31.Þáttur

Við höldu áfram í rússneska herragarðinum….

Allar þessar spurningar? Sagði Herra Fleygur um leið og hann kveikti sér í feitum vindlingi ,,Þið haldið að ég sé á eftir öllum auðæfum ykkar en þar skjátlast ykkur. Sjálfur á ég skít nóg af seðlum og skortir ekki neitt, nema tvo röska vinnumenn. Þið hafði verið undir smásjá minni í tals vert langan tíma og hef ég verið að prufa ykkur.,,

,,Um hvað ertu að tala heilabilaði maður,, gargaði Ragnheiður og leit grimmilega á Stefán sem var eitt spurningamerki í framan - ,,og hvað verður um okkur?,, spurði Stefán og kyngdi þykku munnvatni. Herra Fleygur sagðist vera með verkefni sem þau þyrftu að leysa fyrir sig. Í kjallara alþingis Íslands er kassi og í honum eru mikilvæg gögn sem þurfa að komasthans hendur.

,,Það er mjög mikilvægt að ekkert fari úrskeiðis og þarf ég að fá þennan kassa sem allra fyrst,, Ragnheiður sagðist ekki ætla að gera neitt fyrr en hún fengi að sjá framan í Herra Fleyg. Henni varð ekki af ósk sinni því þegar Herra Fleygur hafði lokið máli sínu voru þau leidd út úr herberginu og út í garð.

Fuglar sungu og þægilegur niður var frá gosbrunni sem var skammt frá hjónunum. Þau settust
á bekk. Einn af lífvörðum Herra Fleygs fylgdist með hverri hreyfingu þeirra. Eftir um 5 mín. opnaðist útidyrahurðin og út kom illa lyktandi maðurinn. Hann hélt á svartri skjalatösku og rétti hana Stefáni. Á töskunni var miði sem á stóð
,,Hér er allt sem þið þurfið í þennan leiðangur,,

,,Þetta er eitthvað sjúkt grín Stefán,, sagði Ragnheiður áður en hún bað hann um að opna töskuna. Í henni fundu þau einn nætursjónauka, táragas, reyksprengju, tvær súrefnisgrímur, tvö vegabréf og tvo vindla.
Bréfi var vafið utan um vindlana og á því stóð

,,Reykist eftir að verkefni er lokið,,

Stefán leit í vegabréfin og fór að skellihlæja. Hvað er svona fyndið! Spurði Ragnheiður ekki glöð á svip – Ragnheiður mín, í þessu verkefni heitir þú Jelena Olga Júktenskæja! Stefán gat ekki hætt að hlæja og fékk að launum högg í öxlina. Ragnheiður hrifsaði vegabréfið hans Stefáns og las. ,,tjih – nafnið þitt er nú heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir, Herra Ivanov Vladiz. Stefáni fannst það skömminni skárra nafn.

Ragnheiður rótaði í töskunni og tók upp táragasið og sagðist ekki hafa hugmynd um hvernig ætti að nota þetta en sagði jafnframt að þau yrðu að sækja þennan kassa og kannski, kannski endurtók hún, mundu þau losna úr þessu dæmi.

Mun Ragnheiður óvart nota táragasið? Er Stefán á barmi taugaáfalls? Hvernig komast þau til Íslands?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Vignir. Er séns að fá alla þættina (fram til dagsins í dag) senda í tölvupósti?

Jóna Á. Gísladóttir, 29.7.2007 kl. 18:15

2 Smámynd: Vignir

jóna - ég get sent þér þá, en þeir eru líka allir hérna á síðunni, vinstrameginn undir flokkinum sápan :o)

Vignir, 29.7.2007 kl. 21:58

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ok cool. Þá prenta ég þetta út og hef til lestrar í sumarfríinu sem byrjar eftir viku. jahú

Jóna Á. Gísladóttir, 29.7.2007 kl. 23:43

4 Smámynd: Vignir

Ok, ég var að fara yfir þetta aðeins, það var mikið af stafsetningavillum, ekki mín sterkasta hlið :o) Einnig er ég aðeins búinn að laga uppsetninguna þannig að þetta er orðið nokkurn veginn eins og ég vil hafa það. Þannig að þú getur prentað þetta út og vonandi skemmt þér við lesturinn. Fyrstu kaflarnir eru frekar ólíkir þeim sem koma á eftir, þeir batna, að mínu mati :o)

Vignir, 29.7.2007 kl. 23:49

5 Smámynd: Vignir

Já, og skemmtu þér vel í fríinu :) þú heldur samt áfram að blogga er það ekki ?

Vignir, 29.7.2007 kl. 23:49

6 Smámynd: Guðrún Helga Guðmundsdóttir

já, massa góð sápa, ég verð fremst í röðinni að kaupa bókina þegar hún kemur út  skjóta þessum harry potter aðdáendum ref fyrir rass og hanga fyrir utan MálogMenningu svo vikum, jafnvel mánuðum skiptir !

Guðrún Helga Guðmundsdóttir, 30.7.2007 kl. 03:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband