4.4.2008 | 22:52
,,don´t hit a man with glasses! Use a basebalbat!
Já....ég segi ekki farir mínar sléttar hvað varðar heilsu mína undanfarna daga...Þannig er mál með vexti að ég finn einhvers-skonar sting/þrísting á þremur stöðum, rétt neðan við rifbeinin vinstra og hægramegin. Einnig finn ég fyrir þessu neðar líka. Veit ekki hvað þetta er. Ég hef heldur ekki sloppið við kvef því núna er syndaflóðið úr nösum mínum eins og enginn sé morgundagurinn. Hef reyndar lagast talsvert af þessu kvefi síðustu tvo daga - sem betur fer. Því má svo við bæta að ég er að skrælna! Handaþurrkur dauðans er í heimsókn, ekki velkominn og fær sko ekkert með kaffinu.
Lífið er gott á eyrinn og um daginn þá ákvað ég að fara í smá göngutúr í fjörunni. Sé sko ekki eftir því. Mjög frískandi og mannbætandi að rölta í fjörunni. Mæli með því. Ég mun endurtaka leikinn von bráðar. Brakandi fersk sjávargolan og fjörulyktin.....snilld. Ég tók með mér nokkra kuðunga og skeljar, veit ekki alveg hvað ég geri við það, á eflaust eftir að enda í tunnunni. En hvað um það....
En djöfull er bensínverðið hátt! Þetta hefur það í för með sér að ég þarf að minka eina af mínum uppáhalds iðu að keyra! rúnt tímabil mitt er í dvala. Vonandi verður hann ekki langur og að þessir trukkakallar nái að sanza þessa pólitíkusa til.
Svalbarði var í sjónvarpinu í kvöld. Var búinn að skrá mig á gestalista fyrir þáttinn en fór ekki Mér finnst þessi fyrsti þáttur bara lofa góðu. Ágústa Eva stóð sig mjög vel í hlutverki sínu - syngur vel og ber fram textann skírt og greinilega! En hvað er málið með þennan græna penna hjá Völu matt?!? held að hann sé gróinn við krumluna, hann fylgir henni hvert sem hún fer. Ætli hún sé búin að gefa pennanum nafn? Mun hann erfa eitthvað eftir hana þegar hún fellur frá? nei ég bara spyr...
Apríl mun, hjá mér, helgast af miklum sparnaði. Já, sparnaði. Þú last rétt. Ég verð að viðurkenna að það er pínu erfitt - að spara. Sérstaklega í ljósi þess að það er fátt sem ég leyfi mér ekki. Er allt of góður við mig i mat, drykk og skemmtunum af öllum toga.
já....þá held ég bara að ég setji punktinn hérna!
Athugasemdir
Ég sá bara smá brot af svalbarða, en það sem ég sá var frekar skondið
Reyndar var ég ekki óskup hrifin af artífartí sketsinum þeirra þangað til í lokin þegar hann fór að tala um barnaleikritið Flosa og Gosa sem væri um bakkelsi "Ég væri snúður og hann tebolla"
Guðríður Pétursdóttir, 9.4.2008 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.