30.þáttur

 

,,Stefán, mér líður ekki vel,, sagði Ragnheiður rétt áður en hún féll í jörðina í blautt grasið. Stefán tók farlama konu sína og setti hana á öxlina og reyndi að hlaupa sem hraðast í gegnum greinar sem slógust framan í hann. Stefán bölvaði greinunum en hélt ótrauður áfram. Þar sem það var frekar mikið myrkur sá hann ekki vel hvert hann  fór. Vegna slæmra skilyrða sá hann ekki að þau stefndu að stóru stöðuvatni. Svo fór að hann óð út í vatnið og sökk djúpt í botninn og festist. Á undraverðan hátt náði hann að halda Ragnheiði fyrir ofan vatnsborðið.

Hið óumflýjanlega gerðist og náðu mennirnir þeim hjónunum og fluttu þau í glæsilegan herragarð skammt frá vatninu. Ragnheiður rankaði við sér og leit í kringum sig og sá falleg húsgögn í kringum sig. Hún lá í glæsilegu rúmi og Stefán var við hlið hennar örmagnaður af þreytu. Ragnheiður potaði í Stefán og hann rankaði við sér og spurði hvar þau væri. Ragnheiður sagðist ekki hafa hugmynd um hvar þau væru en hélt að þau væru enn í Rússlandi.

Þau heyrðu hljóð fyrir utan hurðina og hún opnaðist ofurhægt og lítið höfuð gæðist inn. Þetta var karlmaður á fertugsaldri, feitlaginn með mikla skeggrót. Hann sagði eitthvað á rússnesku sem hjónin skildu ekkert. Hann kom inn og gekk að rúminu, rétti út höndina. Ragnheiður sá mikinn skít undir nöglunum og kúgaðist af lyktinni sem var af manninum. Maðurinn tók höndina til baka og gaf merki um að láta fylgja sér. Hikandi stóðu hjónin upp og fylgdu þessum illa lyktandi manni. Þau enduðu í stórri stofu þar sem allt var mjög glæsilegt. Í veglegum stól sat maður. Þau greindu ekki andlit hans vegna skuggans sem féll á andlitið.Þessi maður bað þau um að koma. Hann talar íslensku hvíslaði Ragnheiður þegar þau gengu af stað. Stefán hnippti í Rangheiði og sagðist ekki vera neinn fáviti.

,,Þið hafið komið langan veg lömbin mín,, sagði maðurinn í skugganum ,,Þið hafið hitt heyrt nafn mitt og ég hef verið í óbeinu sambandi við ykkur, þið getið kallað mig Herra Fleyg,, Ragnheiður var svo spennt og vildi fá að sjá í andlit hans. Hún fór nær honum en komst ekki langt því lífverðir Herra Fleygs stoppuðu hana. ,, Ég verð að fá að sjá framan í þig,, sagði Rangheiður örvæntingafull ,, af hverju gerir þú okkur þennan grikk? viltu pening,,? Herra Fleygur sagði henni að hætta með þessar spurningar.

 Hvað vill Herra Fleygur þeim hjónum? Er Ragnheiður í hefndarhug? Mun Ragnheiður ráðast á Herra Fleyg? Er Stefán með hælsæri?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ahhahaha bara snild.... ég er orðin svo spent að ég get varla unnið lengur..... en ég er alveg viss um að Stefán er með hælsæri og fær síkla í það og það þarf að taka af honum löppina  hlakka til að lesa meira!!!!!!!!!!!!!!! 

elisabet (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband