Amy Winehouse á tónleikum 26.júní

Amy söng fyrir Mandela um daginn, hérna er myndband af því. Því verður ekki neitað að bakraddasöngvararnir eru ansi hressir...kannski einum of.  - Hver dæmi fyrir sig...Pinch 

 


The Happening

Fór í gær í bíó með samstarfsfélögum að sjá myndina The happening. Ég vissi ekki alveg við hverju ég átti að búast,var búinn að heyra að hún væri ekkert spes þannig að ég fór með mjög opinn huga inn í salinn. Að sjálfsögðu var Regnboginn fyrir valinu þar sem bíómiðinn kostar litlar 650 kr.

Við komum á fínum tíma og þurftum ekki bíða lengi þangað til myndin byrjaði. Mark Wahlberg fer með eitt af aðal hlutverkunum í myndinni. Hann er kennir vísindafræði í barnaskóla. Hann er látinn vera þessi ,,fullkomni,, kennari. Í byrjun myndarinnar sitja tvær ungar konur á bekk og eru að spjalla. Skyndilega fer fólkið í kringum þau og önnur konan að láta furðulega.  Ég ætla ekki að segja frá því hvað gerist en ég verið nú að segja að ég átti ekki von á þessi mynd yrði svona grafísk og brútal. Ég bjóst við þessari týpísku náttúruhamfaramynd með eldgosi, jarðskjálfta eða flóði.........nei......ekkert af þessu kom, heldur annað sem er miklu verra!

Fyrir hlé er myndin mjög spennandi og dularfull en eftir hlé fór nú að halla undan fæti. Hún var eins korní og amerísk eins og hægt er..... En alla vega...ef þú vilt fara á ágætis bregðu/spennu/gorí mynd þá endilega skelltu þér á þessa...... - í Regnboganum

the-happening-300x440


Stöff

20080409125636_mad_cow

horse-holiday02

798966354_80d761ee6c

ostrich

 

Og það er brjálað að gera hjá mér í vinnunni.........LoLPinchWhistling


Blómlegur póstkassi...


Þegar ég kom frá Selfossi í dag sá ég, þegar ég nálgaðist húsið að eitthvað óvenjulegt var í póstkassanum. Í ljós kom að þetta voru sóleyjar. Þarna voru þær, gular - farnar að lognast út sökum sólarleysis liggjandi ofan á póstinum mínum. Það er nú ekki á hverjum degi sem maður fær blóm í póst...Hérna fyrir neðan er mynd af þessari sendinu Tounge
 
SP_A0020
 

Lögregludagbók

Lögreglaní Dalatanga

09.06.2008

 

Helgin var erilsöm í lögregluembættinu. Hin árlega hátíð smaladrengja var haldin í félagsheimilinu ,,Síðasti bærinn í dalnum,,. Áfengi var haft um hönd. Enginn annar en Snjólfur vitavörður sá um að trylla lýðinn með sinni alkunnu snilld. Veitingarnar voru í höndum Hallberu, húsfreyju á Botthólsstað. Hlaðborðið svignaði undan kræsingunum en eitthvað fór maturinn illa í gesti því laust eftir miðnætti brutust út slagsmál á dansgólfinu.  Trausti Þrekni rakst illa í Benna Trukk með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði. Benni Trukkur tjúllaðist og fór í gegnum þvöguna með hnefann á lofti og barði hvern þann semvar í veginum.  Báðir bílar sveitarinnar voru sendir á staðinn og tókst á endanum að stilla til friðar. Tveir gista nú fangageymslu lögreglunnar.

Klukkan 10:30 barst lögreglu símtal frá Snjólfi vitaverði. Hann var í stökustu vandræðum með tvær kríur sem létu hann ekki í friði og vanhelguðu vitann eins og hann orðaði það. Hann fór fram á það að annað hvort fengi hann leyfi til að farga þessum villifuglum eða að hreinsitæknir dalsins kæmi til að þrífa ósómann. Lögreglan bað hann vel að lifa, gaf það í skyn að þetta mál tilheyrði ekki þeim.

 

Rólegt var fram að hádegi eða til 13:25 þegar lögreglu barst símtal frá Gértu Brink,elsta íbúa umdæmisins. Hún gat ómögulega botnað í því hvernig hægri skórinn sinn hefði endað á vinstri fætinum og vildi fá spæjara til að komast að því hvernig svona gat farið. Vakthafandi lögreglumaður sagðist sjálfur ætla að koma á staðinn og komast að hinu sanna. Í ljós kom að skórinn var á réttum fæti.

 

Á leiðinni heim kom lögreglumaður auga á tvo menn svo voru eitthvað að vandræðast stutt frá veginum. Þetta reyndust vera farandsölumenn. Þeir höfðu misst kassa sem innihélt mikið magn af litlum marmarakúlum – sem höfðu dreifst í grasið. Tjáðu þeir lögreglumanni að mikil vermæti væru í þessu og mikilvægt að allar kúlurnar skiluðu sér aftur í kassann. Þar sem mikið var búið að vera að gera þennan daginn gast ekki tími til að aðstoða mennina.

 

Ljóðskáld umdæmisins staulaðist inn á stöðina um kaffileytið. Hafði hann undir höndum skinnrullu sem hann hafði skrifað á ljóð, sem hann tileinkaði varðstjóranum.Þar var á þessa leið:

 

Blessaður vert´ekki með þettakjaftæði!

Þú lætur mína frú í friði

Færð ekki að lasta meir

Því þá er mér að mæta!

Hafðu nú vit á því að hætta meðanþú getur!

 

Ljóðið fór illa í varðstjórann sem fann megna áfengisstækju frá vitum skáldsins – sem var sent rakleiðis aftur á sinn bæ.

 

 

Fleira taldist ekki til tíðinda þann daginn.

 

 


You never eat alone..

 
 
 
Mavur
 
GAAAAAAA!!! 
 
 
 

Fúnksjón


Í gær fór ég að sjá nýju myndina um ævintýri Indiana Jones. Myndin er að mínu mati mjög góð. Að vísu var hún lengi að byrja....En það er eitt sem mér finnst skrítið við þessa mynd.  Hann er á skoða mannvirki sem eru nokkur þúsund ára gömul með alskyns sniðugum hurðum sem opnast við hinar ýmsu kúnstir. Aldrei lennti hann í neinum vandræðum með að komast í gegnum neinar hurðir....Pinch
 

Gott

 

Hvernig vær að fá sér eins og eina ískalda Malt í gleri í dag?

 

 

getfile

Earl Grey

 

Tveir enskir tesvelgir sitja á elliheimili og hakka í sig skonsur

keppast um besta bitann, sötra og slafra

starfsfólkið hristir hausinn, þau tjónka ekki við þeim

það þíðir ekkert

 

Kvenfólkið horfir aðdáunaraugum á kappana

hugsa um gömlu góðu tímana

fá sér sérrí tár

komnar með leið á te og stússi, slappa af

 

ættingjar koma og fara, stoppa stutt

koma samviskunnar vegna

alltaf í tímaþröng, ljúga

 


Pulp Tribute

Er nýlega farinn að meta þetta band, betra er seint en aldrei.....Hér eru nokkur lög með þeim.

Common people

Disco 2000

Babies

Monday Morning

Razzmatazz


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband