Lögregludagbók

Lögreglan í Hrísey

29.01.2008

Þetta mun hafa verið síðast dagur Guttorms Gráa sem lögregluþjónn. Hann starfaði sleitulaust í sveitinni í hart nær 40 ár. Eyjaskeggjar héldu honum til heiðurs heljarinnar veislu í félagsheimilinu Sæborgu með dýrindis bakkelsi og tilheyrandi. – Hljómsveit eyjarinnar, Hríseyjarstuðkompaníið sá um að halda upp stuðinu eftir borðhald og þóttist taka vel til. Ölvun var talsverð og þurfti þrívegis að fá kalla á lögregluna, sem var eins og gefur að skilja ekki langt undan.

Björn á austurvegi var hampað fyrir framlag sitt til gatnagerðamála, fyrir hans tilstilli er nú búið að helluleggja allar helstu gönguleiðir eyjarinnar. Í þakklætisvott fékk hann farandbikar eyjarinnar, Hríseyinginn. En hann er einungis veittur einu sinni á tveggja ára fresti.

Dagurinn byrjaði annars rólega hjá lögreglunni. Ferjan tilkynnti þó um hádegi að um borð væri suðdrukkinn þjóðverji sem væri með uppsteyt. Höttur Heist fór að bryggju og beið eftir ferjunni. Þegar hún kom að landi var þjóðverjinn í annarlegu ástandi sökum áfengisvímu og var sofandi. Samferðafólk hans baðst innilegrar afsökunar og sagðist ætla að koma honum í snarhasti svefnpoka þegar þau hefði slegið upp tjaldbúðum.

Um þrjú fékk lögreglan tilkynningu um áhugasaman fuglaskoðara sem var kominn í sjálfheldu við klappir eyjarinnar. Var hann að mynda fugla og gætti ekki að sér þegar fór að flæða að. Höttur fór í sitt annað útkall þennan dag og kom ógæfusama manninum til bjargar. Að launum fékk hann koss á kinnina.

Laust eftir kvöldmatarleitið var lögreglan beðin um að koma að Brekku, veitingastað eyjarinnar. Þar hafði sami þjóðverjinn og fyrr um daginn brotið allt og bramlað í salernisaðstöðu karla. Ingvi Trukk tók að sér þetta útkall á meðan Höttur horfði á endursýndan þátt á Skjá 1, sem Hríseyingar hafa nýlega komist í tengingu við. Þjóðverjinn var færðu í járn og hann vistaður í fangaklefa stöðvarinnar og látinn sofa úr sér, samferðafólki til mikillar ánægju.

Fleira taldist ekki til tíðinda þann daginn í Hrísey.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Þessir þjóðverjar mmaður..össs bara oj þeim

Guðríður Pétursdóttir, 30.1.2008 kl. 00:07

2 Smámynd: Guðfinnur Þorvaldsson

Mér þykir það sveitinni til ósóma að kalla hafi þurft út lögregluna til að hafa hemil á lögreglunni! Sveiattann!

Guðfinnur Þorvaldsson, 30.1.2008 kl. 10:00

3 Smámynd: Vignir

Guffi - Held að þú sér að misskilja, það var ballgestur sem var ölæði, ekki lögreglan með uppsteyt

Vignir, 30.1.2008 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband