29. Þáttur

Nú er illa komið fyrir hjónunum Ragnheiði og Stefáni. Við höldum áfram þar sem frá var horfið...

 

Þotan flaug á ógnarhraða í gegnum storminn sem hafði myndast á skömmum tíma. Enn voru hjónin meðvitundarlaus og lágu eins og hráviði á gólfi þotunnar. Ódæðismennirnir höfðu fengið sér sæti og voru að dreypa á kampavíni. Þeir voru í slagtogi með flugmanninum sem að fara undirbúa lendingu Minsk. Í talstöðinni heyrðist í skrækri kvenmasrödd sem gaf leifi til lendingar.

Ódæðismennirnir sóttu teip og festu hjónin saman. Við lendingu kom mikið högg og við það vaknaði Ragnheiður. Hún gat ekki tjá sig neitt því búið var að teipa yfir munninn. Hún leit í kringum sig og sá að annar ódæðismannanna hafði tekið af sér grímuna og þekkti hún vel manninn! Ragnheiður ákvað að látast vera í roti til að fylgjast betur með.

,, Er bílinn kominn?,, spurði annar ódæðismannanna. Svo reyndist vera og voru hjónin flutt í hann. Stefán var nú að koma til og sá að Ragnheiður var eitthvað að reyna að losa sig. Þau voru í rúmgóðu skotti sem gaf þeim rími til að athafna sig. Stefán náði að losa sig og sína. Þau ákváðu að bíða eftir að bíllinn mundi soppa og skottið opnað. Þá ætluðu þau að sparka af öllum lífs og sálarkröftum í lokið í  von um að sá sem opnaði mundi rotast´

Áætlunin gekk eftir voru þau nú kominn út í skóg sem var rétt hjá. Allt var mígandi blautt og Ragnheiður illa skóuð. ,,Stefán......mér er illt í fótunum, það er greinar og steinvölur í skónum,, Stefán sagði henni að hætta þessu væli og fylgja sér. Ferðin í skóginum gekk hægt fyrir sig og sáu þau loks að þeim var veitt eftirför.

 

Hver er annar ódæðismannanna ? Komast þau heil út út skóginum? Er Ragnheiður aðframkomin af þreytu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Hæ Vignir. Ekkert í sambandi við söguna þína...en takk fyrir gjöfina. Ég veit  að hugur fylgir máli?! Samt fatta ég ekki djókinn, en held þó helst að ég fái svona fínan jeppa af því við erum orðin svo mörg í heimili (8) og þú vorkennir mér eða þá að ég sé svo yfirmáta góð að þér finnist ég eiga jeppa skilinn?! Takk fyrir mig!

Rúna Guðfinnsdóttir, 26.7.2007 kl. 14:50

2 Smámynd: Vignir

mig minnti að draumabílinn þinn hefði verið Ford Explorer...er það kannski vitleysa?

Vignir, 26.7.2007 kl. 15:11

3 Smámynd: Birna G

nenniru að koma með þátt 30 nuna fyrir kl. 4 þá fer ég nebbla heim !

Birna G, 26.7.2007 kl. 15:44

4 Smámynd: Vignir

úúú það er tæpt! Ég lofa ekki neinu

Vignir, 26.7.2007 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband