Lögregludagbók

Lögreglan á Stokkseyri

30.03.2008 

Ţađ má međ sanni segja ađ dagurinn hafi byrjađ međ miklu fjöri! Klukkan 07:00 barst lögreglu símhringing frá Hásteinsvegi 31. Djásn heimilisins, fuglinn Gabrielle hafđi sloppiđ úr búri sínu og út um glugga. Húsmóđirin á handahlaupum á eftir gullinu sínu og heimilisfađirinn ţungur á brún. Bíll númer 1 var sendur í leitir og klukkutíma síđar tókst ađ góma dýriđ. Gabrielle varđ ekki meint af útiverunni og andar nú húsfreyjan léttar nú ţegar fuglinn er kominn á sinn stađ.

Klukkan 10:30 ţegar bíll 1 var í sinni eftirlitsferđ um eyrina sást til tveggja mann stumrandi yfir einhverju á bryggjunni. Reyndust ţetta vera brćđur tveir frá Garđi ađ reyna ađ losa álft sem flćkst hafđi í neti rétt viđ bryggjuna. Álftin losnađi fljótt og varđ ekki meint af. Brćđurnir verđa sćmdir orđu frá hrútavinafélaginu nćstkomandi sunnudag međ mikilli athöfn í menningarverstöđinni.

Um hádegi var framiđ rán í sjoppunni. Ađkomufólk á skoda, árgerđ 1982 hótađi afgreiđsludömu og hafđi međ sér talsvert magn af tóbaki og um 3000 krónur í reiđufé. Ţau náđust viđ hraunsá ţar sem ţau voru fćrđ í járn og flutt beinustu leiđ í klefa. Afgreiđsludaman fékk áfallahjálp og var send heim í klukkutíma og klára hún svo sína vakt.

Klukkan 14:08 barst lögreglu tilkynning um mikinn hávađa frá Ţuríđarbúđ. Ţar var landskunnur skemmtikraftur búinn ađ koma sé fyrir og var á kojufylleríi og hafđi međ sér litlar ferđagrćjur. Um var ađ rćđa hinn sí káta Gylfi Ćgisson. Hann tjáđi lögreglu ađ síđasta platan sín hefđi ekki selt vel og hefđi hann ţví komiđ á Stokkseyri til ađ fá innblástur fyrir nćstu plötu sína. Hann sagđi einnig ađ hann hefđi ekki fengiđ gistipláss neins stađar í plássinu. Lögreglumađur benti honum á Kvöldstjörnuna, og fylgdi honum ţangađ.

Á fimmtándatímanum kom glćsikerra í ţorpiđ. Allir helstu rúntarar bćjarins veittu bílnum athygli og veittu eftirför. Fóru mjög fínt í ţađ. Bílinn stöđvađist svo viđ Hólmaröst. Út úr bílnum steig enginn annar en Bobby Mcferrin. Fyrir algera tilviljun var húsmóđir á Hásteinsveginum ađ keyra framhjá og rak augun í gođiđ. Bílinn hennar skensađi í hálfhring og hvarf í reykjarmekki. Lífverđir listamannsins fóru í bardagastöđu og biđu eftir ađ húsmóđirin kćmi úr reykjarmekkinum á örđu hundrađinu. Húsfreyjan náđi ađ hemja sig og ekki kom til átaka. Bobby spjallađi mikiđ og lengi viđ hana. Eiginhandarárritun fékk hún og einnig gaf hann henni eitt málverk frá Elvari.

Klukkan 15:54 sá lögregla nokkra útlendina fyrir utan Eyrarfisk. Ţeir voru ađ mótmćla háu verđi á harđfiski og héldu á spjöldum međ áletrun sem lögreglumađur skildi ekki. Mótmćlin fóru friđsamlega fram. Lögreglan rak fólkiđ í burtu vandrćđalaust. Nćsti stađur sem fólkiđ ćtlađi á var sjoppan.

Lögreglunni barst enn ein hávađakvörtunin. Ţađ var um kvöldmataleytiđ. Piparsveinninn á Ólafsvöllum 7 var ađ vígja nýju hátalarana sem hann var nýbúinn ađ kaupa sér. Bíll númer 1 var sendur á stađinn. Húsráđandi varđ viđ bón lögreglunnar um ađ lćkka og bauđ um leiđ upp á kaffi bakkelsi. Fékk hann áminningu í ţetta skiptiđ.

Mikill hópur fólks kom á stórum trukkum í ţorpiđ laust eftir átta. Var um ađ rćđa tökuliđ. Standa nú yfir tökur á rammíslenskri sjóara mynd sem er ađ mestu leyti tekin upp á Jóni á hofi. Tekiđ var viđtal viđ manninn sem kenndur er viđ Fćreyjar og ungan svein. Ţess má geta ađ hrútavinafélagiđ hefur nú ţegar sćmt ţá sérstakri heiđursorđu.

Áflog brutust út í sjoppunni rétt fyrir lokun ţegar tveir viđskiptavinir ćtluđu báđir ađ ná síđustu léttmjólkinni. Afgreiđsludaman brást viđ og tilkynnti ţetta mikla sjónarspil. Bíll 1 var sendur á stađinn til ađ skakka leikinn. Til ađ gćta sanngirni fékk hvorugur mjólkurpottinn góđa.

Fleira taldist ekki til tíđinda ţennan daginn og verđur hann hafđur lengi í minnum sökum mikilla anna.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđríđur Pétursdóttir

Skemmtilegasta dagbókin til ţessa ... hló mikiđ og upphátt

Guđríđur Pétursdóttir, 31.3.2008 kl. 19:16

2 Smámynd: Guđrún Helga Guđmundsdóttir

já ţessi var fantagóđ! Vignir fćr kúdós frá mér!

Guđrún Helga Guđmundsdóttir, 1.4.2008 kl. 00:10

3 Smámynd: Guđríđur Pétursdóttir

og líka frá mér...

gjörsvovel

Guđríđur Pétursdóttir, 1.4.2008 kl. 07:39

4 Smámynd: Rúna Guđfinnsdóttir

Ţokkalega góđ er hún, ţó ađ mér sé vegiđ svo og mínu sérstaka áhugamáli.

Hvađ er kúdós???? Ef ţađ er eitthvađ gott, ţá fćr hann svoleiđis kúdós frá mér.

(Ekki er ţađ dós međ nautakjöti í ? )

Rúna Guđfinnsdóttir, 1.4.2008 kl. 09:51

5 Smámynd: Rúna Guđfinnsdóttir

PS: Hver er piparsveinninn dularfulli á Ólafsvöllum 7?

Rúna Guđfinnsdóttir, 1.4.2008 kl. 10:12

6 Smámynd: Vignir

Takk fyrir Takk fyrir!

Rúna - dularfulli piparsveinninn á Ólafsvöllum er enginn annanar en hann Gylfi Pétursson :o)

Vignir, 1.4.2008 kl. 12:03

7 Smámynd: Rúna Guđfinnsdóttir

Gylfi P! Auđvitađ er ţađ Gylfi...ég hélt helst ađ ţađ vćri Bjarni í Merkigarđi?? Gylfi meikar sens...ţ.e. međ hátalarana

Rúna Guđfinnsdóttir, 1.4.2008 kl. 17:41

8 Smámynd: Guđríđur Pétursdóttir

Ţađ hefđi nú bara heyrst snökt og grátur bergmálast frá húsinu hans

Guđríđur Pétursdóttir, 1.4.2008 kl. 17:53

9 Smámynd: Rúna Guđfinnsdóttir

HVAĐ ER KÚDÓS!???? ég bara spyr....????

Rúna Guđfinnsdóttir, 1.4.2008 kl. 18:46

10 identicon

Ég hélt piparsveinn vćri sá sem ađ ekki vćri búin ađ vera giftur.en enga ađ síđur góđ skýsla.Krydd í tilveruna á Stokecity.

Áslaug (IP-tala skráđ) 1.4.2008 kl. 19:59

11 Smámynd: Guđfinnur Ţorvaldsson

Haha, góđ fćrsla, kominn tími á Stokkseyrina í ţessum dagbókum! Alltaf líf og fjör á Eyrinni góđu.

Guđfinnur Ţorvaldsson, 1.4.2008 kl. 23:33

12 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Meira svona ...

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.4.2008 kl. 00:48

13 identicon

Hć Vignir vildi bara láta ţig vita ađ ég hefđi kíkt á síđuna ţína:)

karen rúnars (IP-tala skráđ) 4.4.2008 kl. 22:02

14 identicon

hahaha viđ fyrstu tilraun var ruslpóst vörnin hver er summan af 7 og 1 og eg svarđi 7!!! hefđi kannski ekki átt ađ segja frá ţví:)

karen rúnars (IP-tala skráđ) 4.4.2008 kl. 22:03

15 Smámynd: Vignir

ţakka innlitiđ :o)

Vignir, 4.4.2008 kl. 22:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband