Brimrót við Stokkseyri

 
 
Dittótt brimið öslaði inn fjörukambinn með offorsi. Heimamenn eitt stórt spurningamerki. Hvísl og pukur alls staðar ,,en mikið er brimið fallegt,, heyrðist einhvers staðar. Heimamenn rekur ekki í minni hvenær brimið hafði verið svona mikið síðast. Spekingur bæjarins sagði að nú væri verið að refsa bæjarbúum fyrir drambsemi og yrði það víst að hann færi síðastur í hafið, sagðist ætla að berjast fyrir lífstuskunni sinni.
 
Sólinn sleikir skýin og teygir sig í átt að hafinu, ætli hún sé að reyna að hemja það? Það er ekki gott að segja, hún er svo óútreiknanleg blessuð sólin. Heimamenn bera virðingu fyrir henni og hafinu. Ætli virðingin sé gagnkvæm? Brimis hvæsir á sjóbarða grjótið í garðinum - sem er víst stolt heimamanna og ekkert má koma  fyrir, sjórinn skal ekki voga sér að hrófla við þeim steinum sem þar lúra.
 
Brim austan Stokkseyrar

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott mynd frændi,og blessuð sólin hækkar með degi hverjum áður en langt um líður verður komið vor.

Brúsi (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 16:28

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Mér hefur aldrei þótt brimið fallegt. Það er eins og öskrandi skrímsli og ég hef ekki tölu á því hversu oft mig hefur dreymt að það komi og skelli yfir húsinu mínu!

Rúna Guðfinnsdóttir, 27.1.2008 kl. 18:23

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég ber óttablendna virðingu fyrir briminu og hafinu...

finnst brimið fallegt en er eins og mútta frekar skelkuð við það

Guðríður Pétursdóttir, 28.1.2008 kl. 00:20

4 Smámynd: Guðfinnur Þorvaldsson

Ég hef alltaf verið mikið fyrir fjöruna, sjóinn og brimið. Hef ekki tölu á því hversu oft maður fór hérna í denn niður í fjöruna að veiða krabba, halda tappa-kappsiglingar o.fl. o.fl. Enn í dag leita ég í fjöruna, oftast vopnaður myndavélinni góðu.

Guð blessi fjöruna!

Guðfinnur Þorvaldsson, 28.1.2008 kl. 10:00

5 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

nú var hún að hnerra?

Guðríður Pétursdóttir, 28.1.2008 kl. 12:27

6 Smámynd: Vignir

Brúsi - Já, dagurinn er farinn að styttast og bara hægt að segja góða hluti um það :o)

Rúna - Við þurfum nú ekki að hafa miklar áhyggjur af því að brimið komist alla leið, er varnargarðurinn ekki mega garður?

Guffi - Það sem maður gat dundað sér með tappa í fjörunni, og bograndi hálfu dagana í leit að kröbbum og öðru dóti.

Guðríður - Það tók mig smá tíma að fatta þennan hjá Guðríður! HAHAHA!

Vignir, 28.1.2008 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband