi ekki koma   og taka það sem ég ætti. Ég fór í gengum þetta og tók slatta með mér heim. Í einhverjum kassa sá ég litlar fígúrur sem ég kannaðist nú eitthvað við....og viti menn....þetta voru litlar verur gerðar út Fimo leirnum. Megnið, ef ekki allt gerði ég heima hjá Guffa. Það var á tímabili Fimo æði þar á bæ Joyful Ég tók myndir af þessum fígúrum og ætla að smella þeim inn.

SPM_A0084

 

 

 

 

 

 

 

 

SPM_A0083
 
 
 

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband