Vinnan göfgar manninn

 

Alveg er það hreint magnað þegar framkvæmdir eru á landinu, og reyndar bara út um allan heim, þar sem verkamenn koma saman þar er hangsað. Hef oft rekið augun í það þegar ég er að keyra um götur og vegi landsins þar sem t.d. eru vegaframkvæmdir að þar sem 5- 8 verkamenn koma saman eru það yfirleitt svona 3 sem eru að vinna LoL. Hinir eru mikið að spökulera og pæla....hangandi fram á skóflu eða kúst....
Framkvæmdir tækju mun styttri tíma ef að allir mundu halda áfram að vinna í staðinn fyrir þessar pásur í tíma og ótíma. Ég er ekki að segja að þeir eigi að vinna eins og skepnur allan daginn án þess að fá hvorki vott né þurrt....alls ekki en öllu má ofgera......

lazy%20bear
lazy%20catistockphoto_2530477_lazy_days

 

 

 

 

 

 

 

Annað mjög óskylt mál. Þar sem hún Rúna var svo góð að leifa mér að fá nokkra rabbara með mér heim úr garðinum sínum fékk ég að fara aftur í barndóm.  jú, sjáðu til, þegar ég var lítill fór ég oft í garðinn hjá ömmu á Ósabakka og fékk rabbara sem ég dýfði svo í strásykur og át með bestu lyst. Fékk mér svona núna áðan og mikið helvíti er þetta súrt! Gott, en súrt. 

 

Hef þetta ekki lengra í bili....

Takk fyrir kaffið 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

eheheh namm namm

Guðríður Pétursdóttir, 26.6.2007 kl. 06:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband