Ekkisens áranns veður er þetta!


Óþolandi þetta óveður alltaf hreint! Vegna þess hef ég nú 2 sinnum ekki geta komist til vinnu og einu sinni mætti ég um tvö í stað tíu.

Í dag er veðrið sérstaklega slæmt, helstu leiðir á suðurlandi ófærar og ekki unnt að ýta sökum þess að fólk á illa útbúnm bílum situr fast á vegunum. Ég var að spá í að leggja af stað í morgun en sé sko ekki eftir því að hafa haldið mig innandyra, því á 15 mín. Varð ófært bæði í þrengslum og á heiðinni.

Í gærkvöldi fór ég frá Selfossi rúmlega tíu. Það kom kafli þar sem ég þurfti að hægja á mér í tuttugu! Skyggnið var það slæmt! Hélt meira að segja að ég hefði misst af afleggjaranum að Stokkseyri og mér fannst ég vera endalaust lengi á leiðinni heim.

Í dag mun ég fylgjast með spánni, og sjá til hvort ég leggi af stað í vinnuna. Ætli það verði mikið að gera í þessu ógeðslega veðri?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

fólk er endalaust þrjóskt þegar kemur að því að eyða peningum... þannig að ég held að það komi á óvart hvað verði mikið að gera í dag...

Guðríður Pétursdóttir, 25.1.2008 kl. 11:16

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég fór á Selfoss í dag..ískápurinn orðinn tómur, en það gengur ekki á föstudegi! Alltént..ég keyrði löturhægt á Selfoss og enn hægar til baka. Það var talvert blindara þá..tvisvar þurfti ég að stoppa þar sem ég sá ekkert nema hvítt..engan veg..enga stiku..ekki neitt. (Guði sé þó lof og dýrð fyrir blessaðar stikurnar)

Já þetta veður...það þarf alltaf að vera einhvernveginn öðruvísi en maður helst vildi. 

Rúna Guðfinnsdóttir, 26.1.2008 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband