Færsluflokkur: Ljóð
30.9.2008 | 11:26
AQ%-Xr12,28
Þarinn
Sjóbarinn
Farinn
Knúsandi
Skítabryggju.
Blautur
Eins og
Hundur
Umvafinn
Fuglshræjum
Unnir sér ekki.
Klappirnar
Sótsvartar
Kippa sér,
Ekki upp
Við skít
Kríunnar.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.9.2008 | 10:23
ó þú kaffiblauti sokkur
,,sem kúldrast í dimmum skó og bíður þess að verða þurkaður,,
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
23.8.2008 | 14:07
Sukk?
Sjónvarpið á fullu, fréttaþulur sveittur í stúdíói
les upp fréttirnar með hálfum hug
skelþunnur eftir hörku djamm.
Slekk á sjónvarpinu, búinn að slefa í koddann
amma hringir, nenni ekki að svara
talar svo mikið...
Það er bankað, ég drattast á fætur
fyrir utan - hundblautur sölumaður
er að selja grjónagraut
200 kr. kílóið
ég afþakka og loka.
uppáhalds lagið mitt glymur í útvarpinu
hækka örlítið, ekki mikið, er með hausverk
ekki til verkjatafla í húsinu - lagið búið.
Ekkert planað fyrir kvöldið, á ekki pening.
ætla að poppa popp og búa mér til gos
með spánýja sódastrímtækinu.
ódýrt kvöld.
Fréttatilkynning glymur í útvarpinu.
Ísland vann víst eitthvað handboltamót
allir kátir....,,strákarnir okkar,,
ví ar ðí tjampíons!
Ljóð | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.5.2008 | 10:19
Earl Grey
Tveir enskir tesvelgir sitja á elliheimili og hakka í sig skonsur
keppast um besta bitann, sötra og slafra
starfsfólkið hristir hausinn, þau tjónka ekki við þeim
það þíðir ekkert
Kvenfólkið horfir aðdáunaraugum á kappana
hugsa um gömlu góðu tímana
fá sér sérrí tár
komnar með leið á te og stússi, slappa af
ættingjar koma og fara, stoppa stutt
koma samviskunnar vegna
alltaf í tímaþröng, ljúga
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2008 | 12:53
Bóndinn góði og húsið
stromsveipurinn æðir yfir jörðina
skilur ekkert eftir sig
nema brak
bóndinn slippur og snauður
allt farið fjandans til
en kvótan á hann þó enn
búpeningurinn fokinn út í
veður og vind
sennilega allt steindautt
rotnar á víðavangi
hyskið á götunni
enginn vill hýsa þau
illalyktandi pakk
Fína frúin horfir til himins
stolt og fín
skeytir engum um
vesæla bóndan
er sein í bingó
Bóndinn gefst ekki upp
krækir í stöðu á kænu
fiskirí frábært
bóndinn þénar vel
byggir nýjan bæ
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.3.2008 | 18:51
Fjölbýli
hundrað fertugasta og fimmta hæðin
laðar að sér margan manninn
Fuglarnir fljúga ekki svona hátt
nenna því ekki.
Gamall og þreyttur húsvörður
kjagar upp stigana
lafmóður og bugaður
nennir því ekki.
íbúarnir skeyta ekki um ganginn
fullur af skít, ekkert þrifið
enginn nennir að þrífa.
Hreysiköttur hvæsir á pottablómið
á 1.hæð, blóminu er sama
kötturinn pirraður
nennir þessi ekki lengur
geft upp og fer.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.2.2008 | 20:23
sokka fíaskó
Datt um sokkinn
Lá kylliflatur á eftir
Óvígur
Snúinn, marinn og blár
Skrönglast á fætur
Bansettum blá sokknum
Bölva niður í bringuna
Tek hann upp af gólfinu
Stari á´ann
Í ruslið með þig!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.2.2008 | 11:18
Slen
Í stofunni er mikill hiti
Vatnsglas situr sveitt á borðinu
Bíður eftir að verða lyft upp
og sleikt
Rykið er berskjaldað í sólargeislunum
húsfreyjan þarf að sópa
nennir því ekki...
Bílskúrinn fullur af drasli
húsbóndinn bugaður og latur
tekur ekki til
Börnin æst og tryllt
af öllum sykrinum
fá ekki meira
borða ekki kvöldmatinn
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.2.2008 | 12:53
Afskiptasami gamli maðurinn
Hvað er í þessum poka?
Hvert ertu að fara?
Þú verður að vera með trefil,
það er svo kalt!
Breiddu yfir barnið, það er svo hvasst
Þessi kápa fer þér engan veginn
hvað ertu að éta? þetta er allt of óhollt!
Ertu að borga mikið af þessum bíl?
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.12.2007 | 12:05
Hirðuleysi
Vörubíllinn bilaður í hlaðinu
á sér enga von
lekur olíu
pústið farið
Enginn kýs að hriða um hann
músahreiður í húsinu
sætin sundurtætt
framrúðan sprungin
Dekkin lin og slitin
pallurinn fullur af vatni
lakkið farið
sjónmengun
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)