26. Þáttur

 

Það var farið að skyggja úti og Ragnheiður var óróleg. Þau héldu af stað í átt að höfninni með opinn hug. Stefán var með hugann við Sægreifan því þar fékk hann einu sinni súpu sem hann kolféll fyrir og langaði nú í annan skammt. Ragnheiður hélt nú ekki og héldu þau áfram för sinni.

Mávarnir kepptustu við að garga sem hæst í baráttunni um æti og vildi ekki betur til en að Stefán fékk væna slummu af driti beint á höfuðið honum til mikillar bræði. Hann þurrkaði ósóman af höfði sér og fór að leita að konunni dularfullu.

Sú leit stóð yfir í stuttan tíma því eðal bifreið renndi upp að hjónunum. Bílstjórinn steig út og opnaði fyrir farþeganum. Mikil og þung ilmvatnslykt gaus upp með konunni. Ragnheiður hélt að það væri lykt frá Naomi Campell en var ekki viss. Farþeginn rétt fram hönd og heilsaði hjónunum.

,,Ég vil að þið komið með mér í smá bíltúr,, sagði hún og fór aftur inn í bílinn. Stefán leit á Ragnheiði sem kinkaði kolli og hurfu þau inn í bílinn sem keyrði af stað. Ég heiti Ivanka en kallið mig Lafði Pearl sagði konan og kom sér strax að efninu. ,,Málið er það krakkar mínir að þið eru flækt inn í stóran svikavef hjá Rússnesku mafíunni,, Ragnheiður fór að skæla og hélt að nú yrði hún numin á brott og þyrfti að borða brómber og drekka Vodka sem eftir væri ævi sinnar. 

 ,,Hvernig stendur á því?,, Spurði Stefán með undrunarsvip. Eina svarið sem hann fékk var að hann þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur, þessu yrði reddað fyrir hann.

 

Er mafían í Rússlandi á hælum þeirra? Er Lafði Peral eins góð og læst vera? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Helga Guðmundsdóttir

úúúúú spennó! ég held að þú sért búin að finna upp the ultimate megrunarfæðið, brómber og vodki !! Allir að prufa í svona mánuð!  

Guðrún Helga Guðmundsdóttir, 24.7.2007 kl. 14:22

2 Smámynd: Vignir

Prufaði þennan kúr þegar ég var á bakpokaferðalagi árið 91 um Rússland. Svínvirkaði, svo vel að nú get ég ómögulega bætt á mig blómum

Vignir, 24.7.2007 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband