Færsluflokkur: Ljóð

Í blíðu og stríðu

 

Blómin í garðinum veina
Enginn skilur þeirra mál
Tröðkuð tætt og rifin
hlandblaut

Ilma, springa fölna
sleikja sólina - lifa
vökva himinns þrá
nærast

í sátt og samlyndi við annan gróður
deila saman bletti, veröld
þar eiga þau heima
sambúðin erfið á köflum
arfinn frekur
 
 

 


Heimili

Það bullsíður á rófunum

húsfreyjan hvergi sjáanleg

ætli hún sé í símanum?

Kötturinn sefur eins og steinn

þreyttur eftir hamagang

Það er bankað.

 

 


X og X

 

Svart og hvítt
Himinn og haf
Amma og Afi
Heitt og Kalt
Já og Nei
Upp og Niður
Til og Frá
Hægri og Vinstri
Hann og Hún
Mamma og Pabbi
Sundur og Saman
Undir og Yfir
Famm og til baka
Salt og Pipar
Súrt og Sætt
Dagur og Nótt
Stelpa og Strákur
Maður og Kona
Ég og Þú
  

Prósi?


Harðfiskurinn rifinn í pokanum
laugardagsfárið í loftinu
hrafninn valhoppar
eggin tísta í pottinum

Dekkið vindlaust, þarf viðhald
1 gráða til hægri og allt stopp
Ég finn ekki kaffið
sólin sest niður á mjúkt grasið
ætli hún kveiki í því?

Þú skuldar mér aur
áttu eld?
ástfangin lóa skautar á svelli
kornfleksið er búið

(Vignir)


Hreggviður á hrakhólum

 

Skottast, skýst og grefur

Slæglega gengur roskinn

Skeytir engu um skúminn

sefur um nætur húmin

 

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband