Vanvirðing

Þetta kemur mér ekkert á óvart, ég hef mörgum sinnum farið á tónleika í höllinni og alltaf eru einhverjir seinir. En hvernig væri bara að hafa þetta eins og í leikhúsi? Að hleypa ekki inn eftir að listamennirnir eru komir á sviðið og sýningin hafin? Óstundvísi er eitthvað sem ég þoli ekki, vissulega getur eitthvað komið upp á en það er sjaldnast þannig, fólk einfaldega leggur allt of seint af stað, heldur líklega að það geti fengið stæði við dyranar og valsað inn eins og ekkert sé.....
mbl.is Óstundvísir Íslendingar spilltu tónleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er viss hópur fólks hér á landi sem að gengur undir nafninu "þotuliðið" (af þeim sem að líta upp til þeirra), "krókódílaskinns pakkið" (af þeim sem að líta niður á það), eða "hrokagikkir" (af okkur hinum), sem að hagar sér eins og aðalsfólk, en eru í raun bara smákóngar. Þetta er fólkið sem að mætti of seint. 

Það mætti ekki of seint vegna þess að það var seint á ferðinni svona óvart, heldur vegna þess að þau vildu láta taka eftir sér. Það vildi vera viss um að allir vissu að þau væru það mikilvæg að þau gætu valsað inn á tónleika heimsfrægrar poppstjörnu þegar þeim sýndist. Enda sponseraði þeirra fyrirtæki þessa uppákomu og þau þá væntanlega hrikalega merkilegt fólk.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem að svona gerist á Íslandi, og ekki það síðasta því að smákónga eðlið er ríkt í Íslendingum.

ex354 (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 14:05

2 Smámynd: Vignir

Heyr heyr! takk fyrir kommentið :o)

Vignir, 4.9.2007 kl. 14:37

3 Smámynd: Hr. Örlygur

Blessaður Vignir,

Þú hefðir semsagt viljað láta loka húsinu eftir að Rass hófu leik sinn á tónleikum Sykurmolanna í Höllinni í fyrra? Þegar Jakobínarína hóf upphitun sína fyrri White Stripes í sama húsi eða (ef við horfum lengra til baka) Ghostigital hóf spilamennsku sína á undan Pixies í Kapplakrika.

Upphitunaratriði á tónleikum fá oft ekki þá athygli sem þau eiga skilið. Upphitunaratriðið á Norah Jones tónleikunum var M. Ward. Það var kynnt í fjölmiðlum og kynningarefni að hann færi á svið og Norah Jones eftir upphitun. Einhverjir hafa kosið að mæta á meðan M. Ward spilaði - eða eftir að því var lokið. Engin truflun var hins vegar á aðalnúmeri kvöldsins; Norah Jones. Hvorki í fyrstu lögunum né síðar.

Upphitunaratriði sjá einmitt um að spila fyrst til að fá fólk í salinn og koma þeim sem þegar eru mættir í réttu stemmninguna.

Sumir hafa e.t.v. ruglað upphitunaratriði M. Ward saman við eiginlega tónleika Norah Jones - þar sem Norah Jones kom óvænt fram í nokkrum lögum M. Ward. Þetta kom öllum í opna skjöldu, en var góður bónus fyrir þá sem mættu tímanlega.

Líkt og á tónleikum Norah Jones annarstaðar í heiminum misstu margir Íslendingar af M. Ward. Bæði hérlendis sem erlendis er fólk vant að týnast á tónleika þegar þau eru í gangi, mæti jafnvel eftir að þeim er lokið. Spennan fyrir aðalatriðinu er það sem skiptir máli fyrir flesta gesti. Hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Hr. Örlygur, 4.9.2007 kl. 22:18

4 Smámynd: Hr. Örlygur

Svo má geta þess að án stuðnings hefði ekki verið hægt að fá Norah Jones til landsins - og miðaverð á tónleikana var langt undir því sem oft gerist þegar svona stórt nafn kemur til landsins og eftirspurn eftir miður er jafn mikil.

Hr. Örlygur, 4.9.2007 kl. 22:20

5 Smámynd: Vignir

Þakka innleggið þitt í þessa umræðu, en þetta með stuðninginn... .Einhvers staðar las ég það að FL group hefði víst keypt bróðurpartinn af miðunum sem leiddi það af sér færri komust að til þess að kaupa miða. Mér finnst að svona tónleikar eigi að vera tvö kvöld, fyrir fyrirtæki annars vegar og fyrir almenning hins vegar.

Vignir, 4.9.2007 kl. 22:39

6 Smámynd: Hr. Örlygur

Þetta eru góð og gildar áhyggjur. Í sumum tilvikum hafa styrktaraðilar keypt um heilu tónleikana - eða bróðurpart miðana. Svo var ekki í þessu tilviki.

Aðeins lítill hluti þeirra miða sem í boði voru fóru til styrktaraðila. Kappkostað var að hafa sem alla flesta í sölu. 

En svo má auðvitað deila um það hvort það sé jákvætt eða neikvætt að fjársterk fyrirtæki styrki menningarviðburði? Og þá á sviði tónlist, eins og þessa einstöku tónleika, Sinfoníuhljómsveit Íslands og útrás íslenskra tónlistarmanna (eins og umræddur styrktaraðila gerir.

Hr. Örlygur, 5.9.2007 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband