Lögregludagbók

Lögreglan íBúðardal

09.01.2009

 

Morgunvaktinbyrjaði rólega, mjög rólega. Þrír á vakt. Skeggrætt var um hina og þessa hluti,menn með ýmsar skoðanir á hlutunum.  Pétur fisksali kíkti í kaffi og sagðiekki farir sína sléttar. Þrír unglingar höfðu tekið sig til og mígið utan íbúðina og einnig á afgreiðsluborðið. Pétur taldi um aðkomudrengi væri að ræðaþví hann hafði aldrei séð þá áður. Lögreglumaður fór með Pétri í búðina oghjálpaði honum að þrífa upp ósómann.

 Um hádegibarst neyðarkall frá nokkrum erlendum ferðamönnum, sem voru í fuglaskoðun. Þeirleigðu sér árabát af Ólafi ugga á slikk. í einni öldunni glötuðu þeir báðumárum og ráku rakleiðis út á haf. Björgunarbáturinn Áskell 2. var sendur eftirþeim. Varð þeim ekki meint af hrakningum sínum og þeim skilað í land.

Þar sem Ölvervarðstjóri átti fertugsafmæli var haldið kaffisamsæti á stöðinni. Öll helstuandlit þorpsins mættu og má þá nefna; Þorlák sundmaga, Þorgerði hábrók, Einarhund, Settu sett, Pétur fisksali, Mókoll og Úlfhildi. Pönnukökurnar voru lofsamaðarog einnig heimalagaða súkkulaðið hennar Ólínu grenz.

Tíðindalaust varþað sem eftir lifði dags. Klukkan 18:30 barst lögreglu símtal frá Þorlákisundmaga. Hann hafði fest vinstri höndina í mjólkurtanki og gat með engu mótilosað sig. Bíll númer 1 var sendur á staðinn. Vaselin var haft meðferðis - þaðdugði skammt. Beita þurfti klippum til að losa höndina. Tjón þetta er metið á 2milljónir. Heilsa Þorláks góð og höndin ósködduð.

Hálftíma síðarsprakk vinstra framhjólið á bíl númer 1. Bíllin var í eftirlitsferð um bæinn ogekki á miklum hraða. Mildi var að enginn slasaðist. Bíll númer 2 var sendur afstaðinn með varadekk og tók við rúntinum.

Fleira taldist ekkitil tíðinda þann daginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Þorvaldsson

"Hann hafði fest vinstri höndina í mjólkurtanki og gat með engu mótilosað sig. Bíll númer 1 var sendur á staðinn. Vaselin var haft meðferðis" hahaah

Snorri Þorvaldsson, 11.1.2009 kl. 14:06

2 identicon

það var komin tími á þessa dagbók frændi,hún er ljómandi.

ingo (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband