15.4.2008 | 19:59
óþægilegt
Oft hef ég heyrt sögur af því þegar fólk vaknar og það getur ekki hreyft sig, eins og einhver haldi því niðri. Síðustu nótt lenti ég í svipuðu. Ég var búinn að liggja lengi í rúminu og var lengi að sofna. Loksins þegar ég var að festa svefn fann ég fyrir þrýstingi rétt fyrir neðan hálsinn sem færði sig upp. Ég opnaði augun og sá útlínur af manneskju bograndi yfir mér með hendur um hálsinn.
Ég auðvita glaðvaknaði og reisti mig upp, reyndi það með ,,venjulegu,, afli en það gekk illa þannig að ég reyndi aftur og með meiri krafti. Það virkaði og ég var laus úr klóm verunnar. Sofnaði fljótlega eftir þetta en svaf ekkert allt of vel.
Lenti í svipuðu þegar ég bjó á Selfossi. Ég var að fara að sofa og búinn að snú mér skrílljón sinnum til að finna ,,réttu,, stellinguna. Í eitt skiptið þegar ég er að snúa mér opna ég augun og sé veru/eitthvað.. sem er á hnjánum og lítandi niður á gólfið. Þetta fyrirbæri var með sítt svart hár. Ég hélt mig væri að dreyma og ég lokaði augunum í smá stund og opnaði aftur. En viti menn, veran var enn þarna. Þá dró ég bara sængina lengra upp og snéri mér í hina áttina og sofnaði.
Hefur þetta komið fyrir þig?
Athugasemdir
Ertu nokkuð í dópinu??? Þetta ku vera algengur fylgifiskur þess.
Ég kvaldist af miklum, hræðilegum og stormasömum martröðum (dópi óviðkomandi) Þetta var orsök minnar flogaveiki. Flogaveiki getur birtst í myndum martraða...hafðu það bak við eyrað.
Ég kannast svo sannarlega við þetta...með því skelfilegasta sem ég hef upplifað.
Baráttukveðjur.
PS: Farðu til læknis ef þetta ágerist
Rúna Guðfinnsdóttir, 15.4.2008 kl. 20:30
Nei Rúna, dópið læt ég nú alveg vera. Þetta hefur bara komið fyrir í þessi tvö skipti og háir mér nú ekkert svakalega verð ég að segja. Í 99,9% dreymir mig nú vel og ég sef einnig vel ;o)
Vignir, 15.4.2008 kl. 22:08
úff óhugnalegt, ég man bara þegar ég var yngri þá sá ég alltaf svarta veru sem fylgdist með mér úr dyragættinni
Alltaf á kvöldin þegar ég lá uppi í rúmi, kvöld eftir kvöld..
það var mjööööög óþægilegt
Guðríður Pétursdóttir, 15.4.2008 kl. 22:29
Virkilega óþægilegur draumur. Það er það sem þetta er...draumur, bara svona til að taka af allan vafa . Draumar geta verið það raunverulegir að þeir virðast vera að gerast, og svo geta draumar og raunveruleiki blandast saman með óþægilegum afleiðingum, sem ég vil meina að hafi gerst í þessum atvikum.
Mig dreymdi nú einu sinni að ég hafi vaknað upp úr martröð, nema hvað þegar ég fór á fætur þá vaknaði ég aftur, og þá for real. Dreymdi s.s. að ég hafi verið sofandi að dreyma ljótt, vaknaði úr drauma-martröðinni, fór á fætur og vaknaði svo úr draumnum sjálfum. Varð alveg kexruglaður á þessu!
Draumar eru merkilegt fyrirbæri!
Guðfinnur Þorvaldsson, 16.4.2008 kl. 17:06
já þú ættir kannski að fá Gunnar í Krossinum til að særa út drauginn
oftast þegar að ég hef lent í svona hlutum þá hefur það verið um miðjan dag þegar að ég hef verið glaðvakandi..
man nú þegar að ég og Alexandra sátum heima hjá mér inní herbergi með lokaðar dyr og vorum að spjalla.. heyrðum þá bæði eins og að lítil stelpa stæði á milli dyranna og rúmsins og segði eitthvað, en við skildum ekki það sem kom útúr henni.. síðan hef ég, eins og allir, séð útlínur af fólki á hreyfingu
ég veit ekki alveg hverju ég trúi svo sem en ég ætla ekki að fara að útiloka neitt þar sem að enginn getur afsannað þetta fyrir mér, þó svo að rökin kunni að vera góð þá hefði aðilinn helst þurft að vera á staðnum til að skilja þetta sem best
Jenni (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 08:52
Sko...lenti nokkrum sinnum í því að vakna upp og geta ekki hreyft mig. Rosalega óþægilegt og ég verð skelfingu lostin. Svo gat ég hreyft mig fljótlega. Spurði lækni svo fyrir tilviljun hvað þetta gæti verið. Hélt auðvitað að ég væri eitthvað klikk. Hann sagði að þetta væri þekkt. Hugurinn vaknar á undan líkamanum. Hann sagði mér bara að vera alveg slök..telja upp að 10 án þess að vera hrædd og prófa svo að hreyfa mig. Viti menn. Næst þegar þetta gerðist fór ég að ráðum doksa og hef aldrei lent í þessu síðan. Sennilega ekki það sem þú varst að spyrja um enda engar verur í þessu tilfelli. Langaði bara að deila þessari reynslu.
Brynja Hjaltadóttir, 21.4.2008 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.