Stop! In the name of law!

Mín vegna mega þeir drita þessu niður þar sem þeim sýnist.....En einhvern tíma, þegar ég var að horfa á einn af mínum uppáhalds þáttum Top Gear var einmitt umræða um hraðamyndavélar og var niðurstaðan sú að þar sem þær voru merktar voru fleiri umferðarslys. Fólk var ekki eins mikið með hugann við aksturinn heldur var það á stöðugu varðbergi vegna þessara véla.

Það að setja þær í Hvalfjörðinn gæti aukið á slysahættu þar.....


mbl.is Hraðamyndavélar í gagnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

já það meikar sens

Guðríður Pétursdóttir, 24.7.2007 kl. 13:42

2 identicon

Ég sá þennan Top Gear þátt líka.  Það eru reyndar til kannanir sem sýna að myndavélar skili árangri.  Ég er hins vegar handviss um að þeir í Top Gear hafi rétt fyrir sér.  Um daginn keyrði ég frá Blönduósi og í bæinn og ákvað að keyra ekki yfir 90 (svona til að prófa það einu sinni).  Ég hugsaði mikið um það á leiðinni að ég væri alveg pottþétt hættulegri við það að reyna að halda mér undir 90 en á bilinu 90-105.  Maður er hreinlega alltaf að kíkja á hraðamælinn.  Ég á bágt með að trúa því að það skipti miklu máli hvort fólk keyri á 90 eða 100 eða jafnvel 110 á vissum vegaköflum.  Löggan á að sekta fólk sem keyrir á ofsahraða og tekur óvarlega framúr.   Svo virðist líka sem löggan sé alltaf að mæla á beinu köflunum - þar sem einmitt er öruggara að keyra hratt en á erfiðum vegaköflum (þar sem flestir hægja á sér).

Ra (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 14:08

3 identicon

Ég held að þetta sé alveg rétt, líka þetta með að reyna að keyra á akkúrat 90... það er bara ekki hægt nema að líta á hraðamælinn á 5 sek. fresti sem er truflandi  

HerdíZ (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 14:24

4 Smámynd: Vignir

Takk fyrir kommentin Ívar og Guðríur

Ívar: ég er algerlega sammála þér með Þetta.

Vignir, 24.7.2007 kl. 14:44

5 Smámynd: Vignir

og Herdís

En það náttúrulega hægt, fyrir þá sem eru með þann munað, að stilla á krúskontról. Bara þægilegt....

Vignir, 24.7.2007 kl. 14:45

6 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Hér í Svíþjóð er nýlega búið að gera úttekt á þessum vélum og niðurstaðan var að þær draga úr hraðaakstri og að hægt er að greina andlit ökumanns í meirihluta tilvika. Það var þó háð myrkri og veðurskilyrðum hve nákvæmar vélarnar voru. Í Svíþjóð er það nefnilega ekki eigandi bílsins sem er ábirgur, heldu ökumaðurinn.

Ásgeir Rúnar Helgason, 24.7.2007 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband