Smáauglýsingar 2

Félega eldriborgara auglýsir eftir kynlífsráðgjafa til að halda nokkur námskeið til að lífga upp á rómans og ástarlíf fyrir eldra fólk sem er að tapa neistanum.Dvalarheimilið Efri gröf í kjóasýslu.

Ef einhver, bara einhver, lumar á áramótaskaupinu frá árinu 89´væri meira en til í að kaupa/ fá að kópí það. Hægt er að senda mér rafpóst á bjugnakraekir(hjá)simnet.isPáll

Getur einhver hjálpa mér að læra á síman minn. Ég keypti mér svo flókinn GSM síma að ég bara get ekki með nokkru móti lært á hann og þarf hjálp. Ég á ekki mikið af pening er ég greiði fyrir kennslu stund einn kleinupoka af úrvals kleinum sem ég hef sjálf bakað.Ágústa Hekk – sími 444-1111Lifið í lukku en ekki krukku!

Hef til sölu lítið notað fótanuddtæki. Ringo bítill notaði þetta tæki einu sinni þegar hann kom í heimsókn á litla bæinn okkar. Tækið hefur ekki verið notað síðan þá. Hef ekki kveikt á því í langan tíma en býst fastlega við að það virki. Þetta er einstakur safngripur fyrir alla bítlaáhugamenn – og bítlaáhugakonur.Vil einungis sms sendingar í númerið 2346789 – Tilboð óskast. Beinteinn.

Bjó til svo mikið af laufabrauði og smákökum fyrir jólin og sé ekki fram á að nokkuð af því verði étið og auglýsi það hér með til sölu. Fæst á slikk, jafnvel gefins ef komið er og sótt, hver veit nema að ég verði með heitt á könnunni. Létt spjall um daginn og veginn alltaf vel þegið.Erla – 511-1234

Ég þarf svo mikið að losa mig við kolbrjálaðan blendind, Labrador og sjéffer blanda. Ég hef bara engan hemil á þessu kvikyndi. Ef enginn vill taka hann að sér ….þá….þá neyðist ég til að láta svæfa hann.Ómar / 888-0000

Keypti spilastokk í Rúmfatalagernum. Ekkert merkilegt með nema að það vantar eitt spilið í stokkin, hjarta tíuna. Ég er búinn að leita út um allt heima hjá mér en ekki fjandans spilið. Ef einhver hefur rekist á stakt spil í Rúmfatalagernum á Smáratorgi má sá hafa samband í síma 888-1023Friðfinnur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get eg fengið smákökurnar mér líst vel á þær

Ingo (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 16:51

2 Smámynd: Vignir

Hafði samband við Erlu og hún sagði að það hefði komið eldri kona og fengið allar smákökurnar, hún bætti við að það er enn eitthvað eftir af laufabrauðinu ;)

Vignir, 12.1.2008 kl. 17:19

3 identicon

Er fótanuddið líka selt ?

Ingo (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 19:41

4 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

hef ekkert séð hjarta tíu í rúmfó, sá um daginn spaða tíuna samt, en ekki í rúmfata lagernum, hún var bara í spilastokknum mínum

Guðríður Pétursdóttir, 12.1.2008 kl. 20:10

5 Smámynd: Vignir

Ingó - Ég held, svei mér þá, að fótanuddtækið sé ekki selt. Spurning um að hafa samband! Ég mindi gera það fyrr en seinna!

Vignir, 12.1.2008 kl. 21:48

6 Smámynd: Guðfinnur Þorvaldsson

Er búið að svæfa hundfjandann? Við Ragga erum að spá í smá samkeppni við hundinn hérna uppi!

Guðfinnur Þorvaldsson, 14.1.2008 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband