31.7.2008 | 19:41
Hvert fóruð þið vinir?
Nú er maður illa svikinn....Eins og hendi væri veifað hafa allir mínir bloggvinir (moggavinir) verið teknir af mér, líklegast sendir til Abu Grai eða eitthvað... alla vega eru þeirra farnir....kannski fyrir fullt og allt...hver veit.. Nú sit ég upp með einhverja krækju-vini sem ekki eru myndskreyttir.. Ætli ég þurfi að fara að safna þeim aftur?
Eníhú...langaði bara að minna á að á morgun mun ég yfirgefa frónið og fara á útnára þess, Vestmannaeyjar. Þar mun ég djúsa með vel völdu fólki, og heyrst hefur að allir helstu skrallarar séu á leiðinni í eyjuna til að fagna saman. Ég mun að sjálfsögðu fá mér lunda og vel sveitta borgara í hinu sívinsæla matartjaldi Get ekki beðið....
Athugasemdir
ójá.. á meðan að við verðum í eyjum að misþyrma lundanum, drekka G&T og gera okkur (aðallega mig) að fíflum þá verða hinir Stokkseyringarnir víðsfjarri.. mögulega bara heima hjá sér :P
ég mæli með að við fjölmennum og hættum öllu væli í sambandi við peningaleysi , óléttar kellingar eða bara leti.. þið sem hafið farið þangað áður vitið hverju þið missið af :)
Jenni (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 20:10
Þú getur nú á mjög einfaldan hátt fundið alla þína bloggvini aftur.
Það var/er einfalt mál. Fylgið þessu:
- Fara í stjórnborð
- Stillingar
- Útlit
- Síðueiningar
Þið dragið bara tónspilarann, bloggvinalistann og það allt úr hólfinu sem er lengst til vinstri á síðunni í hólfið hægra megin við það.
Muna svo að smella á "Vista breytingar".
Brynja Hjaltadóttir, 31.7.2008 kl. 22:54
Takk Brynja ;o)
Vignir, 31.7.2008 kl. 23:01
Það er nú meira en að segja sæll vertu að komast yfirleitt inn á síðuna þína. Ég er alltaf krafin um lykilorð eða ég hlýt verra af..(næstum)
Ég sagði síðast í dag: Ég vildi ég væri orðin tvítug aftur og á leiðinni til Eyja" Það var æðislegt. Ég fór 1980 og 1982 og svo einu sinni enn, ég man ekki alveg hvaða ár það var. Þú hefur ekki lifað lífinu til fulls ef þú hefur ekki farið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum!
Góða skemmtun!
Rúna Guðfinnsdóttir, 1.8.2008 kl. 00:29
Svo ég tali nú fyrir sjálfan mig, þá hef ég aldrei verið neitt voðalega spenntur fyrir Þjóðhátíðinni. Kannski er ég bara svona foráttu furðulegur
Guðfinnur Þorvaldsson, 1.8.2008 kl. 01:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.