30.1.2008 | 11:46
Reykingavenjur ökumanna.
Hef mjög oft orðið vitni af því að ökumenn sem eru að reykja í bílnum sínum kasti frá sér stubbinum, sem lang oftast er enn glóð í, beint út um gluggann. Stundum kastast glóðin upp á húddið á bílnum mínum....Af hverju losar fólkið sig bara ekki við stubbinn í þar til gert ílát sem bifreiðin hefur að geyma - ef það er á annað borð að hafa fyrir því að kveikja sér í rettu á ferðinni. Á veturna er kannski ekki mikil eldhætta af þessari aðgerð en á sumrin er mikil eldhætta.
Annað sem ég bágt með að ná er það þegar fólk reykir í bílnum með lokaða gluggana og er jafnvel með börn í bílnum. Sumir reykja með rúðuna opna og láta sig hafa vosbúð á meðan fíkninni er svalað. Er ekki margt af þessu að kvarta yfir því að þurfa að reykja úti þegar það fer að skemmta sér á öldurhúsum bæjarins?
.....
Athugasemdir
ekki þarf ég að kvarta neitt, ég bara fagna því..
en já mér finnst þetta svo mikill vibbi að sjá fólk reykja með börn í bílnum, ég verð bara vond
Guðríður Pétursdóttir, 30.1.2008 kl. 11:49
já, reykingafólk er sjálefselskasta fólk sem maður finnur..
Jenni (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 13:23
Guðrún Helga Guðmundsdóttir, 30.1.2008 kl. 13:26
reykingar v/s ekki reykingar....endalaus ágreiningur.
Rúna Guðfinnsdóttir, 30.1.2008 kl. 17:19
Rúna - já, ætli það ekki.....
Vignir, 30.1.2008 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.