Reykingavenjur ökumanna.

 

Hef mjög oft orðið vitni af því að ökumenn sem eru að reykja í bílnum sínum kasti frá sér stubbinum, sem lang oftast er enn glóð í, beint út um gluggann. Stundum kastast glóðin upp á húddið á bílnum mínum....DevilAf hverju losar fólkið sig bara ekki við stubbinn í þar til gert ílát sem bifreiðin hefur að geyma - ef það er á annað borð að hafa fyrir því að kveikja sér í rettu á ferðinni. Á veturna er kannski ekki mikil eldhætta af þessari aðgerð en á sumrin er mikil eldhætta.

Annað sem ég bágt með að ná er það þegar fólk reykir í bílnum með lokaða gluggana og er jafnvel með börn í bílnum. Sumir reykja með rúðuna opna og láta sig hafa vosbúð á meðan fíkninni er svalað. Er ekki margt af þessu að kvarta yfir því að þurfa að reykja úti þegar það fer að skemmta sér á öldurhúsum bæjarins?

.....Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ekki þarf ég að kvarta neitt, ég bara fagna því..

en já mér finnst þetta svo mikill vibbi að sjá fólk reykja með börn í bílnum, ég verð bara vond

Guðríður Pétursdóttir, 30.1.2008 kl. 11:49

2 identicon

já, reykingafólk er sjálefselskasta fólk sem maður finnur..

Jenni (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 13:23

3 Smámynd: Guðrún Helga Guðmundsdóttir

já, athyglisverð pæling, eina sem ég get útskýrt ef að askað er í öskubakkann er hin ógeðfellda lykt sem af því kemur.  Ég er ekki sammála því að það sé eldhætta af stubbunum, veit ekki í hverju þeir ættu að kveikja. 
Ekkert samt hægt að styðja þetta málefni, reykingar eru með öllu ógeðslegar, er hægt að flokka þetta með sjúkdóm? þetta er alla vega fíkn sem erfitt er að losna við. Ég hef lokið máli mínu

Guðrún Helga Guðmundsdóttir, 30.1.2008 kl. 13:26

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

reykingar v/s ekki reykingar....endalaus ágreiningur.

Rúna Guðfinnsdóttir, 30.1.2008 kl. 17:19

5 Smámynd: Vignir

Rúna - já, ætli það ekki.....

Vignir, 30.1.2008 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband