28.1.2008 | 20:27
Fullkominn framburður.....
Flest ykkar hafið aðgang að sjónvarpsstöðinni Skjár 1. Á miðvikudögum, held ég, er sýndur matreiðsluþáttur með sjónvarpskokkinum Giada.Hún er alltaf með ,,einfalda,, rétti. Auðvita er allt auðvelt í sjónvarpinu, þar sem hún er búin að finna til allt efnið til. Hún virðist ekki eiga í neinum vanda með neitt hvað snertir eldhúsið.
Ólíkt mörgum öðrum sjónvarpskokkum hefur Giada ekki mikinn orðaforða verð ég að segja. Hennar helstu lýsingarorð eru : krönzy, krímí, bötterí, krispí, Tjísi, tender, svít . Allt sem hún gerir getur hún notað þessi lýsingarorð. ,,crusty on the outside, creamie on the inside,,
Hún notar mikið af brauði sem hún ristar til dauða! Svo bítur hún í það og maður sér hana erfiða við að ná einum bita án þess að verða gribbuleg á svipinn.Þar sem hún er af ítölsku bergi brotin er framburður hennar á hinum ýmsa matartengdu fullkominn Stundum óþolandi fullkominn.Held að ég hafi það lengra um þennan höfuðstóra sjónvarpskokk :o)
Athugasemdir
ó mæ god við Guðmundur sáum eitthvað að einum þættinum um daginn.. hún er eitthvað svo já, takmörkuð. Hún endurtók í sífellu við fyrsta réttinn Mozzarella með alveg svakalega ítölskum hreim og tónninn í röddinni breyttist líka við að segja það... við vorum komin í kast af að hlusta á hana...
já svo næstum fær hún það við að bíta í það sem hún var að búa til...
og þetta ,,crusty on the outside, creamie on the inside,, heyrist allavega 4 sinnum í hverjum þætti..
Guðríður Pétursdóttir, 28.1.2008 kl. 21:19
Veistu????!!!!! Ég hélt þú værir að fara að tala um nýja drenginn hans Valla!!! Fullkominn frumburður!!!! hahahahaha Svona getur maður mislesið.
Rúna Guðfinnsdóttir, 28.1.2008 kl. 21:23
Hef nú ekki horft á þetta, en það er hægt að gera allt girnilegt með því að hafa það crunchy! Ef maður sér manneskju bíta í eitthvað sem brakar í, þá langar manni automatískt í það. Facts of life
Guðfinnur Þorvaldsson, 29.1.2008 kl. 11:06
Guðríður - já, hún getur verið ansi nautnaleg á svip við smökkun á sínum crusty mat!
Rúna - HAHA! Það er alltaf ,,hressandi,, að misslesa sig. En annars er nýji drengurinn þeirra valla og tinnu mjög sætur og fínn :o)
Guðfinnur - Er það guffi? hefur þú séð þegar það er verið að éta stökka og brakandi kakkalakka eða sporðdreka..mmmmmmm..........eða hitt þó heldur ! Hahaha!
Vignir, 29.1.2008 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.