15.1.2008 | 10:53
Kántrí og rólegheit
Já Hann Valli sendi mér nokkur kántrílög í morgunn og djöfull er þægilegt að hlusta á þetta! Núna er ég búinn að sanka að mér fullt af lögum og er núna heima og er að hlusta
Ég fór ekki í vinnuna í morgunn, gerði heiðarlega tilraun til þess ..snéri við hjá afleggjaranum Þorlákshöfn/Rvk. Fékk nóg af að keyra í þessum snjó. Núna er verið að ryðja vegina. Sé til með þetta um hádegi hvort ég fari.Það er samt ekki beint gaman að festast á einhversstaðar á leiðinni eða fara útaf Hef sem betur fer ekki lent í neinum útafkeyrslum 7 9 13
En ég hef það annars bara mjög gott í litla kotinu mínu, fékk mér besta kaffibolla í heimi í morgun, froðan þykk og góð, fæ mér sennilega annan á eftir.Hafið góðan dag og passið ykkur þarna úti á vegum landsins og hér er eitt kántrí
lag
Athugasemdir
Gott lag!
Ég keyrði Snorra í skólann út á Bakka í morgun..ég var að deyja í hausnum, ég þoli svo illa að keyra í dimmu og snjókomu, það fer allt í hrærigraut í hausnum. (Meira en venjulega) Ég er hins vegar að hlusta á Hjálma, nýja diskinn...fráááábær.
Rúna Guðfinnsdóttir, 15.1.2008 kl. 11:08
Já, ég fjárfesti í honum um daginn! Frábær diskur! Búinn að hlusta oft á hann frá a til ö, ekki eitt lag sem ég ,,þarf,, að skipta yfir. Bara góður ;o)
Vignir, 15.1.2008 kl. 11:23
Hlustaðu á níu plötuna með Rebu Mcentire Duets dúndur góð
Ingo (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.